Vikan

Tölublað

Vikan - 17.04.1986, Blaðsíða 23

Vikan - 17.04.1986, Blaðsíða 23
kvikmyndir sem ekki þóttu neitt sérstakar. Má nefna Love and the Pain and the Hole Damn Thing og Travels with Mv Aunt en þar þótti mörgum illa farið með góða skáldsögu. Maggie Smith stóð samt fyrir sínu og var enn einu sinni tilnefnd til óskarsverðlauna. Eftir þetta fer hún meira og meira að leika hin ýmsu karakter- hlutverk, ekki stór og ekki lítil heldur. Má nefna tvær myndir gerðar eftir sakamálasögum eftir Agöthu Christie, Evel Under the Sun og Death on the Nile. Það er svo fyrir hlutverk sem kvikmyndastjarna í California Suite sem hún fær önnur óskarsverðlaunin, nú fyrir leik í aukahlutverki. Að undanförnu hefur Maggie Smith leikið í fáum en vel gerðum myndum og hefur hún undantekningarlaust sýnt mjög góðan leik. Má nefna Quartett þar sem hún leikur heldri konu á þriðja áratugnum. Meðleikari hennar þar er Alan Bates. / The Missionary leikur hún einnig heldri konu, Lady Ames, sem virðist örugg um líf sitt þangað til annað kemur í ljós. Og í nýjustu mynd sinni, The Private Function, hefur hún fengið einróma lof fyrir hlutverk sitt sem metnaðargjörn eiginkona. Maggie Smith hefur aldrei þurft að hafa áhyggjur af útliti sínu, ólíkt mörgum öðrum leikkonum. Hún er fyrst og fremst hæfíleika- mikil leikkona sem ekki hefur þurft að leyna~ aldri sínum og hefur þess vegna elst eðlilega og leikur og vill leika konur sem eru á hennar aldri. Það eru víst flestir sammála um að Maggie Smith sé mjög góð leikkona. Margir aðdáendur hennar telja hana ekki geta gert mistök og hæla henni á hvert reipi fyrir hvað sem er. Aðrir telja hana fyrst og fremst hafa náð ár- angri í leikhúsi, en ferill hennar sem kvik- myndaleikkonu hafi valdið nokkrum vonbrigð- um. Þó eru hæfileikar hennar ekki dregnir í efa. Hún hefur á valdi sínu jafnmikla hæfileika fyrir gamanhlutverk sem dramatísk hlutverk. Það fer ekki á milli mála, þegar fylgst er með Maggie Smith, að þar fer leikkona af breska skólanum. Hún hefur á valdi sínu fallega rödd og fallegt mál sem lætur einkar vel í eyrum. Þó má segja, þegar horft er yfir nærri þrjátíu ára leikferil, að eitt kvikmyndahlutverk standi upp úr. Er það hlutverk skosku kennslu- konunnar í The Prime ofMiss Jean Brodie. Hún varð fræg eftir frumsýningu þessarar myndar og fékk óskarsverðlaunin fyrir hlutverkið. Maggie Smith er fædd í Ilford á Englandi 1934 og sótti nám í Oxford. í stað þess að fara í leiknám í hinn fræga Royal Academy of Dramatic Art, eins og flestir sem höfðu hæfi- leika gerðu á þessum árum, sótti hún um leik- listarnám í Oxford Playhouse School. Meðan á námi stóð lék hún í mörgum uppfærslum á vegum Oxford háskólans. Fyrsta hlutverk hennar var Viola í Jónsmessunæturdraumi Shakespeares. Þetta var 1952. Hæfileikar hennar til að túlka gamanhlutverk komu fljótt í ljós og á næstu árum tók hún þátt í mörgum revíum og kabarettum og ferðaðist bæði til Edinborgar og London. 1956 fór hún alla leið á Broadway í revíu sem kallaðist New Faces ofl956. Það var 1957 sem Maggie Smith lék í sinni fyrstu kvikmynd. Hún var þá stödd í London og lék í revíu sem kallaðist Share My Lettuce. Mótleikari hennar þar var Kenneth Williams sem hún sagði síðar að hefði kennt sér margt sem góður gamanleikari þarf að kunna. Henni var þá boðið að leika í kvikmynd er nefndist' Nowhere to Go. Mynd þessi var melódrama sem engum líkaði og gleymdist fljótt. Næstu árin lék hún í hinum ýmsu leikritum í West End í London, aðallega gamanleihritum. Það var svo 1963 að Sir Laurence Olivier bauð henni að gerast leikkona við breska Þjóðleik- húsið sem hann var þá stjórnandi við. Vinna hennar við Þjóðleikhúsið næstu árin varð til þess að farið var að telja hana með allra bestu leikkonum Breta. Önnur tilraun hennar við kvikmyndirnar var jafnmislukkuð og sú fyrsta. Var það gaman- myndin Go to Blazes. Varð sú mynd ekki til að auka frægð hennar á þessum vettvangi. í þriðju mynd hennar, V.I.P., sem var bandarísk, stal hún aftur á móti senunni frá ekki minni leikurum en Elizabeth Taylor og Richard Bur- ton. Lék hún heiðarlegan einkaritara og þótt hlutverkið væri ekki mjög stórt vakti hún mikla athygli. Fyrsta óskarstilnefningin kom fyrir leik í Ot- hello 1965. Það var Laurence Olivier sem leik- stýrði og lék Othello. Maggie Smith lék Des- demonu. Myndin var gerð eftir uppfærslu í Þjóðleikhúsinu og þrátt fyrir mikið lof, sem leikararnir fengu, þótti myndin ekki vel heppn- uð og áhorfendur létu sig vanta. Nú fór Maggie Smith að snúa sér meira að kvikmyndum. I kjölfar Othello fylgdi meðal annarra mynda The Pumpkin Eater sem er mjög góð mynd, leikstýrð af Jack Claydon eftir handriti Harolds Pinter. Meðal annarra leikara í þeirri mynd voru Anne Bancroft og Peter Finch. Einnig má nefna gamanmyndina Hot Millions þar sem hún fór á kostum sem gáfuð og úrræðagóð ævintýrakona. Það var svo The Prime of Miss Jean Brodie sem gerði Maggie Smith að kvikmyndastjörnu. Myndin er byggð á skáldsögu eftir Muriel Spark og fjallar um skoskan kennara og kven- nemendur hennar. Maggie Smith sýndi snilld- arleik og þótti hafa komið erfíðu hlutverki vel til skila. I' þeirri mynd kom kannski best fram sá eigin- leiki Maggie Smith að geta gjörsamlega skipt um tilfinningasvið i einni og sömu senunni. í kjölfar þessa leiksigurs fylgdu nokkrar 16. TBL. VIKAN 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.