Vikan


Vikan - 31.05.1984, Qupperneq 39

Vikan - 31.05.1984, Qupperneq 39
í herberginu viö hliðina. Glaðlega spjallaði það saman um mat, uppáhaldsumræöuefni Dana. Eg varsársvöng. Loksins komu tveir fílhraustir karlmenn að fylgja mér í mynda- tökuna. Þetta fannst mér ofrausn, varla þyrfti nema einn til aö aka mér á vagni. Þá fyrst sá ég grund- vallarmun á dönskum sjúkra- húsum og íslenskum. I þeim dönsku eru tröppur upp og tröppur niður, lyftur eru bæði fáar og smá- ar. Skrýtið að vera borin fyrst niður einn stiga og svo upp annan eins á móti. Þetta þættu íslenskum sjúkraliðum líklega ekki góðar vinnuaðstæður. Röntgenlæknirinn var einnig kona. Hún myndaði auman fótinn í bak og fyrir. Ég beið á meðan hún framkallaöi myndirnar. Þetta virtist vera allt í lagi, sagöi hún. Ekkertbrotaðsjá. Læknirinn á slysadeildinni var sömu skoöunar. Fóturinn var heill. Eg mátti fara heim. Ung hjúkrunarkona heimtaði þó að fá að bólusetja mig gegn stífkrampa áður. Eg taldi slíkt algeran óþarfa. Hún sagði aftur aö slíkt væri ævinlega gert á dönskum spítölum. Með hjálp komst ég í buxurnar aftur. Bað um að hringt yrði á leigubíl fyrir mig. Læknirinn sagöi hins vegar að leigubílastæði væri þegar komið væri út úr spítalanum. Þar gæti ég fengið bíl. Mér fannst þetta kuldalega sagt, sá konan ekki að ég gat varla gengið. Þakkaði þó bara fyrir mig og haltraði út. Enginn leigubíll á stæðinu. Nú varð ég reið. Þarna stóö ég sárveik, gat varla gengið og öllum virtist vera nákvæmlega sama. Þegar ég sá strætó koma og stoppa hinum megin við götuna ákvaö ég aö þessir rækallans leigubílstjórar gætu bara átt sig. Ég færi með strætó. Tókst að kom- ast yfir götuna án þess aö láta keyra yfir mig, sá að strákurinn ungi haföi lagt hjólinu mínu snyrtilega við girðingu og læst því. Ég steig upp í næsta strætisvagn og fór heim. Stiginn upp á þriðju hæö var erfiöur. En þetta haföist. Það var greinilega ekkert að mér. Næstu dagana kom hins vegar í ljós að sársaukinn hafði ekki verið alveg ástæðulaus. Ég varð smátt og smátt blá frá hné og niður á ökkla. Síðan svört. Loks gul. Hægri fóturinn var einnig talsvert gildari en sá vinstri. Á þriöja degi gat ég hins vegar náð í hjólið mitt og það sem meira var, hjólað á því heim. HRESS OG ENDURNÆRÐ - HVERN DAG Það er stórkostlegt að vakna á hverjum morgni hress og endurnærður. Til þess að það sé mögulegt þarf góða dýnu sem aðlagar sig líkamanum og styður vel við á réttum stöðum, eins og Latex-dýnan frá Dunlopillo og Lystadún. Flestir þeir sem reynt hafa mæla með Latex-dýnunni sem því besta. Hún er ekki of hörð og ekki of mjúk. Með Dunlopillo Latex- dýnunni frá Lystadún færðu betri nætursvefn. merkið sem tryggir fyrsta flokks vöru. Dunlopillo rúmbotn, sem byggður er upp af beinum, fjaðrandi rimum, eykur hæfni dýnunnar til að fylgja eftir ávölum línum líkamans. Dunlopillo rúmbotn er til i ýmsum stærðum og hann má fá í flest rúm. Dunlopillo koddarnir tryggja djúpan og afslappandi svefn. Latex koddarnir eru ofnæmisr’rófaðir og tilvaldir fyrir þá sem þjást af asma, heymæði eða migreui. Dunlopillo® LYSTADÚNVERKSMIÐJAIM, SÍMI 84655 Á Akureyri: Húsgagnaversl. Augsýn. 22. tbl. ViKan 39
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.