Vikan - 17.04.1986, Blaðsíða 34
I gagnfræðaskólanum, high
school, eru tímar í íslenskri
sögu og samtalstímar í íslensku.
Kennarinn er Leo Munro sem
hefur verið hér í mörg ár. „Ég
kom hingað árinu á eftir Ingólfi
Arnarsyni," segir hann. Lauren
segir að það sé mjög gaman í
tímum hjá honum, hann sé svo
léttur og skemmtilegur. Eftir-
tektarvert er hversu stilltir og
kurteisir krakkarnir eru enda
ríkja í skólanum ákveðnar aga-
reglur sem byggjast á því að
hver kennari beri ábyrgð á sín-
um bekk og hver nemandi beri
ábyrgð á eigin hegðun bæði
gagnvart sjálfum sér og skólafé-
lögum sínum. Brot á reglunum
þýðir refsing, mismunandi
ströng eftir vægi brotsins.
Kirkjan á Vellinum er eina
byggingin sem með réttu getur
kallast falleg. Hún er kölluð
Chapel of Light eða Kapella
ljóssins. Yfirmaður hennar er
kafteinn Philiph Anderson og
hér sýnir hann okkur hvernig
skápur breytist í bakgrunn fyrir
trúarathöfn gyðinga. Alls þjón-
ar kirkjan 7 mismunandi trúar-
söfnuðum og er breytt um altari
og helgimuni eftir því hver á í
hlut. Til að mynda er hafður
sléttur kross við lúterska messu
en honum síðan snúið við og
birtist þá Kristsmynd og er sá
kross notaður við kaþólska
messu. Einnig er þarna skírnar-
laug þar sem ætlast er til að
maðurinn fari alveg á kaf.
Kate og Roger Jerney eru ung,
barnlaus hjón sem nýkomin eru
hingað. Húsgögnin og dótið
þeirra var loks að koma eftir
þriggja mánaða bið en þau voru
heppin að fá íbúð strax því oft
er margra mánaða bið eftir fjöl-
skylduíbúð og á meðan beðið
er verða konan og börnin að
vera í Bandaríkjunum. Kate
minnir í útliti á íslenskar konur
enda kemur á daginn að pabbi
hennar er danskur innflytjandi
til Bandaríkjanna.
í Navy Exchange Store (stór-
markaður) er hægt að kaupa
allt sem þarf til heimilisins. Þar
er geymt fyrir þau sjónvarps-
tæki sem þau eru að borga inn
á. Þetta er tæki þar sem bæði
er hægt að horfa á amerískt og
evrópskt sjónvarp og segist
Kate vonast til að geta horft á
íslenskt efni. Roger horfir
áhyggjufullur á þegar Kate
skoðar fataslárnar og segir:
„Eyddu nú ekki alltof miklum
peningum, elskan.“ Reyndar
segir hann að það sé lítil hætta
á að Kate eyði miklu í föt á
Vellinum því hún sé nefnilega
búin að uppgötva fatabúðirnar
í Reykjavík - og var ekki lengi
að.
„Mail Call“ kannast maður við
úr Kanaútvarpinu. Það þýðir
að búið er að flokka póstinn á
auglýstum tíma og hans má
vitja. Pósturinn er tengiliður
við vini og ættingja og það þykir
alveg óbærilegt ástand ef póst-
urinn bregst.