Vikan

Tölublað

Vikan - 17.04.1986, Blaðsíða 56

Vikan - 17.04.1986, Blaðsíða 56
Úr fangelsi, blankur, atvinnulaus, konulaus Leikarinn Stacy Keach er fyrir nokkru laus úr fangelsi eftir að hafa setið inni í hálft ár fyrir kókaínsmygl. Ekki blæs byrlega fyrir honum frem- ur en flestum sem losna úr steininum. Hann er blankur, atvinnulaus og stendur í erfið- um og kostnaðarsömum skiln- aðarmálaferlum. „Það breyttist allt til hins verra á meðan ég sat inni,“ segir Stacy Keach. „Ég á bágt með að trúa því hvernig er hægt að eyðileggja allt ævi- starf manns á svo stuttum tíma. Stacy Keach er 45 ára og á baki fjölmörg hlutverk í kvik- myndum og sjónvarpsþáttum sem fáanlegir hafa verið hér á myndbandaleigum, svo sem Mistral’s Daughter og Princ- ess Daisy. Síðan hann kom úr fangelsinu hefur honum ekki boðist neitt hlutverk, en hann hefur komið fram í tveggja tíma þætti um kókaínneyslu sem sýndur var í sjónvarpi í Bandaríkjunum. Keach vandi sig af kókaíni í fangelsinu og þessa stundina er það eini ljósi punkturinn í tilverunni. Hann segist harðákveðinn í að snerta það aldrei aftur hvað sem á gangi. „En það er með það eins og allt annað sem maður venur sig af, maður reynir að bægja hugsuninni um það frá sér á hverjum degi og hver dagur sem líður án þess að maður snerti það er mikill sigur.“ En hann hefur áhyggjur af framaferli sínum. „Ef ég fæ ekki eitthvað að gera fljótlega er ég búinn að vera.“ Það eina sem á döfinni er hjá Keach er að hugsanlega verði gert fram- hald við kúrekaþættina Long Riders sem hann lék í ásamt bróður sínum 1979. Eiginkonu sína hefur Stacy Keach ekki séð síðan hann var settur inn. Hún sótti þá um skilnað frá honum og var óspör á yfirlýsingar í fjölmiðlum um hjónabandið og kappann. Ke- ach hefur sömuleiðis verið harla vinafár síðan dómur var kveðinn upp yfir honum. Flest- ir hafa snúið við honum baki og aðeins tryggustu vinir hans og fjölskylda sýnt honum stuðning. Eftir á veit hann allténd hverjir eru sannir vinir í raun. ry Stjömuspá % " Hrúturinn 21. mars-20. apríl. Nautið21. april-21. mai. Tviburarnir 22 mai-21. júni Krabbinn 22. júni-23. júli. Þú þarft ekki endilega að eyða öllum frítíma þínum í að snúast fyrir aðra. Hjálpsemi er góðra gjalda verð en þú ættir að gæta þess að láta fólk ekki not- færa sér góðsemi þína. Vogin 24. sapt.-23. okt. Láttu ekki koma þér úr jafnvægi þótt áætl- anir þínar riðlist nokk- uð á næstunni. Þú mátt eiga von á gestagangi og hvers kyns óvænt- um truflunum en þetta varir ekki lengi og þú munt hafa nokkurt gaman af. Hagaðu störfum þínum þannig að þú eigir að minnsta kosti eitt frí- kvöld í næstu viku. Þín bíður ýmislegt óvænt og það er eins gott að vera við öllu búinn til að missa ekki af öllu saman. Sporðdrekinn 24. okt.-23. nóv Þú hefur staðið þig með sóma og leyst eitthvert verkefni vel af hendi. Gættu þess að ofmetn- ast ekki af velgengn- inni. Þótt ýmsir hlaði á þig lofi meina menn satt að segja mismikið með því. Þú ættir að hafa hægt um þig á næstunni og vanda orðavalið eftir föngum. Ymsirbíða færis að koma þér í bobba. Frístundirnar nýtast þér best til úti- veru nú um sinn og ekki veitir þér af hreyf- ingunni. Þótt þú eigir ákaflega auðvelt með að komast létt frá hlutunum er óvarlegt að treysta því að ekki slái í bakseglin. Farðu að huga að stefnubreytingu, það kemur sér örugglega vel. Gættu heilsunnar, las- leiki virðistá næstu grösum, jafnvel lang- varandi veikindi ef ekki er varlega farið. Með ýtrustu gát kemstu hjá áföllum og þetta líður hjá að skömmum tíma liðnum. Kvöldin reynast þér notadrjúg í næstu viku. Þú hefur verið eitthvað miður þín en nú eru bjartari tímar fram- undan. Þér eruallir vegir færir og skalt óhikað taka hæfílega áhættu. Nú er góður tími til að taka stefnumarkandi ákvarðanir og mjög líklegt að þú rambir á réttu leiðina. Fari svo þarftu ekki að kvíða fjárhagserfiðleikum næsta árið eða svo. Gættu hófs í mat og drykk. Gamalt deilumál virð- ist ætla að verða líf- seigara en þig gat órað fyrir. Það er full ástæða til að taka á sig rögg og ljúka því af að gera þetta upp. Það fær líka betri undirtektir en þú væntir. Þú hefur áhyggjur af einhverju sem þú býst við að muni gerast innan tíðar. Gerðu þér ekki of miklar grillur þegar þar að kemur mætir þú því sem að höndum ber og gerir það besta úr öllu sam- an. Þér opnast sýn inn á áður óþekkt svið og takir þú þessum áhrif- um með opnum huga muntu njóta ómældrar ánægju. Það er ekki oft sem slíkt gerist og synd ef fólk lætur það sér úr greipum ganga. 56 VIKAN 16. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.