Vikan - 17.04.1986, Blaðsíða 8
hennar. Hún gaf Björk nokkur
vel valin spörk og við fórum
aftast í salinn. Að tónleikunum
loknum var hljómsveitunum svo
fagnað með kampavíni og til-
heyrandi. Nóttina eftir sváfum
við á Pension Wentzel. Þar
mættum við óvenjulegri gest-
risni, við fengum 21 rúm.
Daginn eftir spilaði Kuklið svo
aftur í K.o.b. því gólfið hafði
hrunið á Cafe Granz þar sem þau
hefðu annars átt að spila. A þeim
tónleikum var allt fullt af fólki
sem hafði verið í Metropol kvöld-
ið áður og svo þeir sem heyrt
höfðu af snilldinni. Einn af
meðlimum E.N. kom á staðinn,
Mufti Strauss, og tókst mikil
vinátta með honum og Kukli.
E.N. langar að koma til íslands
og keppa við foss eða hver í
hávaða og náttúrulegum töktum.
Aður en Berlín var yfírgefin
og haldið af stað til Hamborgar
var stoppað við múrinn. Eg kast-
aði áhrínsorðum á hann og tók
svo hópmynd af Kuklinu. Og
hann hrynur, bölvaður. ..
IHamborg hittum við Krist-
ján myndlistarmann og Ástu,
Hilmar Orn Agnarsson og
Hófí konu hans. Hilmar var
í Þey á sínum tíma og bauð
hann öllu liðinu í mat heim
til sín. Það var mjög gott að
koma inn á venjulegt heimili í
fyrsta skipti alla ferðina. Allir
hvíldust vel og svo var spilað.
Kristján og Ásta fóru hins
vegar með mig, Einar Melax og
Gulla á krá sem heitir La Paloma
og er aðallistamannabúllan í
borginni. Hún er að sjálfsögðu
staðsett í óvirðulegasta en jafn-
framt vinsælasta hlutanum. Og
mikið fannst mér indælt að sjá
hvað gleðikonurnar klæddu sig
vel. Þær voru allar í skíðasam-
festingum og á „moon-boots“. Ég
fékk það á tilfinninguna að þetta
væru reykvískar húsmæður að
bíða eftir Bláfjallarútunni. í
Herbertstrasse, sem er lokað
konum og unglingum, voru þær
hins vegar bak við gler - í rauðri
birtu, fáklæddar og undur líkar
sjaldgæfum, viðkvæmum plönt-
um. Ég fór svo á vaxmyndasafnið
daginn eftir. Þar léku blíð bros
um varir fyrrum ráðamanna
þjóðarinnar.
ALLT ER GOTT SEM ENDAR
Síðasti konsertinn var í Kaup-
mannahöfn. Kuklið var lokaat-
riðið á tveggja daga rokkhátíð
sem haldin var í Ungdomshuset.
Þar var saman kominn blóminn
af danskri pönkæsku sem hafði
beðið í heila fimm mánuði eftii'
því að fá að heyra í Kuklinu sínu
aftur. Einar Örn hrærði vel í
liðinu með því að núa því um
nasir að Danmörk væri ekki
lengur sjálfstætt ríki. Daginn
áður höfðu þeir gefið sig EB á
vald. Þannig er Einar Örn.
Kuklið brást ekki og var klappað
þrisvar upp. Þannig er Kuklið.
Og þannig lauk síðustu tónleik-
unum.
Kuklið hafði leikið á átta tón-
leikum á tíu dögum. Áhorfendur
voru um fimni til sex þúsund,
útvarps- og blaðaviðtöl á hverj-
um stað, bið, keyrsla, rót og rokk.
Þannig er hið undurljúfa líf
rokkaranna.
Svo fóru Einar Örn og Mel
aftur til London. Krabat varð
eftir í Kaupmannahöfn og Kukl-
ið fór heim til Islands. Staðan
færð í núllpunkt að nýju. Sjá og
heyr nánar á plötunni Holidays
in Europe...
SKÍÐAKONUR OG KONUR
UNDIR GLERI
í Hamborg lék Kuklið á stað
sem heitir Kir og við gistum á
Hotel Mui. Það er jafnvel enn
meira poppai'ahótel en Quentin
því þar er hægt að fá morgunmat
til klukkan fjögur. Þar gisti líka
hin opinbera rokkhljómsveit
A-Þýskalands sem ég man ekki
hvað hét. Meðlimir hennar höfðu
greinilega leyfi til að vera svolít-
ið spilltir. Þeir voru með litað
hár og popparasólgleraugu.
En Kuklið gaf áhorfendum Kir
sál sína, blóð, svita og tár. Þessi
konsert var eins konar leikhús
þjáningarinnar. Mikil jireyta var
í hljómsveitinni, Einar Örn hálf-
raddlaus og Björkin lrás. Þrátt
fyrir það var þetta svo gott að
eigendur staðarins fóru fram á
það við Kuklið að það léki aftur
kvöldið eftir. Og það gerðu þau.