Vikan


Vikan - 31.05.1984, Side 30

Vikan - 31.05.1984, Side 30
15 Slúður spenntir eftir óléttu- peysunni hennar Díönu! Díana prinsessa er mjög hrifin af handprjónuðum peysum og skartar þeim eins oft og hún getur. Hún vakti mikla athygli er hún mætti til að horfa á pólóleik eiginmanns síns í rauðri peysu alsettri hvítum lömbum, utan eins sem var svart! Hún gantaðist með að það væri við hæfi þar sem hún væri svarti sauðurinn í konungsfjölskyldunni! Ekki þykir það nú rétt, nýjar skoðanakannanir sýna að hún nýtur einna mestrar hylli í konungsfjölskyldunni, utan Elísabetar sjálfr- ar. Ekki minni athygli vakti Díana svo er hún mætti í stórri handprjónaðri peysu með pandabirni á miðri bumbunni, enda komin 7 mánuði á leið! Þá peysu hönnuðu nemendur í listaskóla einum í London. Hún hefur beðið þá að hanna nýja peysu handa sér til að vera í nú er hún ber annað barn sitt undir belti. Bíða menn spenntir eftir að sjá hver útkom- an verður. 30 Vikan 22. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.