Vikan - 14.06.1984, Síða 44
1S Framhaldssaga
honum að kenna, en hann varð að
gera það svo lítið bæri á. „Við þær
erfiðu aðstæður sem hér eru að
myndast getur enginn sagt hvort
ég bjargist.” Hann rumdi. Já, rit-
skoðari myndi telja að þetta ætti
við að bjargast úr átökum. Hún
myndi vita að þetta þýddi starfs-
frama hans.
„Það er ógerlegt af öryggis-
ástæðum að útskýra þetta nánar.
Aftur á móti hef ég ævinlega verið
heppinn. Ég var heppinn í aka-
demíunni, heppinn við brúna í
Angóla. Þú hefur ævinlega sagt
„Þú fæddist heppinn, Vikim” og
þú hefur yfirleitt á réttu aö
standa. Sjáðu hvað ég var heppinn
að kvænast þér! Svo eflaust er
engin ástæða til að hafa áhyggjur.
Ef aðstæður batna ætla ég sam-
stundis að sækja um leyfi til að þú
komir hingaö. Þetta er ekki sem
verst á sumrin.
Ég sendi innilegar ástarkveðjur
til þín og Alexei. Hvenær tekur
hann prófin sín?
Þinn elskandi eiginmaður.”
Hann undirritaöi bréfið
snyrtilega, eins og hæfði fyrrver-
andi verkfræðingi, fór svo út í
þyrluna sem beið eftir að flytja
hann til Barentsburg. Hann
kannaði veörið aftur og bjóst viö
aö það væri hægt að fljúga eftir
firðinum, rétt yfir yfirboröinu. En
það var óhugsandi aö fara í
skoðunarferö inn yfir landið. Stutt
flugferöin styrkti þessa skoðun
hans og þegar hann var kominn
sendi hann sveitina áleiöis á
ströndina viö Van Mijenfjörö.
Mennirnir gátu fariö á skíðum að
kofanum.
„GJÖRÐU SVO VEL að setjast,
Sandra. Ég vona að þér standi á
sama þó ég kalli þig skírnarnafni.
Við höfum hist áöur þegar öllu er
á botninn hvolft. Gamlir vinir,
ha?”
Skarpleitt andlit Phillpotts
hrukkaðist í frændsemisbros um
leið og hann benti henni aö setjast
í hægindastól.
„Þetta er ekki glæsilegt her-
bergi, er ég hræddur um.” Beina-
berar hendur hans bönduðu á litlu
skrifstofuna sem hann hafði
fengið úthlutað fyrir heimsókn
sína og hann togaði snyrtilega í
buxurnar viö blá jakkafötin um
leið og hann settist sjálfur.
„Gallinn við þennan stað er að
þeir viðurkenna bara hernaöar-
titla. Ef maður kemur hingað án
slíks veit enginn hvert hann á að
líta. Guði sé lof fyrir að þeir sáu
mér að minnsta kosti fyrir kaffi.”
Meðan hann blaðraði svona gleitt
voru augu hans önnum kafin við
að bera svipmyndir saman við það
sem hann haföi skráð fyrir ári og
lesið aftur þá um morguninn.
Flikkað sig svolítið upp, það eru
áhrif frá Júlíu, hugsaði hann, eða
þá frá kærastanum og hún var þó
áreiðanlega ekki ljóshærð? Enn
tennisleikarinn úr úthverfinu,
svolítið klunnaleg, óörugg, beina-
sleggja. Hvern andskotann sá
Þýskarinn við hana? Um leið og
hann rétti henni kaffibollann
reyndi hann aö skoða hringinn og
sá glampa á demanta en gat ekki
almennilega greint einstaka
steina. Andskotinn hafi þaö, ég er
að eldast. Fjarsýnn eins og ugla.
En ekki of gamall til að vita
hvenær stúlka hefur það sem gagn
er að og Drottinn minn, þessi
hefur það ekki. Af hverju þá dem-
anta? Af hverjuhjónaband?
