Vikan


Vikan - 31.05.1984, Side 20

Vikan - 31.05.1984, Side 20
i síðustu VIKU birtum við myndir úr úrslitahófi VIKUIMNAR er Lacey Ford tilnefndi íslenska þátttakand- ann i fyrirsætukeppni FORD MODELS, FACE OF THE 80'S. Eins og fram hefur komið bárust hátt í 200 þátttökutilkynningar og gefur að skilja að valið var erfitt. Það ríkir alltaf einhver ævintýrablær yfir starfi fyrirsætunnar og hún birtist lesendum fullkomin frá hvirfli til ilja. En oft á tiðum er starfs- dagurinn langur og strangur áður en myndir þær sem ber fyrir sjónir lesenda liggja tilbúnar fyrir birt- ingu. Stúlkurnar sem komust í úrslit i fyrirsætukeppni FORD MODELS fengu sinn skammt af slíku undir- búningsstarfi. Það var daginn sem úrslitin voru kunngjörð og margra vikna óvissu létt af þeim. Reyndar höfðu þessar sex stúlkur allar komið í myndatöku áður og birtust þær myndir i 15. og 16. tbl. VIK- UNNAR. Þær vissu því nokkurn veginn hvað biði þeirra. Þessi dagur var að þvi leyti öðruvísi að þær hittu þá Lacey Ford í fyrsta skipti, konuna sem hafði úrslita- valdið i sínum höndum. Loftið var þvi þrungið spennu og ekki laust við að það sýndi sig á andliti stúlknanna er leið á daginn. En hvernig væri að iáta bara myndirnar hans Ragnars Th. tala sínu máli? Hann fylgdi stúlkunum eins og skugginn þennan örlaga- ríka dag. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum var það Helga Melsteð sem hreppti fyrsta sætið og þar með þátttökuréttinn fyrir Íslands hönd i úrslitakeppninni sem haldin verður i Bandarikjunum í haust. r

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.