Vikan


Vikan - 14.06.1984, Síða 34

Vikan - 14.06.1984, Síða 34
\3 Bílar Þegar Volkswagen var breytt úr bjöllu í Svona leit Golfinn út eins og Giugiaro skilaði honum í ágúst 1970. Honum var breytt lítilsháttar eftir próf í risablásara verksmiðjanna og settar á hann kringlótt- ar framlugtir. Hjá Volkswagen-verksmiðjunum urðu á sinum tíma til margar hugmyndir um arf- taka „voffans" eða „bjöllunnar" vinsælu. Hönnuðirnir gerðu módel (sum í fullri stærð) af tillögum sínum og eru þau geymd á safni verksmiðjanna í Wolfsburg i Vestur- Þýskalandi. Við sýnum hér sum þeitra. Á sjötta og sjöunda áratugnum gekk allt í haginn hjá Volkswagen, „bjallan" seldist og seldist. En til að halda þróunardeildinni vakandi og áhugasamri voru verkfræðingar og aðrir kunnáttumenn stöðugt að vinna að nýjum hugmyndum. Tillögurnar lentu allar á safninu hjá verksmiðjunum. Þegar halla tók undan fæti á áttunda ára- tugnum og aðrir smábílar fóru að seljast vel þurfti Volkswagen-risinn að grípa til betri ráða. Fenginn var til leiks í apríl 1970 italski hönnuðurínn Giugiaro og hann skilaði módeli af hugmyndum sínum í ágúst sama ár. Fyrsta útgáfan í fullri stærð kom á götuna 1971 en það var ekki fyrr en þrem árum síðar að bíllinn var skírður Volks- wagen Gotf. í maí 1974 gátu kaupendur valið á milli „bjöllunnar" og Golf og við vitum nú hvor hafði betur. Stækkuð mynd af Volkswagen frá yfirmanni hönnunardeildarinnar, Herbert Schafer. Kom of seint, vinsældir bjöllunnar voru farnar að dvína. Aftur reyndi Porsche 1957. Frambrettin eru rennileg og sleppt er stöllum undir hurðunum. Forfaðir Golfsins var hannaður 1968. Tæknin var þegar öll fyrir hendi. Meira rými bauðst í þessari hugmynd frá 1956. Of snemma á ferðinni, núna eru þeir rúmgóðu að komast í tísku. Rennilegt útlitið ber með sér svipmót sem einkennir hönnuðinn Porsche (tillaga frá 1952). Hægt var að setja þessa yfirbyggingu beint á vél og grind frá Volkswag- en. GOLF 34 Vikan 24. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.