„Mjólk og sykur?” Hann bauð
henni skálina og könnuna.
„Engan sykur, þakka þér
fyrir.” Hún brosti dauft, óörugg
yfir að vera rannsökuö, neyddi sig
svo til að hafa ekki áhyggjur.
Hann er fáránlegur með gamal-
dags oröfærið og riddaraliös-
skeggið og herdeildarbindið.
Philly frændi. Það hlæja allir á
skrifstofunni að árlegum heim-
sóknum hans. Hún þoröi að veðja
að hann grunaði ekki einu sinni aö
Júlía var kölluð „reiðhjóliö” á
bak. Þau voru öll á einu máli um
aö Philly frændi væri sakleysið
uppmálaö. Hann kunni eflaust
ekki einu sinni að stafa orðið
„kynlíf”. Samband þeirra Erichs
kom henni til að finnast hún ákaf-
lega reynd. Hún saup á kaffinu
sínu og ákvað aö árás væri besta
vörnin. Þegar allt kom til alls var
hann bara endurráðinn opinber
starfsmaður, „afturganga”.
„Þú ert þá kominn aftur.” Hún
reyndi að láta það hljóma ögrandi.
„Já,” tautaði hann, skildi
þankagang hennar. „Verð að
koma stöku sinnum. Það eru of
margir hér sem hafa meiri áhuga
á eigin frama en á óvininum.”
„Jæja, við erum ekki í stríöi, er
það?”
„Finnst þér ekki? Að mínu mati
erum við ákaflega nálægt því. Og
getur ekki veriö óvinur innan
borgarmúranna?” Hann lét
setninguna liggja sem snöggvast í
loftinu. „Jæja, ég heyri að þú sért
búin að opinbera. Það má ekki
óska stúlkunni til hamingju, ha?
En ég er sannfærður um aö þú ert
yfir þig sæl. Þetta er líka fallegur
hringur, að því er mér sýnist.
Hver er sá heppni?”
„Erich er rithöfundur.” Hún
fegraði ímyndina ósjálfrátt, forð-
aöist orðið „fréttamaður”. „Hann
er fulltrúi fyrir tímarit í Miinch-
en.”
„Æ, já. Aktuelle Nachrichten,
ekki satt?”
„Hvernig veistu það?” Tíma-
bundið sjálfsöryggi hennar var að
dofna. Henni hafði ekki geðjast að
tilvísuninni til óvinarins innan
borgarmúranna. Hún hafði ekki
sagt Erich neitt sem hann heföi
ekki getaö komist að sjálfur,
hreint ekkert ákveðið. Jafnvel í
gærkvöldi, þegar hann hafði verið
hirðulausari en venjulega og bara
spurt um Svalbarða í framhjá-
hlaupi, hafði hún ekki nefnt annað
en að til úrslita drægi um þessa
helgi. Hún hafði ekki vitað nein
einstök atriði; hún hafði bara
heyrt Anderson hershöfðingja
segja þetta.
„Hvernig ég vissi það?” spurði
Phillpotts góðlátlega, tók eftir því
af raddblænum að hún var ringl-
uð. „Æ, ég held aö Júlía hafi nefnt
það þegar við vorum að rabba
saman áðan. Ég er hræddur um að
hún sé svolítil kjaftaskjóða.”
„En hún þekkir ekki Erich!”
Hvað var Júlía að skipta sér af
þessu, fjandinn hiröi hana? Vang-
ar Söndru roðnuðu af reiöi.
„Mér skilst að þið hafið öll hist í
flugklúbbi.”
Það var satt. Júlía hafði komiö
einn dag út í Grimsbergen aö sýna
nýjustu eigu sína, ítalskan majór
úr flughernum sem hún staðhæfði
að væri snillingur í loftfimleikum.
Trúlega voru það rúmfimleikar.
„Er Erich góður flugmaður?”
