Vikan

Tölublað

Vikan - 17.04.1986, Blaðsíða 51

Vikan - 17.04.1986, Blaðsíða 51
P 0 S T U R SVO OTTA- LEGA HEIMSK OG ALLTÞAÐ Kæri Póstur! Ég vona að Helga sé södd því ég er að deyja og þú ert mín eina lausn. Þannig er mál með vexti að ég er 1 5 ára og þjáist af minnimáttarkennd. Mér finnst ég svo hræði- lega heimsk og Ijót og ég veit að ég er það. Foreldrar mínir láta það óspart í Ijós þannig að ég hlýt að vera það. Til dæmis í fyrra var ég með 4-5 í öllum fögum og ég veit að ég næ ekki 9. bekk - og hvað segir fólk um mig þá? Ég er farin að hugsa um sjálfsmorð á hverju kvöldi. Ætti ég að leita til sálfræð- ings? Ein heimsk. P.S. Ég vona að ég þú svarir þessum spurn- ingum. Hvað má vera með margar einkunnir fyrir neðan 5 til að ná samræmdu prófunum? Er 9. bekkurorðinn skylda? Þú þjáist sannarlega afslæmri minnimátt- arkennd og finnstþú sjálf algjörlega ómögu- legt. Það er ekki óalgeng tilfinning og kemur fram hjá fólki á öllum aldri en ekki síst unglingum. Það er nú svo að enginn er fullkominn og reyndar eru allir menn óra- langt frá þvi þó svo að sumir virðist meiri kostum búnir en að'rir. En allir hafa eitthvað til síns ágætis og það er mjög mikilvægt að fólk gerir sér grein fyrir bæði kostum sínum og göllum. Allir þurfa að finna sína eigin sjálfsmynd, læra að þekkja sjálfa sig. breyta þeim ósiðum og göllum sem hægt er að bæta úrog sætta sig við annað. Efþú skoðar málið grannt og hlutlaust þá veistu vel að þú ert hvorki heimskari né Ijótari en annað fólk. Ef til vi'II ert þú ekkert gáfnaljós og ef til vill ekki heldur nein fegurðardrottning. En þú hefur samt margt gott til að bera. Foreldrar þínir meina áreiðanlega ekki eins illa og þú heldur. Þú ættir fyrir alla muni að reyna að ræða málin við þau og trúa þeim fyrir að þér líði illa. Varðandi skólanám getur víst enginn maður gert betur en sitt besta. Ef þú leggur þig fram við námið og reynir eins vel og þú getur þá verða bæði þú og aðrir að sætta sig við að meira er ekki hægt. En það er líka hægt að fá hjálp í einstökum fögum og fyrir alla muni ekki missa móðinn. Það eru margir sem ekki ná samræmdu prófunum og ekki farast himinn og jörð þess vegna. Það er bara að reyna aftur og velja sér síðan námsbrautir við hæfi. Samræmd grunnskólapróf eru tekin i fjórum fögum. íslensku. ensku. stærðfræði og einu Norður- landamáli. Skólarnir gefa líka einkunnir í þessum fögum og það er meðaltal einkunna úr samræmdu prófi og skólaeinkunnar sem gildir. Nemendur mega hafa undir 5 í tveimur greinum án þess að falla. Lokaeinkunnin gildirsíðan inn í alla framhaldsskólana. AÐDÁENDA- KLÚBBUR DAVID BOWIE Elsku Póstur! Hvert er heimilisfang aðdáendaklúbbs David Bowie. Ég verð að fá að vita það strax. UF. Pósturinn hefur utanáskrift klúbbs sem nefnist Bowie Friends og hún er: Bowie Friends 104 St. John 's Wood Terrace London NW8 England Margir hafa skrifað Póstinum og beðið um heimilisföng sem skrifa mætti á til vin- sælla leikara. Hérkoma nokkur: Ralph Macchio c/o Karate Kid Columbia Pictures Columbia Plaza Burbank, California 91523 U.S.A. Matt Dillon P.O. Box 800 Old Chelsea Station New York. New York 10011 U.S.A. RobLowe c/o PMK Public Relations 8642 Melrose Avenue LosAngeles California 90069 U.S.A. FATA- HÖNNUN Hæ, hæ, kæri Póstur! Mig vantar að vita eitthvað um fatahönn- un, til dæmis í hvaða skóla ég myndi þurfa að fara, hvað það tæki mörg ár og hvaða vinnu væri hægt að fá. Ef ég yrði fatahönn- uður og langaði að opna fatabúð (með fatn- að) -yrði ég þá að fara á verslunarþraut? Eva. P.S. Ef þú getur sagt mér eitthvað meira um fatahönnun þá gerðu það endilega, kæri Póstur. Fatahönnun er ekki hægt að læra á islandi og því þyrftir þú að fara utan til náms. Þeir islendingar sem farið hafa til náms i fata- hönnun hafa farið um allan heim. en helst il Danmerkur, Þýskalands. Frakklands og Bandaríkjanna. Námið er mjög mislangt og misjafnlega uppbyggt eftir skólum. Besta ráðið fyrirþig væri að fara í sendiráð viðkom- andi landa og fá upplýsingar um skóla og skrifa þeim síðan til að fá upplýsingar. Áður en þú byrjar að læra fatahönnun þarftu að hafa lokið stúdentsprófi og gott er að undir- búa sig með þvi að læra tungumálið sem talað er í landinu sem þú hyggst fara til. Til þess að opna verslun þarf verslunarleyfi. Til þess að fá það þarfað hafa próffrá verslun- ar- eða samvinnuskóla eða minnst tveggja ára starfsreynslu við verslun. Það væri því mjög sterkur leikur hjá þér að Ijúka stúdents- prófi af verslunarbraut áður en þú byrjar i fatahönnun. Þeir sem lokið hafa prófi í fatahönnun starfa til dæmis sem hönnuðir hjá ullarvöru- fyrirtækjum eða öðrum fataframleiðslufyrir- tækjum. Sumir hafa stofnað eigin fyrirtæki og saumastofur. Fatahönnun ermjög vinsæl grein og atvinnumöguleikarnir ef til vill ekkert óskaplega miklir. Það er þó engin ástæða til að láta það aftra sér. Það eru miklir ónýttir möguleikar á islandi í fatafram- leiðslu bæði fyrir innlendan markað og út- flutning og alltaf þörf fyrir hugmyndarikt og kjarkmikið fólk. 16. TBL. VIKAN 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.