Vikan

Tölublað

Vikan - 17.04.1986, Blaðsíða 33

Vikan - 17.04.1986, Blaðsíða 33
I I Matvörumarkaðurinn, The Commissary, er rétt við hornið hjá Swetthjónunum, enda auð- heyrt að Patricia er vel þekkt hjá starfsfólkinu. Til þess að versla þarna þarf að sýna skil- ríki sem veita viðkomandi heim- ild til þess. Patricia safnar af- sláttarmiðum og hagar síðan innkaupunum í samræmi við þá. Richard er lítið hrifinn af þessu miðastússi konu sinnar en við- urkennir þó að þau spari þannig 4-5 dollara í hvert skipti sem þau versla. Maturinn er bæði fjölbreyttari og ódýrari en í verslunum í Reykjavík en mjólkurvörur eru flestar íslensk- ar og dýrari en hjá okkur. Þannig kostar 1 lítri af létt- mjólk 1 dollar. Tómatar kostuðu aftur á móti 26 cent stykkið, gúrkur 30 cent og icebergsalat- haus 29 cent. Larry er ellefu ára og er enn í barnaskólanum. Hérna er hann á bókasafninu, eða Media Cent- er, en mikil áhersla er lögð á að krakkarnir læri að nota það. Larry er í skólanum frá rúmlega 8 til 3 og þarf síðan að læra töluvert heima. Hann er líka í aukatímum því hann er hald- inn lesblindu. Auk skólans tek- ur hann virkan þátt í skátastarf- inu og oft hittast skátahóparnir af Vellinum og úr Keflavík. Eins fara krakkarnir stundum í or- lofshús á Hvítárvöllum þar sem þeir fá að njóta þess að vera úti í náttúrunni og elda mat á grilli. Lauren er 16 ára, táningurinn í fjölskyldunni, og herbergið hennar ber þess greinileg merki. Hún fylgist vel með íslenskri dægurlagatónlist því á hurðinni var hún með plakat af Rikshaw. „Ég vil ekki flytja aftur til Bandaríkjanna, mér finnst miklu betra að vera hér. Hérna getur maður verið seint úti á kvöldin án þess að vera drepinn og það er svo margt skemmtilegt hægt að gera. A föstudagskvöld- um eru böll í félagsmiðstöðinni, Youth Center, og eftir böllin förum við oft í leiktækjasalinn í Viking Arcade.“ „Hún fer oft til Reykjavíkur með vinkonum sínum og eyðir barnapíupening- unum sínum í undarlegustu föt,“ segir Richard. Barnaheimilið er ný bygging og þar er ekki kastað til höndunum eða byggt til bráðabirgða eins og varðandi flestar aðrar bygg- ingar á Vellinum. Hér er allt hannað með börnin fyrir aug- um; til að mynda eru allir ofnar uppi undir lofti þannig að börn- in meiði sig ekki á þeim. Hér er hægt að fá gæslu fyrir börn frá klukkan 7.15 á morgnana til klukkan 10 á kvöldin, en þessi þjónusta er ekki frí eins og flest önnur í hernum og borga þau Swetthjónin 160 dollara á mán- uði (gengi dollars 42,00). 4-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.