Vikan

Tölublað

Vikan - 17.04.1986, Blaðsíða 28

Vikan - 17.04.1986, Blaðsíða 28
1 ur ofí ekki bara listrænt heldur og fjár- hagslega. Hann fær ákveðna upphæð til að vinna verkið og ekki eyri fram yfir það. Ef uppt.ökuáailunin gerir ráð fyrir 21 degi þá er bara tekið upp í 21 dag og allt miðað við það. Ég held að þetta sé eina leiðin til að gera hlutina - þetta kennir mönnum aga sem er ákaflega nauðsynlegur í þessum bransa." Ef við víkjum nú frá leikna efninu; hvað annað hefurðu á prjónunum? „Ég áfflér þann draum að með haustinu verði vikulega á dagskrá tveir íslenskir ])ættir í beinni útsendingu, á sunnudögum verði þáttur úr stúdíói - með innslögum - sem einbliti sér að listum og menningu, en þátturinn á miðvikudögum verði líkari Á líðandi stundu, eins og nú er, og íjalli einkum um neyslu og dægurvandamál. Það væri mikill sigur að koma þessum þáttum á fast; þannig held ég að sjónvarpið fái að nokkru rækt þjónustuskyldu sína bæði við menning- una og ni'ytendur. vo stefni ég að því að láta gera sem fiesta þætti úr röðinni Kvöldstund ð listamanni. Það eru ýmsar spenn- afidi uppstillingar í vændum þar.“ rafn hljóp fram á skrifstofu ritara ns og greip þar lista með væntanleg- lm þáttum. .VúVskulum sjá.. . það eru mörg spenn- andi nöfn í forvalinu - sem ég vona að geti orðið að veruleika. Dínamískar andstæður. Diddi fiðla ætlar til dæmis að ræða við Jón Þórarinsson tónskáld en þeir deildu á sínum tíma um poppútfærslur á klassík. Bubbi Morthens talar við Jónas Árnason sem gerði sínar Sithugasemdir við Bubba þegar hann var að byrja. Þá kemur Jakob Magnússon með hljómborðið og bregður á leik með Kristni Hallssyni óperusöngvara, Davíð i Oddseon ræðir við Þórarin Eldjárn og kynnir hann sem skáld, settu „eftir kosningar, að sjálfs<)gðu“ innan sviga - Kjartan Ragnars- son spjallar við Þorstein Ö. Stephensen, Valgeir Guðjónsson við Jón Ásgeirsson og svo framvegis. Ég tek það fram að enginn íira þátta hefur verið tekinn upp ennþá [jetta er í deiglunni og ég vona þessir íómamenn fyrirgefi mér þótt ég nefni nöfn eirra því að þetta gæti orðið geysilega sþennandi. ■ Ej ég á að halda áfram í sama dúr þá hef ég áhuga á að auka enn efni fyrir börn og unglinga. Þegar ég kom að sjónvarpinu var á | dagskrá einn þáttur hálfsmánaðarlega fyrir unglinga og hann var með erlendum myndböndum. Nú er fastur íslenskur ungl- ingaþáttur á föstudögum - Frumskógurinn og|Rokkarnir - og við höfum reynt að beita okkur fyrir því að meira íslenskt efni verði í Poppkorni sem tók við af Skonrokki. Barnaefnið: það eru nú uppi hugmyndir um að skipta Stundinni okkar í tvennt, annars vegar verði Litla stundin fyrir smábörnin og hins vegar Stóra stundin fyrir þá sem eru að komast á gelgjuskeiðið. Svo get ég nefnt þáttinn Smellir sem er þegar farinn af stað en þar kynnir einhver einstaklingur sinn eftirlætistónlistarmann. Ég á ekki von á öðru en þessi þáttur geti skotið rótum. Kvikmyndakróníkan er komin í gang og mig langar líka til þess að vera með röð spurn- ingaþátta; sömuleiðis er í undirbúningi þátt- ur um framúrstefnulist og vídeókúnst sem á að heita Eitt stykki tilraun. Viðtalsþættir eru líka alltaf vinsælir og við erum að undir- búa einhvers konar gestagang þar sem verði talað við þá sem eru áberandi á hverjum tíma á hvaða sviði sem er.“ Hvernig er með fjármálin? „Já, ég var einmitt að koma að því. Tíðni þessara þátta, sem ég hef verið að telja upp, ræðst nefnilega algerlega af því hversu mikið fé við fáum. Ég ætla mér að reka þessa deild innan þeirra marka sem fjárveitingavaldið setur og allt tal um að allir peningar verði brátt uppurnir er úr lausu lofti gripið. Við höfum skipulagt dagskrána mjög vel og höldum dampi fram á fyrsta sumardag, en þá má gera ráð fyrir að við förum að taka hlutunum með meiri ró. Sumarið verður notað til þess að safna í sarpinn og svo förum við af stað af margföldum krafti í kringum fyrsta vetrardag. Ég held að dálítið sumarfrí sé ákaflega nauðsynlegt bæði fyrir starfs- fólkið - sem ekki má sprengja alveg - og eins fyrir áhorfendur. Það er vetrardagskrá- in sem skiptir mestu máli við okkar aðstæð- ur.