Vikan


Vikan - 14.06.1984, Page 13

Vikan - 14.06.1984, Page 13
Þegar ég verð stór. . . Steinunn pórö a rdóttir „Eg ætla að verða læknir af því að pabbi minn er læknir. Eg vil helst vera hjartalæknir eins og pabbi. Eg á líka læknadót og fer stundum í læknisleik.” Aðspurð hvort hún haldi að hún nenni að læra svona inikið eins og þarf til að verða læknir: „Já, já, ég held að þetta sé svo skemmtilegt.” Eftir dvölina á slysavarðstofunni: „Eg held ég vilji ekki vinna hér, frekar á Landspítalanum.” „Ég er nú að hugsa um að verða listamaður eins og Van Gogh, helst frægari en hann. Eg á bækur um listamenn og eina um Van Gogh og svo á ég málaradót sem ég nota stundum.” Davíð lór i læri á vinnustofu Hrings Jóhannessonar í leiöangrinuin og var enn staðráðinn í að fara listabrautina þegar hann kvaddi lista- inanninn. Hildur Sigurðardóttir „Eg ætla að veröa flugfreyja þegar ég verö stór af því aö mér finnst svo gaman úti í löndum og svo er mamma líka flugfreyja. Eg hef einu sinni farið í flugvél þegar mamma var aö vinna. Þá fékk ég að sitja frammí og líka að rétta bakkana og svoleiðis. Svo þegar ferðin var búin var ég svolítið í Lúxemborg.” Davíð Ezra ( 24. tbl. Vlkan 13

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.