Vikan - 17.04.1986, Blaðsíða 6
sig og setja hárið í réttar skorður.
Kukl hafði ekki spilað í Hollandi
síðan á „Pandóru“hátíðinni 1983
en þá höfðu þau fengið mjög
góðar viðtökur. Og ekki voru
þær af verri sortinni þetta kvöld.
Allt frá því að Sigtryggur taldi í
fyrsta lagið og þangað til tónar
síðasta uppklappslagsins dóu út
voru áhorfendur heillaðir. Og
þeir dönsuðu. Meginlandsbúar
virðast nefnilega skynja ein-
hverja takta í tónlist Kukls sem
íslenskir geta ekki gripið. Að
vísu kom í ljós eftir tónleikana
að meðal dansandi fjöldans
höfðu leynst nokkrir islendingar.
Þegar lokið var við að róta hljóð-
færum og öðru af sviðinu var svo
sest að léttu sumbli með sam-
löndunum í búningsherberginu.
Þá fór Björk heim á hótel og
síðan hver af öðrum. Og við
sváfum í rúmum. Og dreymdi hjól
og skauta.
Daginn eftir var vaknað um
hádegi og snæddur morgunverð-
ur. Quentin er popparahótel eins
og áður hefur verið greint frá og
þar er afgreiddur morgunmatur
til klukkan tvö! Þannig eru
popparahótel.,
ú var brunað af stað til
bæjarins Apeldoorn þar
sem spilað skyldi um
kvöldið. Þetta er iðnað-
; arbær sem er meira og
minna í eigu Philips en
sú fígúra átti þó ekki
staðinn þar sem Kuklið spilaði.
Sá var í höndum pönkæskunnar
og nefndist Gigant. Það sem helst
bar til tíðinda á þeim tónleikum
var að Einar Örn söng nokkur
laganna á barnum þar sem hluti
gestanna hafði verið svo ósvífinn
að hreiðra um sig. Um nóttina
var sofið á Hotel-Pension
ASTRA. Þar gleymdi ég guil-
hring sem bévaður hótelstjórinn
er ekki ennþá búinn að senda
mér. Svo var það Berlín .. .
ÞOKAN Á AUSTUR-EVRÓPU-
HRAÐBRAJJTINNI
Við héldum beint í austur.
Þetta var sunnudaginn 23. febrú-
ar og næstu tónleikar voru ekki
fyrr en daginn eftir. Það var ágæt
tilbreyting að þurfa ekki að
keyra eins og vitlaus og þegar
við komum inn í V-Þýskaland
þóttumst við vera í íslenskum
helgarbíltúr. Þess vegna stopp-
uðum við í einhverri „valhöll"
og átum svakalega góðar epla-
kökur með rjóma og drukkum
heitt súkkulaði með Biggi át
kartöflusalat og úti voru sk.uar
af fjölskyldum að skauta á ein-
hverju „þingvallavatni". En
áfram í austur! Það fór léttur
fiðringur um hópinn þegar aust-
ur-þýsku landamærin nálguðust
því þeir sem þar vinna eru þekkt-
ir að því að vera mjög vinnuglað-
ir. En viti menn! Kuklmóbíl var
vinkað í gegn af viðeigandi virð-
ingu. Það verður að segjast að
vegabréfasafn okkar var óvenju
gott. Stærðfræðingur, rafvirki,
skáld, Mass-communicator, bóka-
útgefandi, tónlistarmaður og
liinir ómissandi nemar. Hvaða
þjóð býður svona hóp ekki vel-
kominn?
ið keyrðum sem leið lá
eftir hraðbrautinni til
Berlínar, hinni svoköll-
uðu transit-leið. Ut af
henni má alls ekki fara
nema til að taka elds-
neyti eða versla í Inter-
shop. Intershop eru svona „kaup-
félög" þar sem hægt er að kaupa
alls kyns munaðarvörur eins og
mikkamús-úr, gallabuxur,
danska skinku, ilmvötn og fleira
sem neyslubrjálaður Vestur-
landabúinn getur ekki verið án
þessa klukkutíma sem það tekur
að aka transit-leiðina. Meðfram
leiðinni er varla nokkur byggð,
aðeins skógar og stöku hernað-
armannvirki. Það tók að kvölda
og fullt tunglið kom upp yfir trén.
Þegar við vorum kornin fast að
vesturhluta Berlínar var orðið
aldimmt og við tókum vit.lausa
beygju. í þrjá tíma þvældumst
við um lítil þorp og bæi suður
af borginni og í ofanálag skreið
ógurleg þoka um vegina, sann-
kölluð gerningaþoka, en við viss-
um af Vestur-Berlín einhvers
staðar skammt handan hennar.
Og þangað komumst við svo að
lokum án þess að vera kvalin af
austur-þýsku pólitíi. Þokunni
létti og galdrarnir létu undan
íslensku „kuklinu" sem rann inn
í borgina eins og vindmylla í feita
vinnukonu.
STJÓRNLEYSI OG HRUN EÐA
ANNA í NEÐANJARÐAR-
BORGINNI
Eg efast um að ég geti nokkru
bætt við það sem skrifað hefur
verið um Vestur-Berlín, þetta
virki utan um endalaus sýnis-
horn af vestrænum veruleika.
Og allt í háspenntum gír. Kukl
er vinsælt i Berlín. Þá þrjá daga,
sem við dvöldum þar, æstu Ber-
línarbúar hver annan -upp með
því að spila plöturnar þeirra í
útvarpinu. Fyrstu tónleikarnir
voru á stað sem heitir .K.o.b. og
er í húsi sem var tekið yfir af
hópi manna sem býr þar og rekur
kvikmyndaklúbb og krá. Kukl
hafði spilað þar áður og gistum
við þar tvær fyrstu næturnar, öll
í kös í kolakyntu herbergi sem
hefði verið í lagi ef það hefði
verið sumar. Gulli mældi „hit-
ann“ í herberginu fyrstu nóttina
og var hann 5 gráður, í plús sem
betur fer. Já, þetta er rokk og
ról. En kob-ararnir ráða nú ekki
veðri og vindum. Tónleikarnir í
K.o.b. voru vægast sagt stórkost-
legir og þeir langbestu sem ég
hafði heyrt með Kuklinu fram }
að því. Það sem skipti mestu var
að þau slöppuðu vel af gagnvart
áhorfendum og svo að hljóð-
blöndungurinn Mel gerði ótrú-
lega góða hluti fyrir tónlist
þeirra. Þýskir áhorfendur eru
mjög kröfuharðir og kalla ekki
allt ömmu sína í pönkmálunum.
En til að gefa mynd af því hvern-
ig Kuklið fór í þá þetta kvöld
vitna ég í grein í Berliner szene:
„Um nóttina og morguninn eftir
dreymdi mig Kukl ennþá, þessa
frumlegu, ástríðufullu og óvið-
jafnanlegu hljómsveit frá íslandi.
Flutningur hennar er látlaust