Vikan

Tölublað

Vikan - 17.04.1986, Blaðsíða 16

Vikan - 17.04.1986, Blaðsíða 16
LÆKNISVITJUN Hér á síðunni birtast svör læknanna Gests Þorgeirssonar, Helga Krist- bjarnarsonar, Jóhanns Ágústs Sigurðssonar, Leifs Bárðarsonar, Óttars Guðmundssonar og Sigurðar Guðmundssonar við spurningum lesenda. Nú eru liðnar nokkrar vikur síðan við hófum þetta nýmæli og hefur það mælst afar vel fyrir. Við biðjum fólk að vera þolinmótt þó að svör við spurningum þess birtist ekki strax. Við reynurm að sinna öllum. Við bjóðum lesendum bæði að senda bréf með vandamálum sínum og hringja. Hringja má á þriðjudags- og miðvikudagsmorgnum frá níu til tólf. Bréfin, sem við fáum, verða að vera stutt, skýr og málefnaleg. Við birtum þau gjarnan undir dulnefni en nafn og heimilisfang verður að fylgja. ., , , . ......... Utanaskriftiner: Lækmsvitjun Vikan Frjáls fjölmiðlun hf. Pósthólf 5380 125 Reykjavik mniio- DEPRESSIVE SPURNING: Ég er 22ja ára og var fyrir 6 árum lögð inn á geðdeild vegna maníu, Síðan hef ég tvisvar verið lögð inn og var úrskurðuð manio-depressive. Fyrir 2 árum sleit ég sambandinu við lækninn og hætti að taka lyfið lithium. Mér hefur gengið vel í einkalífinu og vinnunni síðan en langar til að spyrja: Eru til einhver áhrifarík ráð við þessum sjúkdómi önnur en lyf? Er ástæða til að óttast að ég fari í þunglyndi eða maníu fyrst ég hef haldið jafnvægi í eitt ár? Hefur áfengi neikvæð áhrif á þennan sjúkdóm og á hvern hátt þá? Skiptir reglulegur svefn og mataræði máli til að halda daglegu jafnvægi? SVAR: Þessi sjúkdómur, sem stundum er kallaður sveiflusjúkdómur, eln- kenn/st af geðsveiflum þar sem skiptist á oflaeti og þunglyndi. Oflætistímabilið varir venjulega nokkrar vikur en þunglyndið getur varað nokkra mánuði. Þessi sjúkdómur virðist vera árstíðabundinn og ýmislegt bend- Ir til að dagsbirta og klukkur líkamans, sem stjórna svefni og vöku, hafi áhrif á hann. Um horfur er erfitt að dæma og þótt þessi sjúkdómur hafi tilhneigingu til að endurtaka sig þá eru sem betur fer margir sem læknast alveg. Eina lyfið, sem vitað er að geti fyrir- byggt hann, er lyfið sem þú nefnir, það er lithium. Lithium er steinefni sem finnst i náttúrunni og er skylt matarsalti. Ekki er vitað til að það hafi skaðleg áhrif á líkamann ef það er tekið i réttum skömmtum. Önnur ráð gegn þessum sjúk- dómi eru reglusamt iíferni og að forðast að lenda i streitu. Ýmislegt bendir til að svefn sé lykilatriði í þessum sjúkdómi. Það er þvi ráð- legt að reyna að halda sig við eðlilegan svefntíma. Flestum hentar að sofna um miðnætti og sofa i um það bil sjö og hálfa klukkustund og mikilvægt er að láta þetta ekki fara úr skorðum um helgar. HæfHeg útivera á þjartasta tima dags, einkum að vetrinum til, kann einnig að hafa viss fyrir- byggjandi áhrif á sjúkdóminn. Hvað mataræði varðar er rétt að forðast óhóflega kaffidrykkju og mjög saltan mat. Miklar reykingar, sérstaklega á kvöldin, og áfengis- notkun geta stuðlað að óregluleg- um svefni. Áfengisnotkun getur einnig valdið streitu sem er öllum óholl. Þeir sem hafa sveiflusjúkdóm þurfa, svipað og til dæmis sykur- sjúkir, að taka ábyrgð á sjúkdómi sínum og gæta meiri reglusemi en aðrir og sýna mikinn viljastyrk til að læknast af sjúkdómnum. HJARTAÐ SLEPPIR ÚR SPURNING: Mér finnst stundum eins og hjartað í mér sleppi úr slagi eða hreinlega stoppi. Ég er hræddur við þetta því ég held kannski að ég sé kominn með hjartasjúkdóm. Er það möguleiki þótt ég sé bara tæplega fertugur? Hvað getur þú ráðlagt mér í þessu