Vikan


Vikan - 31.05.1984, Page 38

Vikan - 31.05.1984, Page 38
Daglegt líf Dóru Eg kom hjólandi neðan úr bæ. Þetta var um hádegisbil á laugar- degi, bjart í veöri þó að sólin næöi ekki alveg að brjóta sér leið í gegnum skýin. Eg var aö hugsa um að vorið væri að koma. Þegar ég beygöi upp Austur- Farimagsgötu sá ég skódabíl sem stóö utan við bílana sem snyrtilega var lagt við gangstétt- arbrúnina. Ég horfði á þennan bíl og hugsaöi með mér að ég yröi að krækja fyrir hann. Leit við til að sjá hvort væru aö koma aðrir bílar. Skyndilega, búmm. Ég hafði hjólað rakleiðis aftan á skódann. Hjólið sjálft slapp fram hjá en sköflungur hægri fótar lamdist af alefli utan í bílinn. Bríkin á skottinu var hörð viðkomu. Sársaukinn gífurlegur. Ég staulaöist af hjólinu og leiddi það fram hjá bílnum, af götunni. Gamall karl með hatt kom þjótandi út úr bílnum, skoðaði hann áhyggjufullur en sagði svo að allt væri í lagi, bíllinn væri óskemmdur. Mér fannst þetta eins og draumur, þaö var að líða yfir mig. ,,Er eitthvaö aö?” spurði allt í einu einhver. Ungur strákur stóð við hliðina á mér. Honum hefur líklega ekkert litist á útlit mitt. Ég hristi höfuðið. „Nei, nei. Ég bara hjólaði á þennan bíl og það var dálítið sárt. Þetta líöurhjá.” Strákurinn vildi hins vegar ekki heyra annað en ég færi á slysa- varðstofuna og léti mynda fótinn. Spítalinn var rétt hinum megin viö götuna, sá gamli gæti keyrt mig þangaö á skódanum. Mér var svo illtaöég lét undan. Karl keyrði mig á spítalann og skildi þar við mig. Ég staulaöist meö harmkvælum inn. Spurði um slysavarðstofuna. Var vísað inn í lítiö herbergi þar sem fullt var af fólki í hvítum sloppum. „Ég meiddi mig,” sagöi ég aumlega. „Hvaðkomfyrir?” Ég varö vandræðaleg. „Eg hjólaði á bíl, kyrrstæöan.” Fólkinu í hvítu sloppunum tókst aö vera alvarlegt í framan. Mér var vísað inn og látin leggjast á bekk, beöin að fara úr buxunum. Ung og aðlaðandi kona í hvítum slopp skoðaði fótinn, taldi viö fyrstu skoöun aö hann væri ekki brotinn en þó vissara að taka mynd af honum til að gá. Rönt- genlæknarnir væru hins vegar uppteknir. Hvort ég gæti beöið? Mér lá ekkertá. Á meðan ég beið heyrði ég starfsfólkiö borða hádegisverðinn 38 Vlkan 22. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.