Vikan

Tölublað

Vikan - 17.04.1986, Blaðsíða 27

Vikan - 17.04.1986, Blaðsíða 27
Hann hefur mörg andlit, Hrafn - mér finnst ég hafa tekið við hann ein- hver ósköp af viðtölum og engin tvö þeirra beinlínis um sama efnið. í þetta sinn var ætlunin að einbeita sér að nýja starfmu hans; hann er dagskrárstjóri innlends efnis hjá sjonvarpinu, eins og alþjóð mun vera kunn- ugt, og hefur þegar sett mark sitt á dag- skrána þó mánuðirnir í embætti séu ekki margir. Sjónvarpið virtist vera á öruggri leið norður og niður fyrir ekki svo löngu - þar ríkti hugmyndafátækt og deyfð, peningaleysi var sagt standa í vegi fyrir öllum nýjungum og flestir hæfustu starfsmennirnir voru annaðhvort farnir eða að tygja sig. Nú er öldin önnur, eða það hillir að minnsta kosti undir aldamót - flestir munu vera sammála um að dagskráin hafi tekið fjörkipp og gamli risinn uppi á Laugavegi er farinn að róta sér á nýjan leik. Byrjunin lofar sem sé góðu og kemur kannski ekki á óvart þegar hamhleypa eins og Hrafn á í hlut. A hinn bóginn urðu margir undrandi þegar hann sótti um þetta starf; hann hafði þá um árabil unnið sjálf- stætt að kvikmyndgerð og þrátt fyrir ýmis áföll virtist allt stefna í rétta átt og Hrafninn að komast á flug. Eg spurði því hvers vegna hann hefði valið þann kost að gerast yfir- maður í stofnun hér á Islandi. „Byrjunin var nú bara sú að ég sá þessa stöðu auglýsta í blöðunum,“ svaraði Hrafn, „og í upphafi hvarflaði ekki að mér að sækja um hana. Svo gerðist það að ýmsir kunningj- ar mínir úr faginu, svo og starfsmenn hér, fóru að hvetja mig til að sækja um og þá fór ég að hugsa málið. Eg hafði unnið hér sem undirmaður og haft mínar skoðanir á því hvað hægt væri að gera, skoðanir sem oft voru aðrar en þær sem fyrri ráðamenn höfðu haft. Smátt og smátt varð tilhugsunin um að setjast í þennan stól ærið kitlandi - um leið og hugsunin setti að mér hroll.“ Og nú sat Hrafn í þessum stól og lét fara vel um sig; hann var búinn að bjóða mér upp á ískalt Tab, setja klassíska miðaldamúsík á grammófóninn og segja ritaranum sínum að hann væri á „heví fundi“ sem mætti alls ekki trufla. Ég var farinn að skilja af hverju við höfðum farist á mis í fyrra skiptið. „Það sem úrslitum réð um það að ég ákvað að sækja um stöðuna,“ hélt Hrafn áfram, „var það að ég tók loforð af ýmsum ágætum fyrrverandi og núverandi starfsmönnum - sem horfnir voru héðan - um að þeir myndu styðja við bakið á mér með því að koma hér aftur í einni eða annarri mynd til starfa. Þetta hefur gengið eftir. Á þessum stutta tíma, sem ég hef verið hér, hafa - svo ég nefni bara upptökustjóra - þeir Egill Eð- varðsson, Björn Emilsson og Friðrik Þór Friðriksson hafið hér störf og starfskrafta þeirra tel ég mikils virði. að örvaði mig líka að sá hópur braut- ryðjenda sem á sínum tíma hratt af stað íslensku kvikmyndabylgjunni - með Landi og sonum, Óðali feðranna og þeim myndum öllum - hefur mjög svipaðar hugmyndir um það hvernig staðið skuli að gerð leikins efnis í sjónvarpinu. Þessar hugmyndir höfum við leiklistarráðunautur sjónvarpsins, Viðar Víkingsson, síðan mótað og það má segja að lykilorðið sé valddreifing. Þessi