Vikan


Vikan - 31.05.1984, Side 31

Vikan - 31.05.1984, Side 31
Lyktarskynið er eitt af þvi sem öll spendýr eiga sameiginlegt og hvert beirra hefur sina eigin likamslykt. En maðurinn hefur sérstöðu þar eins og oft áður — hann er eina dýrið sem reynir að breytaeigin lykt visvitandi. Af þessari áráttu hans hefur sprottið mikill iðnaður við framleiðslu hinna ýmsu ilmefna. Upphaflega virðist aðaltilgangurinn með notkun lyktarefna á mannslíkamann vera að hylja óþef. Sagnir herma að Kleópatra hafi verið kvenna fegurst á sínum tíma en víst þætti hún varla með þrifnari kvenverum i dag. En henni og Markúsi Antóníusi stóð þrifnaðurinn ekki svo mjög fyrir þrifum — bæði höfðu þess i stað einstakt dálæti á ilmvötnum. Mörgum öldum síðar áttu íbúar Grasse i Suður- Frakklandi í vandræðum með það orðspor sem af bænum fór i nágrannahéruðum. Þeir voru frægir fyrir vonda lykt sem stafaði af þvi að flestir bæjar- búar stu'nduðu kvikfjárrækt. Að auki höfðu þeir ýmsan hliðariðnað, sútunarverkstæði voru mörg og þar var meðal annars unnið að hanskagerð. Til að fela kindalyktina úr hönskunum (þvi fæstir vilja ilma eins og blessuð sauðkindin) hófu þeir að nudda ilmi af rósum og jasminum í skinnið. Þannig hóf önnur iðngrein göngu sina hjá þeim — ilmvatns- framleiðsla i lok sextándu aidar. Ilmvatnið á sér eitt nafn á alþjóðamáli — par- fum — sem upphaflega er komið úr latinu: per — í gegnum — og fumes — reykur. Upprunaleg merking er þannig í rauninni ,,í gegn- um reyk" og visar þar greinilega til vinnsluaðferð- arinnar. Mannskepnan uppgötvaði líka mjög fljótt að ef eldur var borinn að sumum trjátegundum myndaðist ilmur og hann var óspart notaður til að gleðja guðina, þvi hvað gat mildað meira hörð hjörtu refsiguðanna en ilmandi reykjarstrókur beint til himins? Anga þessa siðar má ennþá finna á islenskum heimilum um jólahátíðina þar sem greni er brennt til að ná hinni einu sönnu ,,jóla- lykt". Að vísu bannaði kaþólska kirkjan á miðöld- um notkun ilmvatna ásamt ýmsu öðru sem þá var orðið syndsamlegt með afbrigðum og það voru svo krossfararnir sem innleiddu spillinguna i Evr- ópu á nýjan leik. Núna eru ilmvötnin mörgu fólki jafnnauðsynleg og matur eða húsaskjól. Því birt um við fróðleik um löginn leyndardómsfulla á næstu síðum í sérstökum blaðauka um ilmvötn.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.