Vikan


Vikan - 03.05.1984, Side 42

Vikan - 03.05.1984, Side 42
is Framhaldssaga Áttundi hluti „Hvað um Dragon?” lagði Clifford til. „Þaö er ekki nema 1000 metra færi, herra!” greip Smith æstur framí. „Við losnum samt viö riffilskot- hríð, herra,” sagði Trevinski. „Og hann er miklu léttari, andskotinn hafi það.” „Við skulum vinna meö þeim möguleika.” Peterson lyfti hend- inni til aö þagga niður frekari and- mæli. Hann hafði séð það af því hve lokaárásin var hæg aö hópur- inn hafði verið allt að því örmagna og núna sá hann það enn betur í augum þeirra, teknum andlitun- um, hvernig þeir hölluðu sér fram á skíöastafina. Sem snöggvast flaug honum í hug að segja þeim ekki tíðindin fyrr en þeir heföu farið í baö og skipt um föt, svo ákvað hann að láta ekki veröa af slíku. Ef þeir gátu ekki kyngt því versta sem þeirra menn gátu gert þeim, hvern andskotann hefðu þeir þá að gera í óvinina? „Jæja,” sagöi hann hressilega. „Þið þekkið flestir Clifford majór. En þið veltiö því ef til vill fyrir ykkur af hverju hann er hérna með mér núna. Astæðan er sú aö viö höfum fréttir að færa og þær eru ekki þær allra bestu.” Hann sá spurnarsvipinn á Smith, kvíða metorðagjarns manns. Hinir sýndu ámóta viöbrögö og vant var. Þeir sýndu þreytulega uppgjöf gagnvart enn nýrri breytingu, „orðalags- breytingu” eins og þeir nefndu það. „Konunglegi breski sjóherinn tekur þátt í þessari aðgerð. Það eru góöu fréttirnar. Hann vill leggja til strandhóp og jafnmarga vana fjallamenn og okkur þóknast aö biðja um.” Hann leit yfir hálf- hring mannanna. „Eg bið aðeins um einn. Ekki svo að skilja að ég beri nokkuð annað en virðingu fyrir sérsveitamönnum. Eg vil ISXaiO AIIK 42 Vikan X8. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.