Vikan


Vikan - 03.05.1984, Qupperneq 32

Vikan - 03.05.1984, Qupperneq 32
Höfundur þessarar myndar er Hrafn Snorrason frá ísafirði. Hann er að læra Ijósmyndun þar, búinn með tvö ár, en hefur að baki nám við vélskóla og hefur starfað sem offsetljósmyndari á ísaflrði. Hrafn kvaðst vinna myndir sínar að öllu leyti sjálfur, bæði framköllun á litfilmu og litstækkanir. Hann gefur eftirfarandi tæknilegar upplýsingar um myndina: Fiima Vericolor II5025, Nikon F3,36 mm - 72 mm, f. 11 og tími 40- 60 sek. Eins og við sjáum er handbragðið við þessa mynd afar vandað. Hrafn kvaðst ekki hafa tekið myndina sérstaklega fyrir þessa samkeppni heldur hefði hann gaman af að le'rta að fyrirmyndum og tæki síðan myndirnar við rétt skilyrði. Myndina tók hann í janúar síðastliðnum. Höfundur þessarar ágætu vetrarmyndar er Marteinn Ringmar en hann er kennari við Skálholts- skóla. Við fengum margar góðar myndir frá Marteini sem sýndu fólk að berjast í vetrarhörkum, en þessi fannst okkur best. Höfundur þessarar fallegu stemmningarmyndar er Hildur Halldórsdóttir, að hiti væri í vatninu og því gæti verið afar fallegt á þessum stað þegar frost Álftamýri 38 Reykjavík. Myndin er tekin í Mývatnssveit í fyrravetur um jóla- er og hitaslæða stígur upp úr vatninu. Hildur, sem er í menntaskóla, kvaðst leytið. Staðurinn heitir Vogur og stendur á Húsnestá við Mývatn. Hildur sagði hafa gaman af að taka myndir - í þetta sinn notaði hún Kodak filmu. Emilía Baldursdóttir, Syðra-Hóli í Kaupangssveh, tók þessa mynd af lítilli stúlku sem heitir Auðrún og á heima á Akureyri. Þegar við spurðum Emilíu út í myndina sagðist hún taka lítið af myndum nú orðið en hefði tekið mikið af myndum áður fyrr. „Þetta er tekið á bjálfavél," sagði Emilía hlæjandi, „og ég hef ósköp litið vh á þessu. Þó var ég svolítið montin af þessari mynd." Við þetta má bæta að við fengum sendar margar myndir í svipuðum dúr en það er samspilið milli barns og hunds í þessari mynd sem lyftir henni upp þegar myndirnar eru bornar saman. Clive Halliwell heitir sá sem tók þessa skemmtilegu mynd. Clive, sem er Englend- ingur, býr á Akranesi og er hjúkrunardeildarstjóri við sjúkrahúsið þar. Við spurðum hann hvort hann hefði tekið myndina til að senda ættingjum sínum erlendis. „Eiginlega ekki, þetta var svona skyndihugmynd vegna þess að okkur vantar eigið húsnæði, svo ég bjó til þetta snjóhús heldur en ekkert. Ég sendi síðan bróður mínum eina mynd til að sýna hvernig ég byggi." Clive hefur verið hér á landi síðan 1975, talar ágæta íslensku og er kvæntur íslenskri konu. Hann er fæddur í Manchester en alinn upp í Ipswich. Þegar við spurðum hvernig stóð á því að hann kom til íslands svaraði hann: „Það var stelpa sem plataði mig hingað og hún er í dag konan mín." 32 Vikan 18. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.