Vikan

Tölublað

Vikan - 17.04.1986, Blaðsíða 54

Vikan - 17.04.1986, Blaðsíða 54
Forsetinn horfði á öldunginn í ruggustóln- um. - Guð minn góður! Þú ert. .. þú ert... - Þú þekkir mig! Aðrir þegnar þínir hafa hent gaman að svipmótinu, of heimskir til að gera sér grein fyrir að ég var. .. En það voru færðar sönnur á. .. Auðvitað var það sannað. Neðanjarðar- byrgin: 30. apríl 1945. Þannig vildum við hafa það. Eg hef verið þolinmóður. Vísindin voru okkur hliðholl en stundum varð ég að flýta gangi sögunnar. Okkur vantaði rétta manninn. Þú ert rétti maðurinn. Hinir voru ónothæfir, of framandi fyrir pólitíska heim- speki mína. Þú ert alveg kjörinn. í gegnum þig verður þetta auðveldara verk. En eins og ég sagði varð ég að hraða atburðarás sögunnar örlítið sakir aldui's míns, ég varð. - Þú átt við? - Já. Eg lét myrða Kennedy, forseta ykkar, og síðan bróður hans. - En hvers vegna seinna morðið? - Við höfðum vitneskju um að ungi maður- inn hefði borið sigur úr býtum í forsetakosn- ingunum. - En hvað ætlastu fyrir með mig? Mér var sagt að ég yrði ekki myrtur. - Má kynna læknana Graf og Voelker? Mennirnir tveir kinkuðu kolli til forsetans og brostu. - En hvað gerist? spurði forsetinn. - Augnablik. Ég verð að spyrja menn mína. Karl, hvernig fór með tvífarann? . - Prýðilega. Við hringdum frá býlinu. Tvífarinn kom á flugvöllinn á réttum tíma. Tvífarinn tilkynnti að hann myndi fresta förinni til morguns vegna veðurs. Síðan var tilkynnt að hann myndi láta aka sér í skemmtiferð, að hann hefði gaman af akstri í rigningu. - Og að lokum? spurði gamli maðurinn. - Tvífarinn er dauður. - Agætt. Snúum okkur að þessu. Veraldar- sagan og vísindin hafa komið á réttum tíma. Mennirnir leiddu forsetann að öðru skurð- arborðinu. Þeir báðu hann að afklæðast. Öldungurinn gekk að hinu borðinu. Lækn- arnir Graf og Voelker smeygðu sér í lækna- sloppana og hófu undirbúning aðgerðarinn- ar. Sá unglegri mannanna tveggja reis á fætur af skurðarborðinu. Hann klædd- ist fötum forsetans, gekk síðan að I líkamsstórum spegli á norðurveggn- um. Þar stóð hann i' fimm mínútur. ' Síðan sneri hann sér við. Þetta er kraftaverk! Engin ör eftir upp- skurðinn! Til hamingju, heiðursmenn! Hvernig farið þið að þessu? Adolf, sagði annar læknirinn, okkur hefur miðað mikið áfram síðan. .. Bíðið við! Það má ekki framar ávarpa mig Adolf, að minnsta kosti ekki fyrr en rétti tíminn er kominn eða þegar ég mæli svo fyrir. Þangað til verður engin þýska töluð. Ég er forseti Bandaríkjanna núna. - Já, herra forseti! Síðan færði hann höndina upp að efrivör- inni og þuklaði: - En ég sakna nú gamla yfirskeggsins. Þeir brostu. Þá sagði hann: Og gamli maðurinn? Við lögðum hann á rúmið. Hann vaknar ekki næsta sólarhringinn. Á þessu stigi hafa öll ummerki aðgerðarinnar verið þurrkuð út, afmáð. Við getum farið nú þegar, sagði Graf læknir. - En, herra forseti, ég legg til að maðurinn verði.. . Nei, það get ég sagt ykkur, hann er hjálparvana! Látið hann þjást eins og ég þjáðist. Hann gekk að rúminu og leit niður á manninn, hvíthærðan öldung á níræðisaldri. - Á morgun verð ég á einkaheimili hans. Ætli kona hans eigi eftir að njóta ástarleikja okkar? Hann hló hljóðlega. - Ég er sannfærður