Vikan


Vikan - 31.05.1984, Side 32

Vikan - 31.05.1984, Side 32
DE CARDIN Uppbyggingin á ilmvötnum Allir ilmvatnsframleiðendur nota ákveöin hráefni í framleiöslu á ilmvötnum. Um tvenns konar hráefni er að ræöa — það er aö segja náttúrleg efni og tilbúin efni. Náttúrlegu efnin eru tvenns konar einnig — fengin bæöi úr jurta- og dýrarikinu. Fyrst er aö líta betur á efnin úr dýraríkinu. Til fróöieiks skal þess getið að öll spendýr hafa sína ákveönu lykt en viö framleiöslu á ilmvatni eru aðeins notuð fjögur efni úr fjórum mismunandi dýrum. MUSK Fyrsta efnið er MUSK. Þaö myndast í litlum kirtli fjallageitar sem lifir í Tibet. Geitin notar af- rakstur kirtilsins til þess aö af- marka yfirráðasvæöi sitt og aðeins karldýriö hefur þennan kirtil. MUSK er í dag dýrasta hrá- efni sem notað er í ilmvötn þar sem geiturnar eru núna friöaöar. AMBER Annað hráefnið er AMBER. Þaö er svart og hart sem steinn og kemur frá CASKEL-hvölum. Steinarnir myndast í maga hvals- ins ef hann innbyröir of mikið af svartfiski sem síöan ertir mag- ann. Lyktin af AMBER minnir eilítið á musk meö vanillutóni. CASTOREUM Þriöja efnið er CASTOREUM. Þaö er efni sem myndast i tveim- ur kirtlum vísunda. Bæöi karl- og kvendýrin hafa þessa kirtla. Fyrr- um notuðu læknar þetta efni gegn krampa og móðursýki. CIVET Fjóröa efniö, CIVET, hefur lykt sem líkist örlítiö musklyktinni. Þetta efni fæst úr civetkettinum sem er villiköttur. Hann notar efnið til varnar þegar ráðist er á hann. Lyktin af þessu efni út- þynntu er mjög sterk og endingar- góö. Civetkötturinn lifir í Abessiníu í Afríku. Þetta efni er nú á tímum lítiö notaö vegna þess hvað það er dýrt. I staöinn er oft notað tilbúið efni sem líkist CIVET. Tekiö skal fram aö þessi lyktar- efni úr dýraríkinu eru alls ekki til- búin til notkunar í ilmvatn, hvaö þá eins og þau koma beint af skepnunni. Fyrst er föstu formi efnisins blandaö saman viö alkó- hól og síöan látiö í glerflöskur sem þurfa aö hristast stanslaust í þrjú ár. Eftir þennan árafjölda er blandan síuð og er þá tilbúin til notkunar sem hráefni í ilmvatn. Einnig eru svo efni úr jurtarík- inu. Hafa skal í huga að alla hluta jurtarinnar er mögulegt að nýta. Fyrst eru þaö ræturnar. Sem dæmi þar um má nefna VETIVER oglRIS frá Reunion. Tilbrigöi viö börkinn er til dæmis CINNAMON eöa kanill. Trjáviðinn er einnig hægt aö nota, svo sem SEDRUSTRE og SANDELSTRÉ frá Indíum. Svo eru mosarnir. Eitt gott dæmi þar um er eikarmosinn frá Júgóslavíu. Síðan er viðarkvoða. Þar má nefna reykelsi og mirru frá Iran. Viöarkvoöa er þekkt undir ýmsum nöfnum, svo sem harpis og gúm- kvoða. Plöntublöð eru mikið notuö. Hérna er PATCHOULI frá Indónesíu tekið sem dæmi. Þá er komiö að blómunum. Nærri öll blóm er hægt aö nota til ilmvatnsframleiöslu. Undan- tekningar þar frá eru liljur vallar- ins og lilac. Gríðarleg vinna liggur í því að tína öll þau blóm sem notuö eru í ilmvötn. Mjög mikla varkárni veröur aö sýna því miklu skiptir hvar og hvenær þau eru tínd. Jasmín er ilmsterkust eldsnemma á morgnana þegar morgundöggin er enn á blöðunum. Aftur á móti er best að tína rósirnar síðdegis meðan þær halda ennþá hita sólar- innar. Eingöngu ávextir meö þykkt hýöi eru nothæfir, eins og til dæm- is appelsínur, mandarínur og sítrónur frá Italíu, þar sem ilmur- innerí berkinum. Aö lokum eru þaö fræin og hérna verður bent á gulrótarfræ og ambrettefræ. Af sumum plöntum og trjám er hægt aö nota alla hlutana til aö fá sömu eöa ólíka lykt, svo sem BIGARDE, og ein tegund appel- sínutrjáa gefur ólíkan ilm af blóm- um, ávöxtum og laufum. Hvernig fæst svo ilmurinn úr þessum mismunandi efnum? Þaö eru til fjórar mismunandi aöferöir viö aö gera ilmolíu úr plöntum. Sú fyrsta er gufueimun. Hún er grundvölluð á því aö nýta gufu til aö aöskilja hinar dýrmætu olíur. Blóm og plöntur eru gufusoðin og viö eimun skilja olíurnar sig frá vatninu. Arangurinn verður olíu- kennt efni sem lyktar mjög sterkt. 32 Vikan 22. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.