valddreif- ing byggist á því að fá hingað til starfa marga þeirra ungu leikstjóra sem stóðu að kvikmyndabylgjunni - svo sem eins og Ágúst Guðmundsson, Þorstein Jónsson, Kristínu Jóhannesdóttur, Friðrik Þór, Egil Eðvarðs- son, Lárus Ymi og nýgræðinginn Hilmar Oddsson svo ég nefni aftur nöfn og biðja þau að stúdera þau handrit sem hér liggja, eða koma með eigin hugmyndir, og ef þau finna feitt á stykkinu og treysta sér til að gera úr handriti gott kvikmyndaverk að veita þeim þá aðstöðu til þess. Suma höfum við svo fengið beint í ákveðna handrita- vinnu. Þetta á ekki bara við um kvikmynda- menntuðu leikstjórana; Viðar hefur um leið fengið Sigurði Sigurjónssyni ákveðin verk- efni í hendur, í framhaldi af vel heppnuðu áramótaskaupi, og varðandi handritin höf- um við leitað sérfræðiálits Sveins Einarsson- ar sem hleypti lífi í íslenska leikritagerð við leikhúsin í sinni leikhússtjóratíð og var á sínum tíma aðstoðarleikstjóri Rolfs Hedrich í Laxnessseríunni. Grundvallarhugmyndin er sú að leikstjórarnir séu gerðir ábyrgir fyrir hinu fullkláraða verki og taki ekki að sér handrit nema þeir hafi fulla trú á þeim. Leikstjórn við sjónvarp á ekki að vera at- vinnubótavinna. Gangur málsins hér í sjón- varpinu hefur alltof oft verið þannig að leik- stjórar hafa fengið upp í hendurnar handrit sem þeir hafa verið ráðnir til þess að leik- stýra, burtséð frá því hvort þeir trúðu á verkið eða ekki. Ef illa tókst til gat höfund- urinn kennt leikstjóranum um og leikstjór- inn slæmu handriti. Sú hugsun sækir að manni að handritin sjálf hafi því miður stundum verið valin eftir—alls konar geð- þóttasjónarmiðum, allt frá pólitískri skyldu- rækni til einhvers ellilífeyrisþankagangs.“ Verður ekki hætta á að hlutur höfundar- ins verði fyrir borð borinn ef leikstjórinn skiptir mestu máli? „Báðir skipta jafnmiklu máli en gerum okkur grein fyrir því að íslenska kvikmyndin varð til fyrir framtak kvikmyndaleikstjóra. íslenska sjónvarpskvikmyndin er varla til ennþá - þótt nefna megi örfáar virðingar- verðar undantekningar - og ég held að það sé enn langt í að sjónvarpið verði samkeppn- isfært við þá bestu á frjálsa markaðnum. Til þess eru stofnanaíjötrarnir of miklir. En við ætlum að reyna og það er enginn vafi á því að ungu kvikmyndaleikstjórarnir munu ráða úrslitum. Þessi stefna, sem við Viðar höfum mótað, gengur út á að gera íslensku sjón- varpskvikmyndina að sjálfstæðri listgrein og ég vil taka það skýrt fram að markmiðið er gæði fremur en magn. Viðar á allan minn stuðning í þessari viðleitni og ég met vilja hansmikils." Ertu bjartsýnn? „Það veit ég ekki. Svona í meðallagi. Ég vil taka það fram að það er afskaplega óraunhæft að ætlast til þess að hér séu gerð fjölmörg afburða sjónvarpsleikrit á hverju ári. Ég spyr: hvernig er málum háttað í leik-, húsinu? Það er á mörkunum að þar komi fram eitt frambærilegt íslenskt leikrit á ári og stundum líða tvö þrjú ár án þess að slíkt verk líti dagsins ljós. Áf hverju ættu þá að þjóta upp fullsköpuð leikverk hér? Ef miðað er við til dæmis leikhúsin er ekki um auðug- an garð að gresja. Isambandl við leiknu verkin langar