Vikan


Vikan - 14.06.1984, Side 31

Vikan - 14.06.1984, Side 31
„Hvers vegna tókstu með þér samlokur ef þú ætlaðir aðeins að vera tilhádegis?” Lester roðnaði enn meira og hann ákvað aö segja sannleikann. „Eg var ekki kvefaður í dag. Ég skrópaði í skólanum. Mamma og pabbi vita þaö ekki. Þaö voru tvö próf í dag og ég vissi aö ég félli á þeim báðum. Eg ákvað aö lesa mikiö í kvöld og nótt og taka þau á morgun.” Viö heyrðum fótatak nálgast og þögðum. Baines nam staðar þegar hann sá okkur og son sinn. „Segöu þeim ekki neitt, Lester. Láttu mig um aðtala.” „Það er um seinan,” sagöi Pete. „Drengurinn hefur viöur- kennt að vera að heiman í dag.” Skelfingartónn var í rödd Lest- ers. „Ég hringdi ekki! Það er dag- satt!” Baines gekk til sonar síns. „Hvers vegna er sífellt ráðist á Lester?” „Við erum ekki að ráðast á Lester,” sagði Pete. „Enviðerum næstum sannfæröir um að nemandi hringdi. Allar hringing- arnar komu meðan kennsla stóö yfir svo aö eingöngu fjarverandi nemandi gæti hafa hringt.” Baines lét þetta ekki slá sig út af laginu. „Lester var varla sá eini sem ekki kom í skólann í dag.” Pete viðurkenndi þaö en hélt á- fram: „Fyrsta hringingin var fyrir átján dögum. Þá litum við á mætingaskrá í skólanum og níutíu og sex nemendur voru fjarverandi þann dag. Sextíu og tveir drengir voru fjarverandi og við töluðum við þá alla — son þinn líka. Þá var hann heima, kvefaður og einn. Þú varst að vinna og konan þín í af- mælisboði hjá vinkonu sinni. Sonur þinn sagðist ekki hafa hringt og við urðum að taka þaö gilt.” Lester leit biðjandi á fööur sinn. „Ég hringdi ekki, pabbi. Ég gætialdrei gert slíkt.” Baines leit í augu hans og svo svipbrigðalaust á okkur. Pete hélt áfram. „Næst var hringt klukkan hálfellefu í morg- un. Við fórum aftur yfir mætinga- skrá og sáum að aðeins þrír drengir höfðu verið fjarverandi bæði í morgun og daginn sem fyrst var hringt.” Veik von sást í svip Baines. „Hafiðþið athugaöhina tvo?” „Við ætluðum að gera það en einhver hringdi í dag svo að þaö reyndist óþarfi. Við litum aftur í mætingaskrá. Einn af þremur grunuðum var mættur í skólanum og getur því ekki hafa hringt.” „Hvað um hinn?” spurði Baines. „Hann er á sjúkrahúsi.” Baines greip hálmstráið. „Það eru símaráspítala.” Torgeson brosti. „Drengurinn fékk skarlatsótt á meðan hann var í öðru ríki með foreldrum sínum. Hann liggur á sjúkrahúsi í fimm hundruö mílna fjarlægð — og þetta voru innanbæjarsímtöl.” Baines leitáson sinn. Lester fölnaöi. „Þú veist að ég lýg ekki aöþér, pabbi.” „Auðvitað ekki.” En Baines var hálftortrygginn á svipinn. Utihurðin opnaðist og dökkhærð kona kom inn. Hún var föl en ákveðin á svipinn. „Ég fór út í búðir. Annars hef ég veriö heima í allan dag. Eg get gert grein fyrir öllum gjörðum Lesters.” „Mamma,” sagði Lester aumingjalega. „Þeir vita að ég skrópaðiídag.” Pete tók hatt sinn. „Eg vona að þið talið við son ykkar í kvöld. Þið eruð færari um þaö en ég.” Hann lagöi spjald okkar á boröið. „Við viljum fá ykkur á stöðina klukkan tíu í fyrramálið, öll þrjú.” Pete sagði um leið og hann ók frá gangstéttarbrúninni: „Það verður skolli erfitt ef þau halda áfram að ljúga fyrir hann.” „Ef þetta var nú enginn nemandinn?” „Eg vona þaö en viö vitum báðir að líkurnar eru níu á móti hundrað.” Pete andvarpaði. „Mér er ekki um svona. Sprengjuhótan- irnar eru slæmar en það er enn verra meðfjölskyldumálin.” Ég fór af stööinni klukkan fimm og var kominn heim um hálfsex. Nora, konan mín, var í eld- húsinu. „Eg las í blaðinu að það hefði veriö enn ein sprengjuhótun- in í skólanum í morgun.” Ég kyssti hana. „Og ein eftir matinn. Hún kom of seint til að komastíblaöið.” Hún tók lokið af pottinum. „Veistu hver hringdi? ” Eg hikaöi andartak. „Við höld- um það.” „Hver?” „Einn nemendanna, Lester Baines.” Meðaumkunarsvipur kom á andlit hennar. „Hvernig dettur honum annað eins í hug ? ’ ’ „Ég veit það ekki. Hann hefur ekki