Vikan

Tölublað

Vikan - 17.04.1986, Blaðsíða 50

Vikan - 17.04.1986, Blaðsíða 50
D R A U A R Á ÁKLETTABRÚIM Kæri draumráðandi. Ég er hér með draum sem mig dreymdi síðustu nótt. Ég tók í byrjun draumsins stræt- isvagn, mér sýndist hann fullur af furðulegasta fólki, þó sérstaklega afbrigðilegu fólki. Nú, svo man ég það næst að ég og vinkona mín vorum að keyra um í bíl. Bíllinn var ansi viðkvæmur og gamall svo vart mátti nota nokkurn hlut í honum. Er við vorum búnar að fara framhjá umferðarljósum og vorum að koma að brú einni mættum við svörtum kádilják. Sá bíll átti svo að víkja er við mætt- umst. En það var nú eitthvað annað. Kádiljákurinn fór þversum á veginum þannig að vinkona mín (er keyrði skrjóðnum) var nauð- beygð til að beygja út á hengiflug. Þar stöðvaði hún bílinn. Þá sáum við stráka koma út úr bílnum. Þeir ýttu okkur svo út af hengifluginu. Við lentum þó standandi og á kletti hinum megin. Þar sáum við hús sem ég labbaði til. Þar bank- aði ég og var hleypt inn í herbergi. Inni í herberginu var stúlka sem ég þekkti og spurði ég hana hvað hún væri að gera þarna. Því svar- aði hún ekki en sagði að ég ætti að láta vita ef ég vildi komast út. Ég lét þá aldeilis heyra í mér og sagði að ég vildi komast út. Þá komu sömu strákarnir og voru í hílnum. Þeir hleyptu mér út. Varð ég samferða einhverjum Ijós- hærðum strák og stelpu. Hún var alltaf að hvetja hann til að skrifa hjörtu sem hún hafði áður skrifað (það er að fara ofan í þau). Ég hvatti hann til þess svo hann lét tilleiðast. Þá komum við að sjoppu. Ég fór þar inn og sá nælu sem mig langaði í. Ég bað af- greiðslukonuna að láta hana á mig. Ég var með armband sem ég vildi láta setja næluna á. Meðan hún bjástraði við þetta leit ég út um dyrnar og sá þá strák sem ég þekkti, hann heitir X. Kom hann inn í sjoppuna borðandi lakkrís og sagði við mig: Þetta er æðis- lega góður lakkrís sem mamma þín gaf okkur í fjölskyldunni. Ég gat ekki annað en horft í augun á honum. Þau voru hnetubrún og hárið á honum næstum svart. Svo leit ég á höndina á mér, þar sá ég ekki næluna heldur sár þar sem hún hefði átt að vera. Svo vaknaði ég. Með fyrirfram þökk og von-um ráðningu. Draumadísin. Þessi draumur er nokkuð flók- inn, einkum vegna þess að ætla má að I hann blandist einhverjar hugsanir (um stráka) úr vökunni. En það sem helst vekur athygli boðar breyt/ngar i lífi þinu og þú munt þurfa að taka á honum stóra þinum til að geta tekist á við erfið- an vanda en munt koma sjálfri þér á óvart með því að standa þig betur en þú hefðir sjálf trúað. Inn I þetta blandast ástamál og ef til vill eru þau þungamiðja alls þess sem fram kemur i draumnum. Þú munt mæta hindrunum og leið- indum en jafnframt finna þig sterka. Ekki er vist að þú fáir alltaf hjálp þar sem þú býst við henni en á móti kemur að þú hefur gæfuna með þér þar sem þig síst grunar og I ástamálum verður að telja þennan draum þér hagstæð- an. Þú munt þó finna að eitthvað fer heldur betur á annan veg en þú væntir og munt ef til vill taka ákvörðun á næstunni sem kemur sjálfri þér og öðrum á óvart. Það gæti orðið spennandi framundan, ekki auðvelt en ekkert til að hafa áhyggjuraf. STÓRT UNGBARN Kæri draumráðandi. Mig langar að biðja þig að ráða fyrir mig draum sem mig dreymdi fyrir þónokkru og mér er mikið i mun að fá ráðningu á. Kærastinn minn, sem við skulum kalla X, hélt á barni sem átti að vera ung- barn en leit út fyrir að vera svona eins til tveggja ára. Ég átti að vera nýbúin að eiga barnið en samt leit ekkert út fyrir að ég hefði verið að eiga barn. Ég stóð hjá X, alveg fullklædd, og vildi ekki sjá barnið. Eg skildi ekki hvernig X gat verið svona hamingjusamur með það í fanginu og vildi ekki láta það frá sér. Svo allt í einu var komið fullt af fólki, það var að tala um eitt- hvað sem ég gat ómögulega heyrt. Þannig endar þessi draumur. Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna ef þú, draumráðandi góður, birtir þetta. 5793-8498 Þetta er frekar jákvæður draum- ur og táknar að þú munir á næst- unni sýna meira sjálfstæði i á- kvörðun en þú átt vanda til. Sennilega hendir þig eitthvað sem reynirá þig en þroskar þig um leið. Þú hefur verið ósjálfstæð efmarka má tákn draumsins og á þvi er að verða breyting. Þú þarft að taka á honum stóra þínum til að koma vel út úr þessu og allar Hkur eru á þvíað svo muni einmitt verða. LÖGGANOG SOS-NISTIÐ Kæri draumráðandi! Ég ætla að biðja þig að ráða fyrir mig draum sem mig dreymdi fyrir nokkru. Þannig var að systir mín var að fara inn í dal sem er hérna rétt inni í sveit og þar ætlaði hún að kaupa armband og ég fékk að fara með henni. Gamli maðurinn, sem seldi þetta, var blindur og hann sagði henni að armbandið, sem hún valdi, kostaði 300 krónur. Svo fékk hún hann til að lækka það niður í 90 krónur og þarna í daln- um, bara miklu lengra, var hús og við ætluðum að fara hinum megin út í garðinn. Þá sáum við að það var að koma ein lítil og ein stór rúta svo við flýttum okkur. Þá sé ég SOS-hálsmen á jörðinni sem ég var með þegar við fórum inn i dalinn. Keðjan var slitin þegar ég fann það á jörðinni. Svo reyndum við að fara yfir girðingu, það gekk erfiðlega en tókst að lokum. Svo vorum við allt í einu komnar inn í sjoppu og þar sá ég bekkjar- bróður minn sem er oft að stríða mér í skólanum. Það var lögregla með honum en lögreglur voru víst að leita að mér því ég hafði ekki komið í skólann. Þá segir bekkjar- bróðir minn við lögguna: Þetta er hún sem þið eruð að leita að. En ég held að löggan hafi ekki þekkt mig því að ég sá að hún leit á mig en gerði samt ekki neitt. Þegar ég var inni í sjoppunni var ég hrædd um að bekkjarbróðir minn myndi kjafta í lögguna. Þegar hann sér að það er ég þá tekur hann í mig en ég neita að fara en get ekki sloppið svo að ég fer í fýlu inn í bílinn og er þar allan tímann. Svo er löggan allt í einu komin I þyrlu og þá sér hún fullt af mönnum en þeir fela sig þegar þeir sjá þyrluna því að hún fer svo lágt, næstum fyrir ofan höfuðið á mönnunum. Þegar þyrlan var komin úr augsýn voru mennirnir að velta fyrir sér hverjir þetta hefðu verið og svo föttuðu þeir það og ætluðu að gera árás oa lögregluna. Jæja, þá er draumurinn búinn. P.S. Hvað er rétt heimilisfang hjá Póstinum. Ein sem vill fá ráðningu. Best að byrja á þvi síðasta. Ef þú vi'lt skrifa Póstinum er vist best fyrir þig að skrifa á umslagið: PÓSTURINN, VIKUNNI, pósthólf 5380, 125 Reykjavik. Og þá er það draumurinn. Draumráðandi verður að byrja á að lýsa þeirri skoðun sinni að þú hafir líklegast einhverjar áhyggjur afskólagöngunni, sumtafþvísem i draumnum kemur fram ber meiri vott um vonda samvisku en draumatákn. En ef þú hefur engil- hre/na samvisku gagnvart skólan- um skaltu ekki taka mark á þessu. Nóg er samt að hafa I draumnum af táknmyndum og hér kemur ráðningin. Eitt hrós i leiðinni. það hjálpar I þessu tilfelli talsvert að hafa nöfnin sem þú gefur upp i eftirskrift. Inntak draumsins er á þá leið að lánið leiki við þig á næstunni og þú mátt búast við þvi að það eigi jafnt við ástamálin (sem ég efast ekki um að eru þér hugfólg- in) og einnig I venjulegu veraldar- vafstri. Þú þarft að eiga við alls kyns drauga og samkeppni og ættir að hafa góða möguleika á að koma vel út úr því. Drauma- nöfnin gera útslagið viðvíkjandi hversu draumráðningin erjákvæð. 50 VIKAN 16. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.