Vikan

Tölublað

Vikan - 17.04.1986, Blaðsíða 5

Vikan - 17.04.1986, Blaðsíða 5
FI232 20. febrúar 1986 klukkan 5.15 kom Þór Eldon til mín og ferðin hófst. Þór er eiginmaður Bjarkar samkvæmt lögum og gamall vinur minn. Hann fór með mig upp á Skólavörðustíg og þar stigu inn í bílinn Björk sjálf og Sif systir Þórs. Hún varð okkur samferða hluta af ferðinni. Næsti viðkomustaður var Fagri-Hvammur í Hafnaríjarðar- hrauninu og Einar Melax bættist í hópinn. Við vinkuðum Degi og héldum af stað til Keflavíkur. Allir voru frekar syfjaðir. Á leiðinni yfir hraunið fæddist nafn þessarar ferðasögu. Eg horfði út um gluggann og út á sjóinn. Það var heiðskírt og tunglið speglaðist í fletinum. Ég gældi við gamal- gróna tilhugsun um að tunglið elti okkur og þegar við komum að flug- vellinum glampaði það á vélinni sem beið okkar. Þá gerði ég mér grein fyrir því að Kukl stundar útflutning á tunglskini. Og þarfn- ast það ekki nánari útskýringa. í afgreiðslunni á Keflavíkurflug- velli biðu okkar Sigtryggur, Gulli og Biggi. Sem sagt allir mættir. ÍÉUt. Jr--" ið gengum í gegnum formlegheitin og skiluð- um af okkur gíturum, bassa, hljómborði og trommum. Eftir að hafa fest kaup á söngvatni, súkkulaði og sígarettum í Fríhöfninni sameinaðist hópur- inn í þögulli athöfn. Fyrsti bjór- inn var drukkinn. (Ég minnist á það af tillitssemi við dulspekinga og bindindismenn að vörurnar, sem ég keypti í Fríhöfninni, kostuðu samtals 666 krónur. Aha!) En nú var tilkynnt að flug FI 232 til Glasgow og Kaupmanna- hafnar væri að hefjast. Flug- freyrinn Atli tók á móti okkur í vélinni en á leiðinni í sæti mitt tók ég eftir því að óvenju fríður hópur var samferða okkur. Þar ber náttúrlega fyrsta að telja Miss World eða Hófí eins og vinir hennar kalla hana. Þá var þarna skari af íslensku tískusýningar- fólki sem ætlaði að sýna Dönum ullarvörur og voru þau öll i ljós- bláum og bleikum lopapeysum en með hefðbundnu mynstri þó. Enda hafði einhver gálgafuglinn orð á því að það yrði nú aldeilis sögulegt ef vélin færi í Atlants- hafið. Þá tók ég eftir því að Sig- urður Helgason yngri var þarna í eigin persónu. Það sljákkaði nú í gálgafuglinum þegar ég benti honum á það. Já, og Ólafur Laufdal var þarna líka! Það var svo um kaffileytið sem „tunglffaugin" lenti í Kaup- mannahöfn. Og af því að ég er að skrifa fyrir Vikuna þá segi ég frá þvi að Miss World var síðust út úr vélinni en áður fór hún í annan kjól og setti upp kórónuna fyrir ljósmyndara sem biðu henn- ar á flugbrautinni. En okkar biðu þeir Sören tón- leikameistari í Kaupmannahöfn, Kenneth Krabat ljóðskáld og niu manna bifreið af FIAl' gerð sem átti eftir að verða farartæki okkar næstu tíu dagana. FROSTOG MEÐVITUNDARLEYSI Það fyi-sta sem lá fyrir var að halda rakleitt á blaðamannafund sem efnt var til í tilefni af útkomu síðustu breiðskífu Kukls, Holidays in Europe, og til kynn- ingar á tónleikum í Kaupmanna- höfn. Á fundinum leystu Kuklar- arnir úr svörum blaðamanna af eins mikilli kostgæfni og lista- menn eru yfirleitt færir um þegar þeir eru beðnir um að útskýra verk sín. Og