Vikan - 17.04.1986, Blaðsíða 14
argir hafa sungið fagran óð um
Reykjavíkurtjörn og þar á meðal
sjálfur borgarstjórinn. Tjörnin
er eitt af æðri líffærum borgar-
innar og þangað koma allir borg-
arbúar oft og mörgum sinnum frá
því að þeir eru í vagni og þar til
þeir staulast sjálfir með niðja sína þeirra
erinda að troða brauði í stríðaldar endur.
Þetta hefur löngum verið eini staðurinn
þar sem foreldrum hefur hugkvæmst að
koma með börnin sín i skemmtigöngu á
sunnudögum og stundum lítur Tjörnin út
eins og heldur ólystug brauðsúpa með
plastpokum og öðru ógeði í útálát. Á köld-
um dögum í miðri viku, eins og þegar ljós-
myndari Vikunnar var á ferð við Tjömina,
synda fuglarnir hálfstefnulaust um og
enginn kemur að sjá þá. Allt í einu birtast
þó tveir krakkar sem ekki virða lögmál
dagatalsins og taka að henda brauðmolum.
Líf fuglanna fær í sömu svifum markmið
og tilgang og þeir synda allir sem einn í
átt til velgjörðarmanna sinna.
Þar sem börnin standa muna menn að
einu sinni var lítill bakki, eins og bryggja
fram í vatnið og þrep niður að. Nú er það
allt saman að hrynja og sums staðar aðeins
grjóthrúga. Blessuð Tjörnin má sannarlega
mun sinn fífil fegri en nú í ár er bæði
afmælisár og kosningaár og því aldrei að
vita nema ráðin verði bót á.
Ein allsherjar matarorgía
er í uppsiglingu. Nem-
endur Hótel- og veit-
ingaskólans munu
standa fyrir henni í
Laugardalshöll dagana
9.-18. maí undir nafninu Mat-
arlist '86. Hátt í fjörutíu fyrirtæki
í matvælaiðnaði kynna fram-
leiðslu sína, innlendirsem er-
lendir matreiðslumeistarar og
konditoribakarar sýna listir sínar
og okkur óbreyttum verður
boðið að bragða á ýmsum
nýstárlegum kræsingum.
Namminamm...
Ljósmyndasafnið er eitt þeirra safna
sem láta lítið á sér bera og fáir vita
af þrátt fyrir mikið starf og gott. Safn-
ið er einkafyrirtæki og geymir merkar
heimildir um íslenska menningu og
þjóðlíf allt frá upphafi ljósmyndunar
hérlendis. Við litum inn á Ljós-
myndasafnið i leit að mynd af ákveðnum
atburði frá fyrri hluta aldarinnar og fengum
skjóta og góða hjálp. Ivar Gissurarson,
starfsmaður safnsins, sagði okkur dálítið frá
því í leiðinni.
„Safnið var formlega stofnað 1981 og þá
hafði undirbúningsvinna staðið yfir í rúm-
lega ár. Frumkvæðið kom frá áhugamönnum
sem gátu ekki horft upp á það lengur að
verið væri að farga mjög fágætum ljós-
myndasöfnum um land allt. Það var greini-
lega meira til af gömlum ljósmyndum en
nokkurn hafði grunað og fyrstu tvö árin
fóru eingöngu í söfnun mynda. Þá var ég
einn starfsmaður og svo ljósmyndari í hálfu
starfi. Nú er þetta orðið ansi öflugt, hér
hafa unnið allt að sex manns því það er ver-
ið að gera átak í skráningu þeirra einkaljós-
myndasafna sem hér eru inni og verið að
tölvuvæða safnið sem er nauðsyn því hér er
um ein milljón „negatífa“. Uppistaðan í
Ljósmyndasafninu er einkasöfn látinna ljós-
myndara, amatöra og atvinnumanna, en
einnig eru hér stakar myndir sem við höfum
fengið eða fengið eftirtökur af. Safnið tekur
á móti öllum myndum því þó þjóðlífsmyndir
þyki meira spennandi í dag þá er hætta á
að margt myndi glatast ef við settum fólki
einhverjar skorður við því hvað það geti
komið með hingað til varðveislu. Safnið
stendur sig nokkuð vel fjárhagslega en því
miður hljótum við alls enga fyrirgreiðslu frá
ríkinu þó um hana hafi verið beðið. Af sýn-
ingum okkar í ár má nefna White House
Photography á Kjarvalsstöðum um þessar
mundir, farandsýningu í Bandaríkjunum
sem nefnist Photographic Sketches Iceland
at the turn of the century, og svo erum við
með ljósmyndahlutann af stóru Reykjavík-
ursýningunni sem verður á Kjarvalsstöðum
í ágúst, hundruð mynda sem við erum að
vinnaínúna.“