Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 17.04.1986, Qupperneq 8

Vikan - 17.04.1986, Qupperneq 8
hennar. Hún gaf Björk nokkur vel valin spörk og við fórum aftast í salinn. Að tónleikunum loknum var hljómsveitunum svo fagnað með kampavíni og til- heyrandi. Nóttina eftir sváfum við á Pension Wentzel. Þar mættum við óvenjulegri gest- risni, við fengum 21 rúm. Daginn eftir spilaði Kuklið svo aftur í K.o.b. því gólfið hafði hrunið á Cafe Granz þar sem þau hefðu annars átt að spila. A þeim tónleikum var allt fullt af fólki sem hafði verið í Metropol kvöld- ið áður og svo þeir sem heyrt höfðu af snilldinni. Einn af meðlimum E.N. kom á staðinn, Mufti Strauss, og tókst mikil vinátta með honum og Kukli. E.N. langar að koma til íslands og keppa við foss eða hver í hávaða og náttúrulegum töktum. Aður en Berlín var yfírgefin og haldið af stað til Hamborgar var stoppað við múrinn. Eg kast- aði áhrínsorðum á hann og tók svo hópmynd af Kuklinu. Og hann hrynur, bölvaður. .. IHamborg hittum við Krist- ján myndlistarmann og Ástu, Hilmar Orn Agnarsson og Hófí konu hans. Hilmar var í Þey á sínum tíma og bauð hann öllu liðinu í mat heim til sín. Það var mjög gott að koma inn á venjulegt heimili í fyrsta skipti alla ferðina. Allir hvíldust vel og svo var spilað. Kristján og Ásta fóru hins vegar með mig, Einar Melax og Gulla á krá sem heitir La Paloma og er aðallistamannabúllan í borginni. Hún er að sjálfsögðu staðsett í óvirðulegasta en jafn- framt vinsælasta hlutanum. Og mikið fannst mér indælt að sjá hvað gleðikonurnar klæddu sig vel. Þær voru allar í skíðasam- festingum og á „moon-boots“. Ég fékk það á tilfinninguna að þetta væru reykvískar húsmæður að bíða eftir Bláfjallarútunni. í Herbertstrasse, sem er lokað konum og unglingum, voru þær hins vegar bak við gler - í rauðri birtu, fáklæddar og undur líkar sjaldgæfum, viðkvæmum plönt- um. Ég fór svo á vaxmyndasafnið daginn eftir. Þar léku blíð bros um varir fyrrum ráðamanna þjóðarinnar. ALLT ER GOTT SEM ENDAR Síðasti konsertinn var í Kaup- mannahöfn. Kuklið var lokaat- riðið á tveggja daga rokkhátíð sem haldin var í Ungdomshuset. Þar var saman kominn blóminn af danskri pönkæsku sem hafði beðið í heila fimm mánuði eftii' því að fá að heyra í Kuklinu sínu aftur. Einar Örn hrærði vel í liðinu með því að núa því um nasir að Danmörk væri ekki lengur sjálfstætt ríki. Daginn áður höfðu þeir gefið sig EB á vald. Þannig er Einar Örn. Kuklið brást ekki og var klappað þrisvar upp. Þannig er Kuklið. Og þannig lauk síðustu tónleik- unum. Kuklið hafði leikið á átta tón- leikum á tíu dögum. Áhorfendur voru um fimni til sex þúsund, útvarps- og blaðaviðtöl á hverj- um stað, bið, keyrsla, rót og rokk. Þannig er hið undurljúfa líf rokkaranna. Svo fóru Einar Örn og Mel aftur til London. Krabat varð eftir í Kaupmannahöfn og Kukl- ið fór heim til Islands. Staðan færð í núllpunkt að nýju. Sjá og heyr nánar á plötunni Holidays in Europe... SKÍÐAKONUR OG KONUR UNDIR GLERI í Hamborg lék Kuklið á stað sem heitir Kir og við gistum á Hotel Mui. Það er jafnvel enn meira poppai'ahótel en Quentin því þar er hægt að fá morgunmat til klukkan fjögur. Þar gisti líka hin opinbera rokkhljómsveit A-Þýskalands sem ég man ekki hvað hét. Meðlimir hennar höfðu greinilega leyfi til að vera svolít- ið spilltir. Þeir voru með litað hár og popparasólgleraugu. En Kuklið gaf áhorfendum Kir sál sína, blóð, svita og tár. Þessi konsert var eins konar leikhús þjáningarinnar. Mikil jireyta var í hljómsveitinni, Einar Örn hálf- raddlaus og Björkin lrás. Þrátt fyrir það var þetta svo gott að eigendur staðarins fóru fram á það við Kuklið að það léki aftur kvöldið eftir. Og það gerðu þau.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.