mig líka til þess að nefna að í vor stefnum við að því að endursýna öll verk Jökuls Jakobssonar fyrir sjónvarp. Þau eru fjögur og mynda ákveðið samhengi svo þarna gefst kostur á að skoða þróun bæði höfundarins og formsins; ég held ijónvarpsverk annarra höfunda en Jökuls gefi ekki tilefni til slíks. Viðar Víkingsson leiklistarráðunautur átti hugmyndina að þessu, hefur umsjón og mun kynna verkin hvert fyrir sig. Með þessu móti verður leik- listarráðunauturinn virkari en áður og það er afhinugóða. Ennfremur má nefna þátt eins og Glett- ur,“ hélt Hrafn þrotlaust áfram. „Þá þætti vinna leikarar og skemmtikraftar sjálfstætt og algerlega eftir eigin höfði; við gerðum ekki annað en að skrifa Leikarafélaginu, segja frá þessu og biðja um að fólk gæfi sig fram við okkur. Þetta er líka í anda vald- dreifingarhugmyndanna sem ég var að tala um.“ Hvað telurðu að hafi helst staðið íslensk- um sjónvarpsleikritum fyrir þrifum hingað til? „Handritin og tengsl höfunda og leikstjóra hafa verið veikasti þátturinn. Leikstjórinn hefur komið inn of seint, þegar endanleg ákvörðun lá alltof oft fyrir. Leiklistarráðu- nauturinn, Viðar Víkingsson, sagði nýlega á leiklistarþingi að leikritavalsnefnd sjón- varpsins hefði einkum samanstaðið af veður- fræðingum, sjálfskipuðum þjóðháttafræð- ingum og lögfræðingum - og á þá væntan- lega við útvarpsráð! Auðvitað er þetta sagt í gamni, en þessu gamni Viðars fylgir viss alvafa. Viðar hefur búið til, í samráði við mig, óbeinlínis að vísu, leikritavalsnefnd sem á að geta verið alveg hlutlaus, það er að uppistöðu sá hópur leikstjóra sem ég taldi upp áðan og rúmar fólk með allar hugsanleg- ar listrænar og pólitískar skoðanir. Ef ein- hvers staðar er feitt á stykkinu í þeim hand- ritabunka, sem hér hefur safnast saman, þá treystum við þessu fólki til að koma auga á það. Mestu skiptir að fagmennskan verði í fyrirrúmi og fagmennskan ein.“ Þú talar um handrit. En hafa handritin ekki frá upphafi verið veiki hlekkurinn hér á landi, bæði í sjónvarpi og kvikmyndum? „Ekki handritagerðin heldur úrvinnsla handrita og hugmynda. Hér í sjónvarpinu hefur raunin alltof oft orðið sú að leikstjóri fær handrit upp í hendurnar og svo á hann að leikstýra því eftir fáeinar vikur. Alla yfirlegu og undirbúning, áður en til upptöku kemur, vantar. Heppilegast væri vitanlega að leikstjórinn ynni tökuhandrit upp úr verki höfundarins í samráði við hann, hvort sem það er saga eða leikrit. Þá er leikstjórinn um leið ábyrgur fyrir verkinu. Ég get nefnt sem dæmi hvernig staðið var að kvikmynd- inni sem ég var að gera í Svíþjóð á síðasta ári. Þá fékk ég í hendur smásögu eftir Ivar Lo-Johansson og það var haldinn einn fund- ur með mér og ívari sem gekk út á það hvernig skilja ætti söguna. Að því loknu hafði ég algerlega frjálsar hendur, innan viðkomandi fjárhagsáætlunar að sjálfsögðu. Ég verð því einn kallaður til ábyrgðar ef myndin er klúður; sagan lifir eftir sem áður. Ég held að þetta sé mjög heppilegt fyrir- komulag og Englendingar vinna til dæmis mikið svona. Þar er leikstjórinn ætíð ábyrg- 16. TBL. VIKAN 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.