Vikan


Vikan - 31.05.1984, Side 33

Vikan - 31.05.1984, Side 33
Önnur aðferðin er útdráttur með rokgjörnum upplausnum. Þessi aðferð er sú nýtískulegasta og mest notuö til að gera ilmolíur úr plöntuhlutum. Plöntum, blómum og fleiru er fyrst blandað saman við rokgjarna upplausn viö lágt hitastig. Síðan er hinn rokgjarni hluti blöndunnar látinn gufa upp með hitun. Eftir eimun verður til svokallaö CONCRETE sem er lyktarsterkt vaxefni. Ilmvatnsframleiðandinn getur notað þessa samsetningu ef hann vill en gæti líka viljaö endurbæta árangurinn. Það er gert með þvi aö blanda CONCRETE með alkó- hóli, síöan er hrært upp í blönd- unni og hún síuö og kæld niður. Með því aö hita blönduna gufar alkóhólið upp og við eimun veröur eftir efni sem nefnt er ABSOLUTE. Þaö er olíukennt með mjög sterkum ilmi. Fram- leiöandinn getur notað báðar þess- ar aöferðir allt eftir því hvaö hann er að reyna aö framkalla. Þriðja aðferðin kallast MACERATION eöa bleyting. Hún er grundvölluð á tengslunum milli ilmolíu og feiti sem blandast sam- an. Talað er um bæði kalda og volga bleytingu. Köld bleyting er framkvæmd á eftirfarandi máta. A innrammaðar glerplötur er borin feiti á aðra hlið og blómum síöan raðaö á. Feitin dregur í sig ilminn úr blómblöðun- um og þau eru oft endurnýjuð til aö feitin geti dregið í sig sem mestan ilm. Síðan er ilmurinn fenginn úr feitinni með eimun. Volg bleyting felst í því að blóm- blööin eru látin bráöna í heitri olíu sem úr veröur svokallað smyrsl. Það er blandað meö alkóhóli og við eimun fæst ilmolían. En þess- ar aðferðir eru lítið notaðar núna þar sem þær eru tímafrekar og dýrar í framkvæmd. Fjórða aðferðin er EXPRESSION eöa eins konar út- þrýsting. Hún er einkum notuö á Suður-Italíu (CALABRIA) þar sem mikið er ræktað af sítrónum, appelsínum og bergamot. I dag þekkjast um 400 mismun- andi efni úr náttúrunni sem hægt er að nota til ilmvatnsgerðar. Þar sem þau eru ekki fleiri hamlar það möguleikum framleiðenda því hvert ilmvatn er gert úr eitt til tvö hundruð mismunandi efnum. Og þá koma tilbúnu efnin til sög- unnar. Þeim er skipt í tvennt — þaö sem í raun kemur úr náttúr- legum efnum og úr öðrum tilbún- um efnum. Tilbúnu efnin gefa möguleika á meiri tilbreytni og einnig að gera ilm sem ekki er hægt að fá úr náttúrunni, svo sem liljur vallarins. Tilbúnu efnin eru þýðingarmikil þar sem þau gefa ekki einungis þekktar ilmtegundir heldur opna leiðir fyrir þúsundir annarra sem ekki finnast í náttúrunni sjálfri. Þekkt eru í dag um 10.000 mismunandi tilbúin efni og lang- frægast er ALDEHYDES sem fyrst var notað árið 1921 í það margfræga CHANEL No 5. Samsetning ilmvatns Sérhvert ilmvatn er samansett á nákvæmlega sama máta — eða meö yfirtón, undirtón og grunn- tón. YFIRTÓNN Hann gefur oftast léttan og frískandi ilm sem stundum er frá ávöxtum — sítrónu, bergamot, appelsínu, mandarínu, lavandel og timian. Yfirtónninn endist aöeins í nokkrar mínútur. MIÐTÓNN Við tekur miðtónninn sem endist allt upp í 6—8 tíma. Hann gefur oftast blómailminn frá rósum, jasmín, geranium og fleiru. Miðtónninn er ósjaldan nefndur hjarta ilmvatnsins. GRUNNTÓNN Grunntónninn tekur viö af miötóninum og getur náö því að ilma dögum saman. I grunntóninn eru efnin úr dýraríkinu notuö, til dæmis musk og amber. Mörg efni sem notuö eru í grunntóninn eru þar ekki vegna ilms síns heldur miklu fremur sem festir fyrir samsetninguna til að koma í veg fyrir að ilmvatnið breytist þegar þaö gufar upp. Sérhvert efni gufar upp með eigin hraöa. Ilmvötn eru fáanleg i mismun- andi styrkleikum. Þeir eru Extrakt sem er ekta ilmvatn, Eau de Parfum, Parfum de Toilette, Eau de Toilette og Eau de Cologne. Því minna sem er af ilm- olíunni sjálfri því meira vatni er bætt út í. Þegar mikið er af vatninu þarf þess betur aö aðlaga ilmolíuna til að útkoman veröi sami ilmur og af ekta ilmvatni. Texti: Borghildur Anna 22. tbl. Vikan 33

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.