Vikan

Tölublað

Vikan - 17.04.1986, Blaðsíða 46

Vikan - 17.04.1986, Blaðsíða 46
Veist þú hvernig þú átt að fara að því að halda heilsunni á ferðalögum? Fjarlæg og framandi staðarheiti eru alltaf að verða kunnuglegri í eyrum okkar. Fleiri og fleiri ferðast innan- lands og utan og af mismunandi ástæðum, sér til skemmtunar, í verslunarerindum eða vegna menntunar. Því miður skemma veik- indi oft ferðalög fólks, veikindi sem oft hefði verið hægt að komast hjá. Athugaðu hvað þú veist mikið um einföldustu reglurnar í sambandi við ferðalög. 1. Til að koma í veg fyrir að eitthvað gleym- ist og til að fötin krumpist sem minnst ætti aldrei að pakka niður fyrr en á síð- ustu stundu. Satt ______ Ósatt _______ 2. Áður en lagt er upp í langt ferðalag, sérstaklega þangað sem þú hefur ekki komið áður, er ráðlegt að ræða ferðaá- ætlanirnar við lækni og tannlækni. Satt ______ Ósatt _______ 3. Sjúkrakassi ætti að vera með í ferðinni. Satt ______ Ósatt _______ 4. Ef þú þarft að taka sérstök meðul ætt- irðu að vera viss um að hafa nægar birgðir þangað til þú kemur aftur heim. Satt ______ Ósatt _______ 5. Athuga ætti að allir skór passi vel og séu þægilegir áður en þeim er pakkað niður. Satt ______ Ósatt _______ 6. Bólusótt er algengasti ferðamanna- kvillinn. Satt ______ Ósatt _______ 7. Niðurgangur orsakast ofast af menguð- um mat, mjólk eða vatni. Satt ______ Ósatt _______ 8. Viskí, romm, gin eða annað áfengi drep- ur sýklana í vatninu. Satt ______ Ósatt _______ 9. Þvoðu alltaf hrátt grænmeti og ávexti vandlega áður en þú borðar. Satt_______ Ósatt________ 10. Vertu ekki of lengi í sólinni í einu. Satt ______ Ósatt _______ 11. Athugaðu hæð yfir sjávarmáli, hita- og rakastig á þeim stöðum sem þú hyggst ferðast til og hagaðu þér eftir því. Satt ______ Ósatt _______ 12. Næg hvíld er mjög áríðandi á ferðalög- um. Satt ______ Ósatt _______ 13. Þú ættir að fara hægt í sakirnar hvað varðar mjög kryddaðan og framandi mat. Satt ______ Ósatt _______ 14. Te, kjúklingaseyði, eplamauk og soðin hrísgrjón stemma niðurgang. Satt ______ Ósatt _______ 15. Ferðamenn, sem þurfa að nota gleraugu, ættu að hafa með sér aukagleraugu. Satt ------ Ósatt _______ SVÖR 1. RANGT. Til að koma í veg fyrir þreytu og taugaspennu ætti aldrei að pakka niður á síð- ustu stundu. Með því að pakka niður í tíma geturðu athugað hversu mikið eða lítið þú þarft að taka með þér. Svo geturðu líka athugað hvort ferðatöskurnar eru í lagi. Farðu varlega í mat og drykk í kveðjupartíum. 2. SATT. Heimilislæknirinn þinn gæti ráðlagt þér ýmislegt, til dæmis í sambandi við sjóveiki- pillur eða hvort þú þurfir sérstakar bólusetn- ingar og gefið þér önnur heilbrigðisráð. Biddu hann að útbúa yfirlýsingu fyrir þig ef þú ert með sykursýki, hjartasjúkdóm, ofnæmi eða annað sem tillit þarf að taka til ef þú verður fyrir slysi. Þú ættir alltaf að hafa yfirlýsinguna á þér þegar þú ferð að heiman, jafnvel þó að þú ætlir bara út í næstu búð. 3. SATT. Ef þú þarft að fylla heila hliðartösku af pillum, meðalaglösum, dropum, smyrslum og teygjubindum ættirðu kannski ekkert að vera að ferðast. En það er ráðlegt að hafa með sér það nauðsynlegasta: grisju, plástur, verkjatöfl- ur, sárasmyrsl og ef eitthvað sérstakt er ráðlegt að hafa með sér, eftir því hvert ferðinni er heit- ið, til dæmis sólarolíu, moskítófæli eða smyrsl til varnar útbrotum. 