um, mein Fúhrer, afsakið! Ég er sannfærður um. herra forseti, að hún mun njóta þeirra innilega. - Jæja, komum okkur héðan. Læknarnir fara fyrst, þá við hinir, ýmist einn í einu eða tveir saman, skiptum um bíla, síðan bíður okkar góður nætursvefn í Hvíta húsinu. Hvíthærði öldungurinn vaknaði. Hann var einn í herberginu. Hann gæti flúið. Hann brölti úr rúminu, svipaðist um eftir fötunum sínum og þegar hann stikaði gegnum her- bergið kom hann auga á gamlan mann í stórum spegli. Nei, hugsaði hann. Guð minn, nei! Hann lyfti handlegg. Gamli maðurinn í speglinum lyfti handlegg. Hann gekk áfram. Gamli maðurinn í speglinum stækkaði. Hann leit niður á hendur sér; hrukkóttar og ekki hendurnar hans. Og hann leit niður á fæturna. Þetta voru ekki fætur hans! Þetta var ekki líkami hans! - Guð minn, ó, guð minn! Þá heyrði hann rödd sína. En þetta var ekki eiginleg rödd hans. Raddböndin höfðu einnig verið færð. Hann snerti háls sinn og höfuð. Engin ör! Hvergi ör. Hann fór í föt gamalmennisins og flýtti sér niður stiga- ganginn. Fyrstu dyrnar, sem hann bankaði á, voru merktar: húsvörður. Dyrnar opnuðust. Gömul kona. Já, herra Tilson? spurði hún. - Herra Tilson? Kona góð, ég er forseti Bandaríkjanna! Þetta er neyðartilfelli. - Ó, herra Tilson, þér eruð svo fyndinn. Heyrðu mig, hvar er síminn? - Nákvæmlega þar sem hann hefur alltaf verið, herra Tilson, rétt vinstra megin við útidyrnar. Hann gáði í vasana. Þeir höfðu skilið eftir skiptimynt. Hann gáði í veskið. 18 dollarar. Hann setti smápening í símasjálfsalann. - Frú, hvert er heimilisfangið hérna? Herra Tilson! Þér vitið heimilisfangið. Þér hafið búið hér um árabil! Þér hagið yður mjög undarlega í dag, herra Tilson. Og mig langar að segja yður nokkuð að auki. - Já, já, hvað er það? - Ég ætla að minna yður á að þér eigið að borga leiguna í dag. - Ó, viljið þér gjöra svo vel að segja mér hvaða heimilisfang þetta er? - Eins og þér. vitið það ekki! Það er 2435 Shoreham Drive. - Já, sagði hann í símann. - Leigubíl, mig vantar leigubíl að 2435 Shoreham Drive. Ég bíð á jarðhæðinni. Nafn mitt? Nafn mitt? Allt í lagi, nafn mitt er Tilson. Það þýðir ekkert að fara til Hvíta hússins, hugsaði hann, þeir eru búnir að ganga frá því. Ég fer til stærsta dagblaðsins. Ég segi þeim frá. Ég segi ritstjóranum allt. . . frá öllu sem gerðist. Hinir sjúklingarnir hlógu að honum. - Sérðu gaurinn þarna? Gaukurinn er einhvern veginn líkur þessum harðstjóra-gaur. Hvað heitir hann aftur? Bara miklu eldri. Þegar hann kom hingað fyrir mánuði hélt hann því allavega fram að hann væri forseti Bandaríkjanna. Það var fyrir mánuði. Hann nefnir það sjaldan núna. En hann hefur sko gaman af blaðalestri. Ég hef aldrei séð neinn jafnæstan í að lesa dagblöð. Hann veit reyndar mjög mikið um stjórnmál. Ætli það hafi ekki gert hann vitfirrtan, of mikil stjórnmál. Það glumdi í kvöldverðarbjöllunni. Allir sjúklingarnir tóku við sér - að einum undan- skildum. Hjúkrunarfræðingur gekk að honum. - Herra Tilson? Ekkert svar. - HERRA TILSON? -Ha. ..já. - Það er kominn matmálstími. Hvíthærði öldungurinn stóð upp og gekk hægum skrefum til matstofu sjúklinganna. 54 VIKAN 16. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.