Vikan - 17.04.1986, Blaðsíða 53
Rithöfundurinn Charles Bukowski fæddist
16. ágúst 1920 í Vestur-Þýskalandi, nánar til-
tekið í krummaskuðinu Andernach. Hann
fluttist til Bandaríkjanna tveimur árum síðar
(væntanlega í fylgd fullorðinna) og hefur aðal-
lega verið búsettur á vesturströndinni.
Eftir hann liggja rúmlega 30 bækur; sögur
og ljóð. Bukowski hefur tjáð sig tæpitungulaust
um þjóðfélag Sáms frænda og hefur það löngum
farið fyrir brjóstið á löndum hans. En Vestur-
Evrópubúar taka ekki mark á dylgjum þess
efnis að hann sé klámskáld og rakinn dóni. Þar
hafa hæfileikar Bukowskis til að narrast að
menningarkreddum Bandaríkjanna gert hann
að metsöluhöfundi.
Forseti Bandaríkjanna settist inn í
bifreið sína, umkringdur aðstoðar-
mönnum. Hann sat í aftursætinu. Það
var diminur og drungalegur morgunn.
Menn þögðu. Þeir óku af stað og
heyra mátti suð dekkjanna á götunni
sem enn var blaut af rigningu gær-
kvöldsins. Þögnin var meiri en nokkru sinni
áður.
Þeir óku um stund. Þá sagði forsetinn:
Þetta erekki leiðin til flugvallarins.
Aðstoðarmennirnir svöruðu ekki. Fríið
stóð fyrir dyrum, tvær vikur á einkaheimil-
inu. Flugvél hans beið á flugvellinum. Það
féllu smáir regndropar. Líklega færi að rigna
aftur. Mennirnir voru, að forsetanum með-
töldum. klæddir víðum frökkum og báru
hatta, því virtist enn þrengra í bílnum. Uti
blés napur vindurinn stöðugt.
- Bílstjóri, sagði forsetinn, ég held þú sért
á rangri leið.
Bíistjórinn svaraði ekki. Hinir mennirnir
horfðu beint fram.
Heyrið, sagði forsetinn. Vill einhver
skýra manninum frá réttu leiðinni tii flug-
vallarins.
Við förum ekki til flugvallarins, sagði
aðstoðarmaðurinn á vinstri hönd forsetans.
Förum við ekki til flugvailarins? spurði
forsetinn. Mennirnir þögnuðu aftur. Úðinn
varð að rigningu. Bílstjórinn kveikti á rúðu-
þurrkunum.
Hvað er þetta? spurði forsetinn. Hvað
er að gerast?
- Það hefur rignt. svo vikuni skiptir, sagði
maðurinn sem sat hjá bílstjóranum. Það
gerir mann þunglyndan. Ég hlakka til að
komast í sói.
- Líka ég, sagði bílstjórinn.
- Það er eitthvað að, sagði forsetinn. -
Ég krefst þess að vita...
- Þú ert ekki lengur í aðstöðu til að krefj-
ast einhvers, sagði aðstoðarmaðurinn sem
sat hægra megin við forsetann.
- Þú átt við. .. ?
- Við eigum við, sagði sá sami.
- Morð? spurði forsetinn.
- Varla, það er gamaldags.
- Hvað þá?
- Við höfum fyrirmæli um að ræða þetta
ekki.
Þeir óku í nokkrar klukkustundir. Enn
rigndi. Enginn talaði.
Núna, sagði maðurinn vinstra megin við
forsetann. - Keyrðu annan hring og beygðu
síðan inn. Okkur er ekki veitt eftirför. Rign-
ingin hefur komið sér vel.
Bifreiðin hringsólaði um hverfíð og beygði
síðan inn á lítinn malarveg. Hann var forug-
ur og stundum spólaði bíilinn, skrikaði til
en svo náðu hjólbarðarnir taki og ferðinni
var fram haldið. Maður í gulri regnkápu
hélt á vasaljósi og beindi þeim inn í tóman
bílskúr. Þetta var afskekkt svæði, skógi
vaxið. Vinstra megin við bílskúrinn var lítið
býli. Maðurinn opnaði bíldyrnar.
