Vikan


Vikan - 17.04.1986, Page 33

Vikan - 17.04.1986, Page 33
I I Matvörumarkaðurinn, The Commissary, er rétt við hornið hjá Swetthjónunum, enda auð- heyrt að Patricia er vel þekkt hjá starfsfólkinu. Til þess að versla þarna þarf að sýna skil- ríki sem veita viðkomandi heim- ild til þess. Patricia safnar af- sláttarmiðum og hagar síðan innkaupunum í samræmi við þá. Richard er lítið hrifinn af þessu miðastússi konu sinnar en við- urkennir þó að þau spari þannig 4-5 dollara í hvert skipti sem þau versla. Maturinn er bæði fjölbreyttari og ódýrari en í verslunum í Reykjavík en mjólkurvörur eru flestar íslensk- ar og dýrari en hjá okkur. Þannig kostar 1 lítri af létt- mjólk 1 dollar. Tómatar kostuðu aftur á móti 26 cent stykkið, gúrkur 30 cent og icebergsalat- haus 29 cent. Larry er ellefu ára og er enn í barnaskólanum. Hérna er hann á bókasafninu, eða Media Cent- er, en mikil áhersla er lögð á að krakkarnir læri að nota það. Larry er í skólanum frá rúmlega 8 til 3 og þarf síðan að læra töluvert heima. Hann er líka í aukatímum því hann er hald- inn lesblindu. Auk skólans tek- ur hann virkan þátt í skátastarf- inu og oft hittast skátahóparnir af Vellinum og úr Keflavík. Eins fara krakkarnir stundum í or- lofshús á Hvítárvöllum þar sem þeir fá að njóta þess að vera úti í náttúrunni og elda mat á grilli. Lauren er 16 ára, táningurinn í fjölskyldunni, og herbergið hennar ber þess greinileg merki. Hún fylgist vel með íslenskri dægurlagatónlist því á hurðinni var hún með plakat af Rikshaw. „Ég vil ekki flytja aftur til Bandaríkjanna, mér finnst miklu betra að vera hér. Hérna getur maður verið seint úti á kvöldin án þess að vera drepinn og það er svo margt skemmtilegt hægt að gera. A föstudagskvöld- um eru böll í félagsmiðstöðinni, Youth Center, og eftir böllin förum við oft í leiktækjasalinn í Viking Arcade.“ „Hún fer oft til Reykjavíkur með vinkonum sínum og eyðir barnapíupening- unum sínum í undarlegustu föt,“ segir Richard. Barnaheimilið er ný bygging og þar er ekki kastað til höndunum eða byggt til bráðabirgða eins og varðandi flestar aðrar bygg- ingar á Vellinum. Hér er allt hannað með börnin fyrir aug- um; til að mynda eru allir ofnar uppi undir lofti þannig að börn- in meiði sig ekki á þeim. Hér er hægt að fá gæslu fyrir börn frá klukkan 7.15 á morgnana til klukkan 10 á kvöldin, en þessi þjónusta er ekki frí eins og flest önnur í hernum og borga þau Swetthjónin 160 dollara á mán- uði (gengi dollars 42,00). 4-

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.