„Ö, já! Dásamlegur. Við fórum
til Deauville fyrir hálfum mánuði.
Þaö var þar sem viö sáum ná-
kvæmlega svona hring.” Hún leit
ástúðlega niður á fingur sinn þó að
það vottaði líka fyrir óróleika í
svip hennar. „Hann er yndislegur,
finnst þér það ekki?”
„Ákaflega snotur.” Phillpotts
setti upp gleraugun og hallaði sér
fram. „Verulega ánægjulegur.
Vonastu til að halda áfram að
vinna eftir að þið giftið ykkur? ”
„Ekki ef hann fær starfiö sem
hann er að vonast eftir í Berlín.
Fjölskylda hans er þar, að
minnsta kosti móðir hans.”
„Og faðir hans? Viö vildum
gjarna vita heimilisfang föður
hans. Það er að segja ef þú ætlar
að halda hérna áfram. Að sjálf-
sögðu ekki annað en formsatriði.”
Phillpotts hóstaði lágt, eins og
hann færi hjá sér viö eigin
spurningar. „Þú þekkir kerfið.”
„Eg veit í rauninni ekkert um
föður hans.” Sandra fann allt í
einu til skelfingar. Hvað vissi hún
um Erich að undanskildu því
líkamlega? Hún vissi aö hann
haföi brúnan fæöingarblett á öxl-
inni, hún þekkti harðar bungur
handleggsvöðva hans, hvemig
hann andaði þegar hann svaf. Hún
vissi svo að segja ekkert um fortíð
hans. Hann talaði aldrei um hana.
„Ef til vill geturðu spurt hann
að því einhvern tíma.” Rödd Phill-
potts varð heldur minna frænd-
samleg. Allt sem hann hafði hing-
að til komist að í þessu samtali féll
ónotalega vel að lögregluskýrsl-
unni frá Miinchen. Erich Braun
var bókstaflega maöur án for-
tíðar. Það sem mest sagði var að
skattaferill hans hafði ekki hafist
fyrr en allt of nýlega, satt að segja
síðasta ár. Tuttugu og sjö ára
gamall Vestur-Þjóðverji, sem var
nægilega vel á sig kominn til að
fljúga flugvél, hefði engan veginn
getað komist undan herkvaðn-
ingu. í þegnskylduvinnu heföi
hann fengið skattanúmer. Hann
hlaut aö hafa skrökvað furðulega
góðri sögu að einhverri skattstofu-
blókinni til aö komast undan al-
þýskustu skyldunni af öllum, svo
allt væri með felldu. Jæja, Alles in
Ordnimg var orðalag sem yfirvöld
í Miinchen voru ekki líkleg til að
nota um feril þessa tiltekna herra-
manns lengur, svo var fyrirspurn-
unum fyrir aö þakka. Ekki svo aö
skilja aö neitt af þessu sannaöi að
hann væri njósnari Austur-Þjóð-
verja. En kommúnistar ráku
tímaritiö og það var ekki hægt aö
draga aðra ályktun.
„Skrifar hann annars um NATO
fyrir Aktuelle Nachrichten?”
„Já.”
„Hann kemst ekki að miklu á
fréttastofunni, gæti ég trúaö.”
„Ég veit það eiginlega ekki.”
Nú var hún vel á verði.
„Og hann spyr þig stundum?
Biður um hjálp, á ég við? ”
„Það væri einkennilegt ef hann
gerði þaö ekki, ekki satt?”
„Engu að síður vona ég að þú
segir honum ekkert.”
„Hann virðist yfirleitt vita
hlutina á undan mér.” Það var
satt. Erich var með ólíkindum
glöggur. Hann hafði gert sér grein
fyrir mikilvægi Svalbarða áður en
hún hafði svo mikiö sem heyrt
staðinn nefndan.
„Eins og?”
„Jæja. . .” Hún var að missa
44 Vikan 24. tbl.