þrátt fyrir að einn blaðamannanna hefði um tíma verið með það á hreinu að hér væri um einhvers konar „gospel“tónIist að ræða þá endaði þetta allt saman vel. Blaðamenn- irnir fóru af fundinum með fullar skrifblokkir af upplýsingum um það helsta sem gerst hafði í stærð- fræði og draumlífi heimsins síðasta árið. Eftir að hópurinn hafði hvílt sig og þeir bílprófslausu farið smábúllurúnt var lagt upp í ferðalagið til Hollands. Þar var meiningin að hítta sjálfan stór- söngvarann Einar Örn og hljóð- blöndunginn Mel Jefferson á þeim fræga Schipholflugvelli, á slaginu eitt á hollenskum tíma. Á slaginu ellefu á dönskum tíma var hins vegar brunað út úr Kaupmannahöfn og nú hafði danska skáldið Kenneth Krabat slegist í hópinn. að var sérkennileg til- finning að koma til frost- bitinnar Evrópu úr febrú- arhitanum á Islandi. Og við fengum svo sannar- lega að finna fyrir kuld- anum þessa nótt í Fíatin- um. Reyndar er ég varla hæfur til að lýsa keyrslunni þar sem ég var frávita af bílveiki og svefn- leysi. Til dæmis man ég það eitt úr ferjunni, sem sigldi með okkur yfir til meginlandsins, að í henni voru endalausir appelsínugulir gangar og rennihurðir úr stáli. Daginn eftir hélt ég að mig hefði dreymt að ég væri um borð í geimskipi. Svefninn var reyndar helsta vopnið gegn frostinu og skipst var á um að keyra og sofa og vera á landakortinu. Gulli ók svo fagmannlega síðustu tímana að við komum akkúrat í tæka tíð til Amsterdam þar sem dúett- inn frá Englandi var mættur til leiks. Og til að slá botninn í þessi fyrstu kynni mín af hinu dýrð- lega lífi rokkstjarnanna þá get ég þess að þegar við tókum fögg- ur okkar úr bílnum í Amsterdam kom í ljós að einkennilegar efna- breytingar höfðu átt sér stað í söngvatnsflösku sem hafði legið á gólfinu. Vatnið hafði skilið sig frá vínandanum og frosið. Já, frosið! TÓNLEIKAR Á VETRAR- BRAUTINNIOG í RISAKLÓM Nú tók hið eiginlega tónleika- ferðalag við. Allt Kuklið mætt og tilbúið í slaginn. Það fyrsta sem gert var í Amsterdam var að líta á staðinn þar sem fyrstu tónleikarnir yrðu. Það var Melk- weg, annar þekktasti hljómleika- og skemmtistaður borgarinnar. Staðurinn sá er við hliðina á lögreglustöðinni og hýsir jafn- framt tónleikasalnum tónlistar- klúbb, gallerí, bókaverslun, matsölustað og cannabis-bar. En það síðasttalda þykir jafnsjálf- sagt þar í borg og slagsmál á skemmtistöðum Reykjavíkur. Þegar við höfðum litið á staðinn fórum við á popparahótelið kunna QUENTIN HOTEL og komum okkur fyrir. Að því loknu vr aftur farið á Melkweg og hljóðprufað og snætt á matstaðn- um. Þá var aftur farið á hótelið og baðað og slappað af. Ég, Björk, Sif og Krabat horfðum á aldeilis ótrúlegan sjónvarpsþátt, Rokk gegn megrun. þangað til farið var á staðinn til að spila. Það var mikil spenna í öllum því þetta var fyrsti konsert ferðar- innar, mikið af nýjum lögum og Kuklið hafði ekki leikið með Einar Örn innanborðs síðan um jólin. Síðasti hálftíminn, áður en farið var á svið, fór í að semja dagskrána, stilla strengi, ræskja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.