Farðu út, sögðu þeir við forsetann.
Forsetinn fór eftir fyrirmælunum. Mennirnir
héldu forsetanum gætilega á milli sín, þó
hvergi væri neinn að sjá utan manninn með
vasaljósið í gulu regnkápunni.
- Ég skil ekki hvers vegna við gátum ekki
gert þetta allt hér, sagði maðurinn í gulu
kápunni. - Það virðist raunar mun hættu-
legra á hinn veginn.
Fyrirmæli, sagði einn aðstoðarmann-
anna. Þú veist hvernig þetta er. Hann
hefur alltaf fylgt eðlisávísun sinni. Hann
gerir það enn og nú í jafnvel ríkara mæli.
- Það er mjög kalt. Hafið þið tíma til að
drekka kaffibolla? Ég er búinn að hella upp
á.
- Það var fallega gert af þér. Þetta var
löng ferð. Ég geri ráð fyrir því að hin bifreið-
in sé tilbúin til brottfarar?
Að sjálfsögðu. Það hefur verið farið yfir
þetta aftur og aftur. Reyndar erum við um
tíu mínútum á undan áætlun. Það er ein
ástæðan fyrir því að ég stakk upp á kaffi.
Þú veist hvernig hann er í sambandi við
nákvæmni.
- Okei, förum þá inn.
Þeir gættu forsetans vandlega þegar þeir
gengu inn í húsið.
- Sestu þarna, sagði einn mannanna við
forsetann.
- Þetta er ágætt kaffi, sagði maðurinn í
gulu regnkápunni, handmalað. Hann gekk
um með könnuna, hellti handa sjálfum sér
og settist síðan, ennþá í gulu kápunni en
höfuðfatinu hafði hann fleygt á ofninn.
- Aha ... þetta er gott, sagði einn erindrek-
anna.
Sykur og rjóma? spurði annar forsetann.
- Allt í lagi, svaraði hann.. .
í gamla bílnum var fremur þröngt en ailir
komust þeir fyrir, og enn sat forsetinn í.
aftursætinu.
Gamli bíllinn rann einnig til í drullunni
og holunum en komst klakklaust aftur á
þjóðveginn. Enn var ekið að mestu í þögn.
Þá kveikti einn mannanna sér í sígarettu.
- Fari það í grábölvað. Mér er alveg fyrir-
munað að hætta reykingunum.
- Já, það er erfitt, það er allt og sumt.
Hafðu ekki áhyggjur af því.
- Ég hef ekki áhyggjur af því. Ég er bara
óánægður með sjálfan mig.
- Blessaður gleymdu því. Þetta er söguleg-
ur dagur.
- Ég tek undir það, sagði sá með sígarett-
una og saug að sér reyk. ..
Þeir lögðu bílnum fyrir framan gamalt
gistiheimili. Og enn rigndi. Síðan sátu þeir
stundarkorn.
- Núna, sagði maðurinn næstur bílstjóran-
um. - Komið honum út. Það er óhætt. Eng-
innáferli.
Þeir gengu með forsetann á milli sín, fyrst
gegnum útidyrnar, þá upp þrjár hæðir, ávalit
með forsetann á milli sín. Þeir námu staðar
og knúðu dyra á 306. Merkið: eitt högg, hlé,
þrjú högg, hlé, tvö högg...
Hurðinni var hrundið upp og mennirnir
ýttu forsetanum í flýti inn fyrir. Síðan var
læst og settur slagbrandur fyrir. Þrír menn
biðu innan dyra. Tveir þeirra voru á sextugs-
aldri. Sá þriðji sat í múnderingu sem saman-
stóð af gamalli verkamannaskyrtu, slitnum
buxum sem voru of stórar og 10 dollara skóm,
slitnum og snjáðum. Hann sat í ruggustól í
miðju herbcrginu, kominn á níræðisaídur en
brosti og augun voru þessi sömu augu, nefið,
hakan og ennið höfðu ekki breyst að ráði.
- Velkominn, herra forseti. Ég hef lengi
beðið eftir veraldarsögunni, vísindum og
þér, og allt hefur komið stundvíslega, í dag.
r
16. TBL. VIKAN 53