Vikan


Vikan - 14.06.1984, Síða 4

Vikan - 14.06.1984, Síða 4
Bleikja hefur tekið í Soginu skammt fyrir neðan Þrast- arlund. LOKSINS er sá tími kominn er ýmsir hafa rennt og fengið lax eða silung en aðrir bíða og hlakka til komandi daga. Veturinn hefur verið erfiður, veðurfar slæmt, að minnsta kosti hér sunnanlands, og hefur margur veiðimaður þá látið hugann reika til síðasta sumars þegar hann glímdi við stórfursta vatnanna. 1 hugum margra veiöimanna er sjóbirtingur fyrsti vorboðinn en hann má veiða frá 1. apríl. Er það bæði niðurgöngufiskur og göngu- fiskur sem menn reyna að ginna til að taka öngulinn, en meö mis- jölnum arangri. Sjóbirting er helst aö fá í ánum sunnan- og vestanlands. A Suðurlandi er það helst Geirlandsá í V-Skaftafells- sýslu og svæöið þar í kring. Einnig hafa Rangárnar góöan sjóbirting en í ánum vestanlands er hann minni. Þar er hann helst í Laxá í Kjós, Laxá í Leirársveit og einhverjum fleiri. Sjóbirtingur er skemmtilegur á færi, stekkur og djöflast mikið en hefur ekki sama úthald og laxinn. Sundhraði sjó- birtings er með ólíkindum. Ein- hvers staðar er skrifaö að hann gcti orðið um 37 km á klst. Laxveiðin I vertíðarbyrjun vakna margar spurningar um laxinn. Til dæmis: Veröur þetta gott eða slæmt veiði- sumar? Mun veiöin á Norðaustur- landi komast upp úr þeirri ládeyðu sem hún hefur verið í? Verður mikið um stórlax eða smá- lax í ánum í sumar? Við þessu fæst ekkert svar fyrr en líður á veiöitímann. Aflahæsta veiðiáin í fyrrasumar var Laxá í Kjós með 1.995 laxa. Þær veiðiár sem oftast hafa barist um titilinn sem aflahæsta á lands- ins eru: Þverá í Borgarfirði, Laxá í Aðaldal, Miðfjarðará og Laxá í Kjós. Nokkrar aðrar fylgja svo fast á eftir. En aflamagniö eitt segir ekki til um hver sé besta veiöiáin því stangafjöldinn er mis- jafn í hverri á. Líklega hefur Laxá a Asum oftast vinninginn i fjölda laxa á hverja stöng>En dagurinn er ekki gefinn í svona á og er lík- legt að hann kosti eitthvað yfir 10 þúsund á besta tíina í sumar. Laxveiði skapar glæstar vonir, mikla gleði og sár vonbrigði. Þeir sem hafa misst þann stóra bera þess jafnvel aldrei bætur. Sú saga hefur heyrst að veiðimaður Kistukvísl í Laxá í Aðaldal. Lax hefur tekið ofarlega i kvísl- inni en er landað nokkru neðar. Hann reynist 13 pund og alveg nýrunninn. 4 Vikan 24. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.