Vikan

Tölublað

Vikan - 17.04.1986, Blaðsíða 36

Vikan - 17.04.1986, Blaðsíða 36
HOu 0 F Ibyrjun mars birti breska músíkblaðið New Musical Express úrslit vinsælda- kosninga lesenda sinna. Sig- urvegari kosninganna var án efa hljómsveitin The Smiths sem hefur átt miklu fylgi að fagna í bresku músíklífi hin síðari ár og þá sérstaklega söngvarinn og textahöfundurinn Morrissey, sem er sá ungi nu.ður í breskri tónlist í dag sem hefur hvað forvitnilegasta hluti að segja að mati blaðamanna. The Smiths er skipuð eftirtöld- um mönnum: Morrissey, söngur, Johnny Marr, gitar, Andy Ro- urke á bassa og Mike Joyce á trommur. Hér á eftir fara þeir listar sem hljómsveitin var á og í hvaða sæti hún varð. Besta hljómsveitin (1). Besti söngvari (1). Bestu texta/lagahöfundar (1). Besta smáskífa (2 og 6). LP ársins (1). Bestir á sviði (3). Yndislegasta mannveran (Morr- issey 2). Best klæddur (Morrissey 1). Verst klæddur (Morrissey 7). Besta vídeó (12). Besta plötuumslag (5). Meira var það ekki enda eigin- lega ekki margir aðrir listar til að vera á. En hvaðan kemur þessi hljóm- sveit sem virðist eiga svo greiðan aðgang að hjörtum og buddum breskra tónlistarunnenda? The Smiths var stofnuð af gít- arleikaranum Johnny Marr sem fékk í lið með sér nærsýna og hreinlífa grænmetisætu að nafni Morrissey, ættaðan úr Whally Range fátækrahverfinu í Manc- hester. Áætlun Marr var að setja á stofn hljómsveit sem spilaði áheyrilega tónlist sem væri þó frábrugðin þeirri ládeyðutónlist sem var allsráðandi í poppinu á þeim tíma. Með samhljómun texta Morrissey og tónlistar Marr má segja að þetta hafi haft alla burði til að takast, sem það og gerði. Með innkomu bassa- leikarans Andv Rourke og trommarans Mike Joyce var The Smiths fullskipuð. The Smiths kom fyrst fram í september 1982 og var óþreytandi við að koma fram á hinum og þessum stöðurn. Það leið ekki á löngu þar til njósnarar frá Rough Trade hljómplötuútgáfunni fengu fréttir af þessum efnilegu drengjum og það var ekkert verið að tvínóna við hlutina, Rough Trade gerði langtíma samning við hljómsveitina og mun það hafa verið í fyrsta skipti sem fyrirtækið gerði slíkan samning við nokkra hljómsveit. Fyrsta smáskífa The Smiths kom út í maí 1983 og var það lagið Hand in a Glove. Eftir útkomu hennar héldu þeir félag- ar áfram upptökum en hættu í miðju kafi eftir að þeir hittu upptökustjórann John Porter í þætti hjá David Jensen. Strák- arnir voru svo hrifnir af því hve vel Porter líkaði tónlistin þeirra að þeir tóku allt upp aftur. The Charming Man var nafnið á smáskífu númer tvö. í kjölfar 36 VIKAN 16. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.