Vikan


Vikan - 14.06.1984, Page 15

Vikan - 14.06.1984, Page 15
• • • Þegar ÉG var lítil(l) Edda Björgvinsdóttir leikkona Edda Björgvinsdóttir leikkona hefur þurft að bregða sér í ýmis gervi, bæði í útvarpi, á sviði og í sjónvarpinu. „Ég man satt aö segja varla eft- ir mér öðruvísi en með þá blýföstu ákvörðun að verða leikkona. En nokkrum sinnum kom upp rödd skynseminnar sem benti mér á hvað þetta væri óskynsamleg ákvörðun hjá mér því það væri svo erfitt að komast í starf. Þegar þessi rödd lét í sér heyra íhugaði maður svo sem að verða kennari, sálfræöingur eða eitthvaö annaö og ég fór reyndar eftir þessari rödd þegar ég var komin með tvö börn eftir menntaskóla. Ég dreif mig í röntgentækni en hætti og fór í leiklistarskólann þrátt fyrir rödd skynseminnar. Annars átti fyrir mér að liggja aö verða leikkona. Þegar ég var lítil var ég eitt sinn stödd í barnaafmæli þar sem mjög aösópsmikil kona, Melitta Ur- bancic, var meðal gestanna. Eg sat þarna prúð og stillt eins og mín var von og vísa þegar þessi kona stóð upp, gekk að mér og sagði hátt svo flestir afmælisgestirnir heyrðu: „Þú átt einhvern tíma eft- ir að verða leikkona.” Hún sagði þetta viö mig sem hafði setið eins og brúða á meðan aðrir gestir flögruðu um. Þetta hefði verið skiljanlegra ef ég hefði veriö með einhvern leikaraskap eða fíflalæti og eitthvað sérstaklega áberandi. En ég varð leikkona og fyrstu minningu mína úr leikhúsi hef ég frá mömmu. Eg var í Þjóðleikhús- inu aö sjá Dimmalimm. Þegar sýningunni var lokiö og þessi skyndilega þögn komin, sem oft myndast þegar öllu klappi er lokið og tjaldið er dregið fyrir, stóð ég upp og kallaði hátt: „Dimma- limm, Dimmalimm, ekki fara.” En hún fór.” Forsætisráðherra okkar, Stein- grímur Hermannsson, var ekkert ólíkur öðrum börnum með það að eiga sér draumastarf í æsku: „Mig langaði snemma til aö verða smiöur. Afi minn var smið- ur og út allan barnaskóla vildi ég smíða eins og afi. En ég fór í menntaskóla og tók stúdentspróf 1948. Á meðan ég dvaldi innan veggja þeirrar stofnunar minnk- aði einhverra hluta vegna löngun- in í smiösstarfiö, þegar ég fékk áhuga á verkfræði. Ég lét drauminn um verkfræöina rætast og fór í rafmagnsverkfræði til Bandaríkjanna, lauk prófi þaöan 1952 og varð verkfræðingur hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur þegar ég kom heim. Síðan fylgdu önnur störf á þessu sviði en ég átti hins vegar erfitt meö aö flýja póli- tíkina þótt mér hafi reyndar aldrei fundist hún neitt eftirsóknarverð: Faðir minn var alþingismaður og ég alinn upp við skráargatið. ” Helga Thorberg leikkona Það var mikið á tali hjá Eddu Björgvins og Helgu Thorberg á síðasta ári og þær stöllur hafa átt sameiginleg áhugamál, Ella og leiklistina. „Ég ætlaði snemma að verða hárgreiðslukona eins og mamma en ég var ekki nema 12 ára þegar ég var orðin leið á starfinu. Þaö kom til af því aö ég var mikið að hjálpa mömmu, var til dæmis stundum í fullu starfi á Hvolsvelli á sumrin. Ég fékk nóg og eftir Var ráðherrastarfið drauma- starfið hennar í æsku? „Nei, ekki get ég nú sagt að ég hafi stefnt á ráðherraembætti né nokkuð annað sem tengdist stjórn- málum. Ég hrærðist í hjúkrunar- konudraumnum eins og svo m'argar stelpur. Ég man eiginlega ekki eftir öðru en því að ég var ósköp lítil þegar mig fór að langa til að veröa hjúkrunarkona. Af einhverjum ástæðum langaöi mig til að veröa hjúkrunarkona á milli- landaskipi. Þessi löngun mín í stúdentspróf ákvað ég að fara í viðskiptafræði. Sú ákvöröun mín mótaöist eingöngu af því aö ég áleit að þar með ykjust möguleik- ar mínir á að veröa rík. En ég komst aö því aö það var mikiö á sig lagt til að nálgast auðæfin. Eg heyndi að lesa í gegnum þetta en þetta var hreint og beint óþolandi. Ég hafði þá fengiö mikinn áhuga á leikhúsi, fór mikið í leikhús og það var skrambi erfitt að setjast niður meö bækurnar eftir góöar sýningar. Þetta fór svo þannig að mér fannst ekki ráðlegt aö halda þessu áfram og lenda kannski á taugadeild peninganna vegna svo ég skellti mér í inntökupróf í leik- listarskólann, og komst að. Þar hitti ég svo Eddu og við urðum vinkonur og höfum brallað ýmis- legt síöan. Ég á nú reyndar líka ágætis minningu úr minni fyrstu leikhúsferö: Égtýndist.” hjúkrunarkonustarfið kom líklega til af því að ég var mikiö innan um hjúkrunarkonur, var að vissu leyti alin upp meöal þeirra, Pabbi var yfirlæknir á Kleppsspítala og þar átti ég margar hjúkrunarkonu- fyrirmyndir. Þetta starf var lengi ofarlega í huganum en einhvern veginn atvikaðist þaö nú svo aö ég fór í menntaskólann og lauk stúdentsprófi. Kannski setti milli- landaskipiö strik í reikninginn. Ég fór í lögfræöi í Háskóla íslands og lauk lögfræðiprófi þaðan 1958. Ég var þá komin nokkuð í pólitíkina, fór fyrst á þing 1956 og var mikið í háskólapólitíkinni. En ég var barnakona og ef hiö akademíska frelsi hefði ekki veriö viö lýði í skólanum hefði ég kannski ekki lagt út í þetta nám með börn. Eg vildi vera sem mest með börn- unum og las mikiö heima. 1 dag er þetta mun erfiðara þar sem tíma- skylda setur strik í reikninginn. Ég dáist að hvað margar barna- konur geta í dag miðaö við aðstæður, hvort heldur þær eru í fullu starfi einhvers staöar, ætla að veröa hjúkrunarkonur, lög- fræðingar eða eitthvað annaö. ’ ’ Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra Ragnhildur Helgadóttir menntamálaráðherra 24. tbl. Víkan 15

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.