Vikan - 17.04.1986, Blaðsíða 19
Sumir en ekkiallir vita ad
Ragga Gísla býr vió Tjarnargötu
i Reykjavík. Hitt vitafœrriað
þeir eru alls ekki aó Itringja i Itana
þegarþeir slá á þráóinn til Ragn-
hildar Gíslu Gisladóttur (Ragn-
liilciur G. Gisladóttir ísíma-
skránni) sembýr viö Tjarnarbraut
í Hafnarfirdi. ( Tjarnarbr í síma-
skrá). „Jú.jú, égj'œ ióulega sím-
tölin hennar, nú sídast í gœr, “
sagði elskuleg rödd eldri konu
þegar Vikunnar menn slógu á
þráðinn.
Gestsson flutti til Reykjavíkur fékk
ég stöku sinnum víxiltilkynningar
ætlaðar honum. Það var svo sem
ekkert við það að athuga og getur
meira að segja verið að það hafi
verið gagnkvæmt. Þegar hann
komst síðan til valda og áhrifa
innan Alþýðubandalagsins fékk ég
tvívegis boð um að sitja veislu í
rússneska sendiráðinu í tilefni af
afmæli byltingarinnar þar eystra á
sínum tíma. Eg sótti nú ekki þessi
boð en sendi boðskortin á póst-
húsið í von um að hinn rétti Svavar
ætti þess kost að sækja gleðskap-
inn. Eitt sinn sendi Skattstofan
mér harðort bréf um að telja ekki
fram eftirvinnu vegna einhvers
nefndarfundar í borgarstjórn. Eg
benti þeim ágætu mönnum á Skatt-
stofunni á að ég væri ekki í borgar-
stjórn, það væri annar Svavar og
málið um þessi hugsanlegu skatt-
svik min féll niður. Ég geri reyndar
ráð fyrir að Svavar borgarfulltrúi
hafi talið sitt fram. Annars er í
raun og veru stórfurðulegt hvernig
opinber stofnun getur ruglast á
tveimur mönnum þó að þeir heiti
sömu nöfnum þegar þess er gætt
að aldursmunurinn er allveruleg-
ur, fæðingardagar ekki hinir sömu
og nafnnúmer önnur. Þegar Svavar
Gestsson var ritstjóri Þjóðviljans
varð ég stöku sinnum fyrir ónæði
en jafnsaklausu og í fyrri tilvikum.
Að loknu löngu verkfalli hjá Dags-
brún hringdi einn af eldri félögun-
um í mig og hellti úr skálum reiði
sinnar vegna einhvers sem stóð í
Þjóðviljanum. Það var alveg sama
þó að ég segði honum að ég væri
alls ekki ritstjórinn, jú, hann hélt
það nú, hann hafði fundið nafnið
mitt í símaskránni."
En Svavar Gestsson er ekki í
skránni?
„Nei, formaður Alþýðubanda-
lagsins er nefnilega ekki skráður i
símaskrána og þetta hefur valdið
vandræðum. Mitt nafn er þar:
Svavar Gests framkvændastjóri, og
fullir menn klukkan þrjú aðfara-
nótt föstudagsins langa eru ekkert
að setja spurningarmerki við það
en það kom einmitt fyrir um síð-
ustu páska að sjómaður austan af
fjörðum ætlaði að hringja í Svavar
alþingismann."
Þetta hlýtur að vera óþægilegt?
„Ég er með rofa á símanum og
slekk einfaldlega á honum þegar
ég geng til hvílu en hafði gleymt
honum í þetta sinn. Ég fékk mér
þennan rofa ekki til að forðast
óþægindi af þessu tagi heldur til
að hafa frið fyrir drukknu fólki sem
klukkan fjögur um nótt þarf að
segja mér besta brandarann sem
það hefur heyrt um ævina yfirleitt
brandara sem ég sagði í útvarps-
þætti tveimur eða þremur dögum
áður - þeir eru bestir.“
Gunnlaugur Briem, trommuleikari
í Mezzoforte, er ekki sjálfur í síma-
skránni, að minnsta kosti ekki
þessari sem kennd er við árið 1985.
Það eru aftur á móti fjórir nafnar
hans og hefur því líklega verið úr
vöndu að ráða fyrir bresku um-
boðsmennina sem þurftu að ná tali
af trommaranum á dögunum - og
það kannski með stóra samning-
inn. Hvað sem áður hafði verið
reynt þá slógu þeir á þráðinn til
Gunnlaugs Briem á Bergstaða-
stræti en sá er í vinnutíma til húsa
á skrifstofu Síldarverksmiðja ríkis-
ins í Austurstræti.
„Já, það var hringt til mín eitt
kvöldið og spurt um Gunnlaug
Briem. Ég sagðist vera maðurinn
en þegar tónlistarmálin bar á góma
náði ég að koma í veg fyrir frekari
samræður. Þeir hafa líklega tekið
sénsinn á einhverjum Gunnlaugum
í íslensku símaskránni, jafnvel í
þeirri von að hægt væri að miðla
þeim áfram. Ég gat því miður ekk-
ert hjálpað þeim á þeirri stundu en
mig dauðlangaði hins vegar að
taka málin að mér og tromma dálít-
ið,“ segir Gunnlaugur og hlær.
„Það hefur annars nokkuð oft
verið hringt í mig út af Mezzoforte-
málum en venjulega hef ég afgreitt
það með hraði og vísað áfram en
þetta símtal fannst mér dálítið for-
vitnilegt. Ég hef svo líka verið
tekinn fyrir annan Gunnlaug Bri-
em en sá fæst við skrautritun og
er eftirsóttur á því sviði, auk þess
kunnáttumaður um letur og letur-
gerðir. Hann býr erlendis og fyrst
þegar spurt var um hann vissi ég
hreinlega ekki að þessi maður væri
til en komst svo að því hvers son
hann var og gat hjálpað fólki áfram
með þeirri vitneskju. Ég hef þó
orðið fyrir mestu ónæði í sambandi
við símhringingar til Gunnlaugs
J. Briem sem er þó í símaskránni.
Hann hefur starfað þónokkuð að
íþróttamálum og býr í Mosfells-
sveit og ég hef stundum sagt í
gamni að ég ætti eiginlega að fá
einhvers konar medalíu fyrir að
vísa á hann í sambandi við þessi
mál.“
En þið, þessir Gunnlaugar, eruð
allir skyldir, er það ekki?
„Jú, við erum það en pabbi minn
var einbirni svo það var ekki mikið
um Gunnlauga þaðan en afi minn,
Gunnlaugur, átti hins vegar ellefu
systkini og eru afkomendur þeirra
dreifðir út um allt.“
16. TBL. VIKAN 19