4. SATT. Það getur verið að lyfið, sem þú þarft, sé ófáanlegt á þeim stað sem þú ferðast til eða erfitt sé að nálgast það. 5. SATT. Þreyttir og bólgnir fætur hrjá oft ferðamenn. Þegar þú ráðgerir ferðalag skaltu láta þægindin ráða en ekki glæsileika skónna. Kauptu skóna nógu stóra til að gera ráð fyrir bólgnum fótum. Notaðu skóna í nokkra daga áður en þú ferð. Ef þeir eru ekki þægilegir skaltu skilja þá eftir heima. 6. RANGT. Bólusótt hefur svo til verið útrýmt í heiminum. Samt skaltu athuga hvort bólu- setning þín er í lagi. 7. SATT. Niðurgangur er viðurkenndur ferða- mannakvilli, ekki bólusótt eins og einu sinni var. Á meðal algengustu orsaka niðurgangs er mengaður matur eða vökvi en um aðrar orsak- ir getur verið að ræða. Þreyta, spenna og breytingar á vatni, veðurfari eða mataræði geta einnig valdið niðurgangi. 8. RANGT. Ef þú ert í vafa með vatn skaltu sjóða það í 5 mínútur og setja 3 dropa af tinkt- úru (sem er lyf í alkóhóllausn) út í vatnið. Mjólk ætti einnig að hita upp að suðumarki. Áfengi drepur ekki sýkla og þar sem það er oft borið fram með ís getur ísinn bara verið frosið, mengað vatn. 9. RANGT. Það bætir ekkert að þvo ávexti né grænmeti úr menguðu vatni. Þú ættir aðeins að borða þá ávexti sem hægt er að afhýða og aðeins þá sem heilir eru. 10. SATT. Of mikið sólskin er slæmt fyrir húð- ina og getur valdið blöðrum, hita og flökur- leika. Ferðamenn ættu að athuga að sólin er hættulegri ef maður er í hitabeltinu eða þegar endurskin myndast af vatni eða snjó. 11. SATT. Hver og einn er aðlagaður heimaað- stæðum sínum. Ef þú býrð til dæmis við sjávarmál og ferð til Mexíkóborgar, sem liggur mjög hátt, ættirðu að hreyfa þig hægar en venjulega, hvíla þig meira og borða og drekka minna en venjulega þangað til líkami þinn hefur vanist breytingunni. Ef þú býrð á hálendi þar sem andrúmsloftið er þunnt muntu verða þungur á þér og ringlaður í Bombay á Ind- landi. Þar er hitastig hátt og sömuleiðis raka- stig þar sem borgin liggur við sjó. 12. SATT. Ferðalög eru þreytandi. Sífellt meira er að koma í ljós um flugþreytu. Flugvélar fljúga hraðar en líkaminn getur aðlagað sig. Breytingar á tíma, veðurfari, matar- og svefn- tímum, svo og annars konar mataræði og vatn, krefjast meiri aðlögunar en líkaminn ræður við. Hvíld er því ekki aðeins skynsamleg heldur bráðnauðsynleg. 13. SATT. Með öll hin vandamáhn, sem líkami þinn á við að stríða þegar þú ert á ferðalagi, máttu ekki búast við að miklar breytingar á mataræði verði til góðs. Borðaðu af ánægju, prófaðu nýja rétti en borðaðu ekki yfir þig af framandi mat. 14. SATT. Lækningakraftur í tei og kjúklinga- súpu er ekki bara kjaftasaga samkvæmt nútíma læknisfræði. Hvort tveggja inniheldur efni sem sefa marga algenga kvilla. 15. SATT. Það er betra að vera með aukagler- augu en þú gætir að minnsta kosti haft með þér forskriftina að þeim á öruggum stað. 46 VIKAN 16. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.