Vikan


Vikan - 03.05.1984, Qupperneq 38

Vikan - 03.05.1984, Qupperneq 38
“kJ Bílaprófun Vfkunnar Volkswagen Golf C Hér sést hvar heflað hefur verið. Aðallega er það fram- og afturhlutinn sem hefur orðið fyrir barðinu á heflunum. Dagana 6. og 7. mars haföi ég til umráöa 1984 árgerðina af Golf- inum, einum algengasta snattbíl Islendinga. A þessum stutta tíma uxu meö okkur kærleikar miklir og þaö var meö söknuði sem ég skilaöi honum til réttra húsbænda. Fyrsta yfirlit Þaö fyrsta sem vekur athygli við nýja Golfinn er aö þaö er búið aö „hefla” af honum öll skörp horn og línurnar eru mýkri. Lagi bílsins hefur greinilega veriö breytt á þennan hátt til aö minnka loftmótstööuna en þaö er eitt af fjölmörgum ráöum bíla- framleiðenda til að minnka bensíneyösluna. Aö innan hefur plássiö aukist talsvert og nú er þar oröiö gott pláss fyrir fjóra full- vaxna. Sætin eru frekar hörð en venjast fljótt og fljótlega fer bara ágætlega um mann viö að keyra Golfinn. Þar sem þetta er ódýr- asta útgáfan af honum bjóst ég ekki viö merkilegri innréttingu, en merkilegt nokk, hún var alveg fyrirtak, tauáklæöi á sætum, teppi á gólfum og hin rómaöa vand- virkni Vestur-Þjóðverja kom hér og þar berlega í ljós. Þó er ekki hægt að segja aö innréttingin sé gallalaus, þaö væri lygi. Fljótlega kom fram að fremri öryggisbeltin eru alltof aftarlega og þarf helst aö snúa sig úr axlarliönum til aö ná- í þau. Þegar maöur hefur loksins náö taki á beltinu og ætlar aö draga þaö fram flækist þaö í handfanginu sem maður togar upp til að leggja framsætin fram, en þessi handföng standa svo sannarlega undir nafni sem slík (allt of stór). Hanskahólfiö var einnig af vitlausri stærö, of lítiö. Einn galli kom svo í ljós sem fór hræðilega í taugarnar á mér. Hann var sá aö þegar maöur kveikti á ljósunum eöa notaöi eitt- hvert rafmagn þegar bíllinn var í hægagangi upphófst ógurlegur titringur í bílnum öllum. Þaö virt- ist vera þannig aö á vissum snún- ingi titraði vélin þannig að allt fór aö nötra inni í honum og sumt beinlínis aö skrölta. Þetta gerðist líka á vissum snúningi í akstri. Mælaborð og stjórntæki Mælaborðiö sjálft var eins og viö var að búast, fremur eyðilegt. Saknaöi ég þar snúnings-, olíu- þrýstings- og trip-mælis, en þaö er búnaöur sem er oröinn standard í mörgum bílum á minna verði. Ljósarofinn var við hliðina á mælaboröinu og þótti mér asna- legt aö hafa hann ekki á öörum hvorum arminum við stýriö eins og nú tíðkast helst og er miklu þægilegra. Einungis tveir hraðar voru á þurrkunum og vantaöi algerlega þurrkutöf, en ætlast var til aö maður rétt ýtti á þurrkuarm- inn og þá fóru þurrkurnar eina umferö, eins konar handvirk þurrkutöf. Stýriö sjálft var alveg fyrirtak, mjúkt og þægilegt aö hafa grip á því, sömuleiðis gírskiptinum, en þó var hann leiöinlegur aö því leyti aö það þurfti að slást svolítið viö hann til aö koma honum í bakkgír, þrýsta allri stönginni niöur, og það vildi hafa í för meö sér aö allt í einu var hann kominn í fyrsta. Eg átti í basli meö þetta allan tímann. Vélin rauk alltaf í gang á fyrsta snúningi, malaði þýölega en haföi áöurnefndan galla aö vilja titra á ákveönum snúningssviöum. Astigið á bensíngjöfinni og kúplingunni var létt, þægilegt að setja hann í fyrsta gír og svo af staö. leið á prófunina kom í ljós aö þaö er síöur en svo galli, bíllinn lá hreint ótrúlega vel á vegi, lagöi aldrei niður horn í beygjum og tók hinum versta þjösnaskap sérlega vel. Eini hugsanlegi gallinn við fjöörunina er sá aö sumum finnist bíllinn alltof stífur, en þegar ferðast er með fullan bíl langar leiðir kemur hann til meö að koma vel út, þannig að menn sætta sig örugglega viö smáhopp og skopp þess á milli þegar lítiö er í bílnum. Reyndar tók ég eftir aö á mikilli ferö í beygjum á malbiki vildi hann lyfta innra afturhjóli, en það geröist við hraða sem er strang- lega bannaður hér á landi, jafnvel úti á vegum. Viö sömu aöstæður hef ég trú á að margir aörir óvandaðri smábílar væru löngu oltnir. Hemlarnir voru ágætir en í byrjun kom þaö á óvart hversu þungt ástigið var. Þetta vandist Plássið er gott og þó sérstaklega vel formað. Af stað. . . Það eru engar öfgar að fullyröa þetta: Golfinn er eins einfaldur og hugsast getur í akstri. Þetta er alls ekki í niðrandi merkingu, strax á fyrsta horni er eins og maður hafi aldrei gert annað en aö keyra bílinn. Þaö fyrsta sem maður finnur er aö bíllinn er frekar stífur í fjöörun og þegar vel og í lokin fannst ekki fyrir því aö maður þyrfti að ýta pedal- anum langar leiöir niöur í gólf til þess að snarhemla, en það geröi Golfinn meö ágætum þegar til kom. Handbremsan virkaði á afturhjólin og það tel ég kost því aö þá er hægt aö beita bílnum eins og skíöum í hálku og snúa viö á punktinum ef mikiö liggur á. Vélin var af minnstu gerð sem hægt var að fá, því miöur. Þó svo aö hún gæfi sæmilegan kraft á 38 Vikan 18. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.