Vikan


Vikan - 14.06.1984, Blaðsíða 20

Vikan - 14.06.1984, Blaðsíða 20
1S Smásaga „Eg vil alls ekki vera kona þing- manns. Þaö er hræöilegt líf. Þaö verður erfitt fyrir börnin aö eiga fööur sem aldrei er heima.” „Börnin?” sagöi Kobert. „Hvaöan koma þau?" „Undan kálhausnum ef þetta heldur svona áfram,” sagöi hún. „Eg vil lifa eölilegu lífi og eiga eölilegan mann.” „Þetta eru aldeilis fréttir. Eg helt aö barn eyöilegöi allt fyrir ljósmyndastofu Diane Marcus.” „Eg sagðist vilja fá að bíöa þangað til allt væri komiö á hreini. Eg vann of mikiö og lengi til aö sleppa öllu þegar ég var að komast á tindinn.” „Þangaö kemstu aldrei.” „Þakka þérfyrir." „Þú kemst aldrei þangað því að þaö verður alltaf nýr tindur sem þarf að klífa. Þú vilt veröa þekkt- asti ljósmyndari landsins.” „Og þú veröur ekki ánægður fyrr en þú ert oröinn forsætis- ráöherra og hefur vinkonu þína og ráögjafa í Westminster til aö þrífa eftir þig. Paula Schofield tæki þaö aö sér.” „Hún yröi aö þrífa eftir þig. Hver annar notar gólfiö fyrir fata- skáp?” „Þú getur fariö beint til Paulu Schofield mín vegna.” Kobert fór og sótti svefnpokann sem þau höföu keypt fyrir brúökaups- ferðina til Suöur-Frakklands og lagöi hann á stofugólfið. Seinna fór hann úr stofunni og flutti inn í íbúö. Hann tapaði kosningunum. Diane hringdi til að tjá honum samúð sina. „Eg er blóðgaður en óbeygður,” sagöi hann. „Osigur er hluti leiksins.” „Þú hefur Paulu til aö hugga þig viö.” „Þú varst meö Paulu-dellu. Hún ergóðurfélagi.” „Þaö sést á árangrinum,” sagði Diane og lagðiá. Húninum aö baöinu var snúiö. „Eg er aö koma,” kallaði Diane, hleypti niöur í salernið, lét renna í vaskinn og leit á fötin sín. Hún fór fram og gekk beint aö stóra pianó- inu sem var notaö sem bar. „Hvaö má bjóða?” spuröi dökk- hæröur, laglegur maöur. Hann var á bláum jakka meö gylltum tölum. Barþjónn eöa einn þeirra einhleypu? „Hvítvin, þakka fyrir.” „Eg hef ekki séö þig áöur,” sagði maöurinn. „Eg hef ekki komiö áður. Eg heiti Diane.” „Velkomin um borö. Eg heiti Derek." Hann rétti fram höndina. „Diane og Derek — nöfnin eiga vel saman.” Hann rétti henni glasiö og þrýsti því í hönd hennar. Var hann aö reyna að tjá henni eitt- hvað? Eöa vissi maðurinn ekki hvaö hann var sterkur? „Þaö er gott aö kynnast fólki hérna,” sagði Derek. „Eg hef hitt stórkostlegar skvísur hér. Eg sleppi engum föstudegi úr.” Diane skildi ekki ástæðuna fyrst allar konurnar voru svona stór- kostlegar. Hann var tvímælalaust mest aðlaðandi maöurinn þarna inni. Svo kom hún auga á grannan mann með gleraugu og hálfhauks- legan vangasvip. Hann minnti hálfvegis á prófessor og hálfvegis á sjóræningja og hún fékk hjart- slátt. Hann var að ræða við einhverja heppna, laglega stúlku. Henni varö kalt þegar hún sá hann. Hann var ekki hluti af neinu. Hann var stjórnmála- maöur. Hana langaði mest til aö flýja. Hvað hlyti hann aö halda ef hann sæi hana hér eina talandi viö ókunnugan karlmann? Og það í boöi sem hún hafði aldrei komiö í áöur. Hvað var hann að gera hér? Hvers vegna var hann ekki í