viðurkennt neitt enn.” Hún virti mig fyrir sér. „Þú ert þreytulegur, Jim. Er eitthvað verra en venjulega?” „Já, mikið.” Hún reyndi aö brosa. „Maturinn er að verða til. Talaðu viö Dave. Hann er úti í bílskúr að reyna aö koma bílnum sínum í gang.” Dave hafði sett blöndunginn á vinnubekkinn. Hann leit upp. „Skelfing hefur hitinn farið illa meðþig,pabbi.” „Þetta var erfiður dagur.” „Náöirðu náunganum?” „Það vona ég.” Dave var með grá augu eins og móöir hans. „Hver var það?” „Lester Baines. Þekkirðu hann?” Dave leit á vinnubekkinn. „Já.” „Hvernig strákur er hann?” Dave yppti öxlum. „Við erum bara málkunnugir, ekki meira.” Hann yggldi sig. „Viðurkennir hann þetta?” „Nei.” Dave náöi í skrúfjárn. „Hvernig þrengduð þið hringinn? ” Ég sagði honum það. Dave átti í einhverjum erfiðleik- um. „Er hann í vandræðum?” „Kannski.” „Hvað verður gert við hann?” „Ég veit þaö ekki. Hann hefur aldrei gert neitt af sér. Kannski verður hann látinn laus til reynslu.” Dave hugleiddimálið. „Kannski var hann að grínast. Það meiddist enginn. Hann kom bara í veg fyrir kennsluum tíma.” „Það hefði ekki verið neitt grín ef skelfing heföi gripiö um sig,” sagði ég. „Þá hefðu kannski margir meiðst.” Dave varð dálítiö þrjóskulegur á svipinn. „Við erum alltaf á þess- um eldvarnaræfingum.” Enda hafði ég treyst því þegar ég hringdi. Eg vildi ekki að neinn meiddist. Dave lagði frá sér skrúfjárnið. „Heldur þú að Lester hafi gert þaö?” „Hann gæti hafa gert það.” Já, Lester Baines hefði getað hringt tvisvar en ég hringdi í þriðja skipið. Dave þagöi um stund. „Tal- aðirðu við alla drengina sem voru fjarverandi þegar hringt var í fyrsta sinn, pabbi?” „Ekki ég en einhver talaði við þá.” Dave brosti hæðnislega. „Eg var fjarverandi þann daginn, pabbi. Þaðtalaði enginn við mig.” „Ég hélt ekki að þaö væri nauðsynlegt.” Eg hafði heldur ekki talið þaö. Annarra manna drengir geta gert slíkt en ekki sonur minn. Nú beið ég- Dave sagði hikandi: „Eg var líka fjarverandi ímorgun.” „Já,”sagði ég. Hann leit í augu mér. „Hvaö var þá um marga stráka að ræða?” „Þrjá,” sagði ég. „En einn heföi ekki getaö hringt. Hann var á sjúkrahúsi í öðru fylki.” Eg virti Dave fyrir mér. „Þá voru aðeins tveir grunaðir. Lester Baines — og þú.” Dave gerði sér upp bros. „Eg var heppinn! Eg fór í skólann og var í tíma þegar síminn hringdi i þriðja skiptið svo að aumingja Lester var einn eftir. ” „Já, aumingja Lester.” Dave vætti varirnar. „Stendur pabbi Lesters meö honum? ” „Eins og pöbbum ber.” Dave svitnaöi ögn. Hann fitlaöi eitthvað við blöndunginn eina eða tvær mínútur. Svo andvarpaöi hann og leit í augun á mér. „Faröu með mig niður á stöð, pabbi. Lest- er hringdi ekki inn sprengjuhótan- irnar. Eg gerði það.” Hann dró andann djúpt. „Eg var að grínast. Mig langaði í einhver læti. Eg vildi ekkertillt.” Eg hafði ekki viljaö heyra þessi orö en var þó í aöra röndina stolt- ur af syni mínum sem vildi ekki aö aörir liðu fyrir mistök sín. „Ég hringdi aöeins tvisvar, pabbi. Eg hringdi ekki seinna í dag.” „Eg veit það. Þá hringdi ég.” Hann horföi stórum augum á mig og skildi þetta svo. „Reynd- iröu að halda hlífiskildi yfir mér?” Eg brosti þreytulega. „Eg átti ekki aö gera þaö en feður hugsa ekki alltaf skýrt þegar synirnir eiga í hlut. Eg vonaöi aö það væri Lester.” Dave þurrkaði sér um hendurn- ar á tusku og viö þögðum. „Eg verð að segja þeim aö ég hafi hringt þrisvar, pabbi,” sagði Dave. „Þaö er ekki til neins aö koma öllum í vandræði.” Eg hristi höfuöiö. „Þakka þér fyrir, sonur minn, en ég stend við þaösem ég gerði.” Nú starði Dave á mig og mér fannst hann einhvern veginn stolt- uraf mér. „Fyrst borðum við,” sagöi ég, „svo hringjum við heim til Lesters eftir hálftíma. Það skiptir engu máli tileða frá.” Dave gretti sig. „Jú, fyrir Lester og fööur hans.” Eg hringdi um leið og viö kom- um inn. 24. tbl. Vikan 31

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.