Vikan

Tölublað

Vikan - 17.04.1986, Blaðsíða 11

Vikan - 17.04.1986, Blaðsíða 11
Abdeliah Dhour eða Abdou er slagverksleikari, danskennari og myndlistarmaður frá Casablanca í Norður-Afríku. Hann stundaði myndlistarnám í Frakklandi og þaðan lá leiðin til Islands. Síðan hann kom hingað hefur hann unnið margs konar störf, starfað með íslenskum hljómsveitum, sem sessionmaður, spilað á hljómplötum og leikið í kvik- myndinni Gullsandur. Hann var um tíma í Myndalista- og handíðaskól- anum en hefur nú snúið sér eingöngu að tónlist og dansi og kennir Afríkudans í Kramhúsinu í Reykjavik. Hvernig stóð á því að þú komst til íslands? Eg var í Frakklandi og kynntist konunni minni þar. Kannski var hún bara þar til að leita sér að manni. Abdou lítur hlæjandi til Ás- rúnar Jóhannsdóttur, konu sinnar, sem hefur í þessu gengið inn í stofuna. Við vorum búin að vera saman í nokkra mánuði þegar við fluttumst til Islands, 1982, 17.júní. Hvernig var að koma til íslands? Það var mjög erfitt fyrst, öðruvísi fólk, ekkert sambærilegt við það sem ég þekkti. Ég var líka öðruvísi en fólkið. Fólkið talaði ekki frönsku og ég talaði ekki íslensku og fólkið er svolítið lokað. Mig langaði að halda áfram að starfa að minni list, en það var erfitt því þetta var nýtt fyrir fólki - Afríkutónlist og slagverk - og fólkið þekkti þetta ekkert. Ég reyndi að spila en það gekk ekki vel, þetta tók svona eitt ár. En ég var mjög duglegur að reyna allt til þess að gera það sem ég vildi og konan mín hefur hjálpað mér mikið. Núna hafa margir gaman af því sem ég er að gera og margir eru forvitnir. Það sem skiptir máli fyrir mig er ekki endilega að fólk verði slagverksleikarar eða dansarar heldur að það læri að meta annan kúltúr sem það hefur aldrei kynnst neitt áður að ráði. Það er mjög lítið sýnt frá afrískri menningu í sjón- varpi. Það eina sem er sýnt eru hörmungarnar og hungursneyðin í Afriku. Ertu alinn upp við tónlist, byrjaðir þú að læra að spila strax þegar þú varst lítill? Ég get ekki sagt hvenær ég byrjaði að læra að spila. Tónlistin er í blóðinu á mér. Mamma mín er tónlistarkona og listakona og allir í fjölskyldu minni syngja og spila svo ég er fæddur inn í þetta. Mamma er vefari og söng alltaf við vinnupa og ég held að það sem hún gerði hafi haft mjög mikil áhrif á mig. Ég var alltaf að teikna og lita mynstur fyrir hana. Pabbi var hins vegar mjög á móti þessu. Hann vildi að ég lærði eitthvað nytsamlegt, yrði flugmaður eða læknir eða eitthvað slíkt, og hann sló mig oft og rak mig til að fara að lesa. Ég fór eitt ár í verslunarskóla, en það gekk ekki. Ég tók mitt próf og allt það en þetta er nokkuð sem ég vildi alls ekki vinna við. Ég fór því aftur í myndlistarskóla í Tetuan sem er önnur borg í Marokkó. Þar var ég í þrjú ár, langt frá pabba! Síðan fluttist ég til Frakklands og það var þar sem ég fór að kynnast sjálfum mér, hvað ég væri og hvað ég vildi gera. Ég var með styrk frá Marokkó og oft þurfti ég að bíða lengi eft- ir peningum. Þá voru margir slagverksleikarar í Frakklandi og ég gat spilað fyrir peninga á götum úti og þannig og síðan komist í kynni við þekkta tónlistarmenn í Montpellier og spilað þar. Hvernig var þegar þú komst fyrst til íslands, hvernig gekk þér að fá vinnu? Það var mjög erfitt að fá vinnu en að lokum fór ég að vinna í slátur- húsi á Kópaskeri. Ég hafði aldrei unnið áður, það er að segja fasta vinnu frá átta til fimm. Ég hafði bara spilað hér og þar þegar mig vant- aði peninga og þannig. Þessi reynsla var góð en erfið. Ég talaði ekki íslensku og ekki ensku og á Kópaskeri talaði enginn frönsku. Ég var því mjög einangraður og líkaði það illa. Ég gafst upp eftir þrjár vikur. Síðan kom ég suður og var atvinnulaus í svona þrjá mánuði. Þá fór ég að vinna í fiski, síðan hjá Nóa og Siríusi og svona eitt og annað. Það er ekkert nema gott og blessað við það að vinna en ég var samt alltaf að leita mér að einhverju sem ég fílaði að vinna, ekki bara púla og púla. Svo varð ég líka var við fordóma en ég vil helst ekki tala mikið um það. En þeir eru til. Mér fannst þetta sérstaklega slæmt fyrir nokkr- um árum og þá var ég mjög reiður út af því. Mér fannst Islendingar bara helvítis rasistar. En þetta er mikið betra núna þegar ég skil hvað fólkið og segir og það skilur mig og ég þekki fólk betur og það mig. Núna er þetta ekkert vandamál. Oðru hverju á diskótekum og skemmti- stöðum verð ég fyrir því að fullir menn koma til mín og segja eitthvað en ég tek það ekkert nærri mér. Ég er svertingi og tala bara frönsku og var þess vegna öðruvísi, en þetta var ekkert eins og milli hvítra og svartra víða í öðrum löndum. Hvað ertu nú að kenna í Kramhúsinu? Ég er að kenna Afríkudans. Fólk er forvitið og það kemur til að læra eða í það minnsta til að prófa. Þessi dans er nokkuð sem er mér mjög eðlilegt og kemur með tilfinningunni. Hann byggist ekki á sporum eða tækni en það sem er númer eitt er takturinn. Menn þurfa að hafa takt og tilfinningu og vera með mjúkar hreyfingar. En hafa íslendingar þennan takt? Tilfinningin er hreytileg. Tökum til dæmis bandarískan og brasilísk- an jass. Grunnurinn er hinn sami en takturinn, tilfinningin, er önnur. íslendingar geta ekki dansað eins og Afríkubúar og Afríkubúar ekki eins og Islendingar. Umhverfið og uppeldið skiptir miklu máli. Ég er fæddur í Afríku og hlustaði á þennan takt á hverjum degi í útvarpi og sjónvarpi frá því ég var lítill. Ef einhver Islendingur kæmi til Afr- íku og byggi þar i þrjátíu ár gæti hann líklega dansað eins og Afríkubúi. Þórey Einarsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.