boöi meöPaulu? „Láttu eins og þér lítist vel á mig,” sagöi Diane við Derek og brosti eins blítt og hún gat. „Eg geri það,” sagði hann. „Eg þarf ekki aö þykjast neitt. Þú ert stórkostleg. Hvers vegna viltu aö ég séaðlátast?” „Séröu þennan langa þarna meö gleraugun og stóra nefiö? Þennan þrifna sem er sléttgreiddur um leið og hann vaknar? ” „Attu viö manninn sem er aö tala viö þessa fallegu, dökk- hærðu stúlku?” „Sumar konur eru ekki svona frekjulegar,” sagöi Diane. „Hvernig veistu hvernig hann lítur út á morgnana? Eg hélt aö þú hefðir aldrei komiö hingaö áöur. ” „Hann er maðurinn minn. ’ ’ „Fyndið, ég hélt að hingaö kæmu aöeins einhleypingar.” „Hann verður bráöum fyrrver- andi maöurinn minn,” sagöi Diane svo hátt að Robert heyrði til hennar. Robert kom til hennar. „Er þetta ekki Díana prinsessa?” sagöi hann. „Nei, sko, Idi Amin kominn,” sagöi hún og ætlaði að kynna Derek fyrir honum en hann var farinn. Georgina var komin í hans staö og ljómaöi öll. „Mikið er ég fegin að þiö hafið hist,” sagði hún. „Eg sá á umsóknunum að þið eigiö einstaklega vel saman. Þaö gleður mig mikiö ef þaö verða hjón úr pörunum mínum. Ég biö ekki um annaö.” „En þaö og risainntökugjald,” sagöi Diane lágt. „Þú hefur fólk grunaö um að hafa illan tilgang,” sagöi Robert. „Ætli það sé ekki árangurinn af nokkurra ára reynslu?” „Eg geri ráö fyrir aö það sama hafi fengið þig hingað en láttu mig ekki draga úr þér,” sagöi hún og sneri sérundan. Svo bætti hún viö: „Annars hef ég aldrei gert þaö.” Hún náði í kápuna sína. Hún heföi kannski verið áfram ef hún heföi verið leikkona eöa eitthvaö svoleiðis en hún ætlaði ekki að láta Robert vaða í kvenfólki á meðan hún stæöi ein og yfirgefin úti í horni. Það var of mikið. Kápan hennar var enn blaut. Eftir að hafa litið snöggt i kringum sig til aö sjá hvort Georgina horföi í áttina til hennar fórhún til dyra. „Eg skal ná í leigubíl fyrir þig ef þú bíður augnablik,” var kallað fyrir aftan hana. Hann var að fara ífrakkann sinn. En Diane haföi fengið nóg af karlmönnum þetta kvöldiö. „Ég get sjálf náö mér í bíl,” sagöi hún. „Náðu þá í bíl fyrir mig i leiðinni.” Þaö var engan leigubíl aö fá og sífellt rigndi. Diane ætlaði að spenna upp regnhlífina sína þegar hún mundi að hún haföi gleymt henni hjá Georginu. Samt var regnhlíf sett yfir höfuö hennar. Hún gekk áfram. Regnhlífin var á sínum stað. „Eg veit um staö sem hægt væri að komast inn á,” sagði hann. „Þaö er sætt veitingahús skammt frá.” „Attu við heima hjá þér?” „Hvernig datt þér þaö í hug?” „Nei, takk,” sagöi hún. „Ég er ekki ein af þeim stúlkum sem fer heim meö manni sem hún hittir í einhverjuboöi.” „Ég er ekki maður sem reynir aö táldraga stúlkur,” sagöi hann. „Ég held aö fólk veröi aö kynnast fyrst.” Þau voru komin til Marylebona Road. Gatan var eins og lækur. Hún horföi á leigubíla skvetta á fótgangandi fólk. Farþegarnir sátu rólegir inni í bílunum. Hún var oröin blaut þó aö regnhlífin væri yfir höfði hennar. Hann var enn blautari. 20 Vikan 24- tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.