sambandi? SVAR: Þvi miður er það svo að áunnir hjartasjúkdómar, eins og krans- æðasjúkdómar, geta lagst á fólk á þinum aldri, einkum ef það reykir mikið. Sem betur fer er það sjald- gæft og allar líkur eru á þvi að einkenni þin séu ekki vegna hjartasjúkdóms. Aukaslög geta komið frá for- hólfum hjartans og valda þau sjaldan miklum óþægindum og yfirleitt er engin ástæða til að meðhöndla þau eða hafa af þeim áhyggjur. Um aukaslög frá slegl- um hjartans getur gegnt öðru máli. Ef þau eru mjög tíð, koma i runum eða valda miklum óþæg- indum, svo sem svima eða yfirliða- kennd, getur verið ástæða til að meðhöndla þau. Meginatrlði er þó að kanna hvort um undirliggj- andi hjartasjúkdóm geti verið að ræða þvi aðalástæða fyrir þvi að setja fólk á meðferð við hjartslátt- aróreglu eru tið aukaslög frá sleglum hjartans i fólki með hjarta - sjúkdóm. Til þess að komast að skynsamlegri niðurstöðu skoðar læknir viðkomandi og ákveður hvort ástæða sé til frekari rann- sóknar, til dæmis með upptöku á hjartslætti í sólarhring með svo- nefndri holtersritun. Með henni fást einmitt upplýsingar um hvers konar aukaslög er um að ræða, hversu tíð og svo framvegis. Einn- ig er sjúklingurinn látinn merkja við ef hann fær einkenni og er upptakan frá þessum tima skoðuð mjög náið til þess að kanna hvort hjartsláttaróregla geti verið ástæða einkennanna. Auk auka- slaga getur verið um ýmislegt annað að ræða, svo sem leiðslu- truflanir, hröð hjartsláttarköst og fleira og getur orðið að bregðast við þeim vandamálum á annan hátt. Fólk á þínum áldri hefur þó mjög oft eitt og eitt aukaslag. Ef ekkert kemur fram við læknisskoð- un, sem bendir til hjartasjúkdóms, er engin ástæða til meðhöndlunar með neins konar lyfjum. Mörgum finnast þessi aukaslög meira áber- andi ef þeir drekka mikið kaffi eða reykja mikið og er það þá góð ástæða til að hætta hinu síðar- nefnda og draga úr hinu fyrr- nefnda. Ef þessi einkenni þín eru þrálát eða nýtilkomin eða hafa ágerst finnst mér sjálfsagt að þú leitir til þíns læknis og fáir málið athugað. ÚREGLU- LEGAR BLÆÐINGAR SPURNING: Um síðustu áramót voru tvö ár liðin frá því að ég byrjaði að hafa blæðingar. Vandamálið er að þær eru ekki enn orðnar reglulegar. Er þetta óeðlilegt? Á ég að leita læknis, ef svo er, og hvað gerir læknirinn? SVAR: Blæðingar geta verið mjög óreglulegar fyrstu árin eftirað þær byrja og það er ekkert óeðlilegt við það. Blæðingarnar sjátfar eru aðeins lokastig mjög flókins sam- spils milli hormóna i líkamanum. Talið er að fyrsta stigið eigi sér stað i miðtaugakerfinu. Hvetjandi efni, svonefnd FSH og LH, berast frá heiladinglinum til eggjastokk- anna. Við það fara eggjastokkarnir að framleiða hormón sem nefnist östrogen. Aukið magn östrogena verkar síðan oft hemjandi á heila- dingulinn. Við egglos kemursíðan nýtt hormón til sögunnar sem nefnist progesteron. Þessi horm- ón hafa síðan áhrif á slimhúð legsins og leiða til blæðinga með vissu millibili. Fyrstu blæðingar stúlkna eru oftast án þess að egg- los eigi sér stað. Það er þvi ekki fyrr en mjög nákvæmt samspil milli þessara hormóna hefur þró- ast að blæðingar verða reglulegar. Ef engin önnur einkénni en óreglulegar blæðingar eru til stað- ar mun læknirinn eða hjúkrunar- fræðingur útskýra þau mál nánar. Ef önnur óþægindi fylgja þessu líka getur verið að það þurfi að skoða það nánar til dæmis með „kvensjúkdómaskoðun". Slíkt er þó mjög einstaklingsbundið og afar sjaldgæft. 16 VIKAN 16. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.