“ Þannig að með því að taka það rólega í sumar munu peningarnir endast til þess að framkvæma þær hugmyndir sem þú hefur verið að rekja? „Já, við ætlum að framkvæma þessa hluti en tíðnin ræðst, eins og ég sagði, af því hvað við fáum mikla peninga. Þetta er mikið spurning um það hvernig fjármagn- ið nýtist. Við gætum náttúrlega gert eitt heljarmikið kostúmdrama, períóðuverk Lénharð fógeta - sem myndi éta upp alla peningana okkar í einni svipan, en það er mun vænlegra að gera styttri verk sem ger- ast í okkar umhverfi. Gleymum því ekki að einn misheppnaður Lénharður fógeti kostar kannski jafnmikið og fjörutíu Kvöldstundir með listamanni." Nú ertu búinn að sitja hér í nokkra mánuði. Hvernig líðurþér? „Mér líður,“ svaraði Hrafn eftir svolitla umhugsun, „alveg þokkalega, þakka þér fyrir. Ég hef átt ágætt samstarf við fólkið hér á deildinni og andinn er góður. Það hlýtur að hvetja starfsfólkið til dáða þegar það finnur að fólk er almennt ánægt með dagskrána. Þá hneigjast menn síður til þess að skoða naflann á sér og geðvonskast þó bensínið sé stigið í botn. Ef það tekst að fylgja þessu eftir þá held ég svei mér að það verði allt í lagi að hafa hér einhverja við- dvöl. Annars hef ég nú alltaf hneigst til þess að fara úr einu í annað; líf mitt er eins og kaflar í bók. Ég hef verið hjá útvarpinu og sjónvarpinu, hjá blöðum og listahátíð og ég hef verið sjálfstæður kvikmyndagerðarmað- ur. Ef mér tekst að leggja mitt af mörkum til þess að sjónvarpið kasti ellibelgnum þá getur þetta orðið ánægjulegur kafli.“ Þú hefur ekki rekið þig á neina kefisveggi? „Ekki,“ svaraði Hrafn, „þannig að ég hafi beðið tjón af. Hins vegar er mér engin laun- ung á því að ég hefði ekkert á móti því að útvarpsráð yrði til dæmis yngt upp. Þar er nú enginn af minni kynslóð nema formaður- inn, Inga Jóna, og ég held að það yrði mikill styrkur fyrir pólitísku flokkana ef þeir yngdu hressilega upp hjá sér eftir næstu kosningar - og veitir ekki af. Unga kynslóðin á þar engan málsvara og fyrir því hef ég oft fund- ið. Það er ótrúlegt hvað menn eru þaulsætnir í þessu ráði. Það dugir ekki að endurnýja bara mína stöðu og aðrar hér inni á deild- inni; það verður að endurnýja ritstjórnina líka með reglulegi millibili." En ertu á móti útvarpsráði per se? „Neinei. Mér finnst ósköp eðlilegt að það sé einhvers konar ritstjórn yfir þeim fjölmiðli sem þjóðin á og sem er fyrir þjóðina alla og mér þykir ekkert athugavert við það að sömu hlutföll ráði á þessari ritstjórn og á Alþingi sem þjóðin kýs sjálf. Þetta er bara í samræmi við leikreglur lýðræðisins og við höfum enn ekki fundið neinar betri til að fara eftir. Ég held til dæmis að ef starfsmenn hér mynduðu útvarpsráð myndu þeir æði fljótt verða enn heimaríkari og sjálfsuppteknari en útvarps- iráð eins og það er nú. Hitt er svo annað mál að það væri óskandi að pólitísku flokkarnir skipuðu fulltrúa sína í ráðið á svipuðum forsendum og þeir velja fulltrúa í stjórn lista- hátíðar, sem eru nær undantekningarlaust fólk úr menningarlífinu. Ef einhver álíka sjónarmið réðu við skipun útvarpsráðs og aldurssamsetning væri önnur hefði það strax góð áhrif og vísaði veginn fram á við. Afstaða til fulltrúavals í ráðið mætti vera meira spennandi. Nú situr þar aðeins einn lista- maður- því miður.“ Nú^telja víst flestir að dagskráin hafi batnað að undanföi'nu og alltént fjörgast svolítð. Þurfti þá bara einn mann til það er að segja þig? „Hm.“ Hrafn vissi greinilega ekki alveg hvernig hann átti að svara þessu. „Ja, eins og ég sagði þér þá fór ég hér inn af því ég vissi að ég átti stuðn- ing hjá breiðum hópi dagskrárfólks sem síðan hefur komið til starfa, undir minni stjórn. Það þarf ekki alltaf mikinn kostnað til - þáttur á borð við þann þegar Megas ræddi við Bubba er til að mynda eitthvert ódýrasta dagskrárefni sem um getur; Glettur eru heldur ekki dýrar. Það eina sem er nauðsynlegt er kannski að stjórnandi svona deildar hafi hugmyndaflug til þess að láta sér detta sitt af hverju í hug og hafi stuðning samstarfsmanna til þess að framkvæma hugmyndirnar. Án framkvæmdarinnar er hugmyndin auðvitað einskis virði." Þú talaðir um kaflana í lífi þínu. Hvað heldurðu að þessi kafli verði langur - ef við gerum ráð fyrir að allt gangi að óskum innan stofnunarinnar á næstunni? Hrafn hló. „Ég settist ekki hérna til þess að breikka á mér rassgatið, eins og Dagur Sigurðarson orðaði það í frægri ljóðabók. Mér veittist skyndilega tækifæri til þess að blása lífsanda í ríkisstofnun og hversu lengi mér tekst að halda þessum lífsanda ræðst af svo mörgum tilviljunum, bæði í mínu lífi og annarra. Það sagði einhver við mig að ég væri að fórna frumburðarrétti mínum fyrir grautarskál - loksins þegar mér gæfist tækifæri til þess að gera myndir erlendis nokkurn veginn að eigin geðþótta þá tæki ég upp á því að setjast í helgan stein á ís- landi. Kannski er nokkuð til í þessu.“ Hrafn hló aftur. „En hversu lengi maður situr í þessum steini - það veit maður aldrei. Bara að maður fái þann helga stein ekki aftur í hausinn.“ 28 VIKAN 16. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.