Vikan

Tölublað

Vikan - 17.04.1986, Blaðsíða 45

Vikan - 17.04.1986, Blaðsíða 45
líka sómamaðurinn Jón Ólafsson og óvanur því að fara með fleipur. Forsaga þessa máls er sú að síðla árs 1904 hófust í Vatnsmýrinni boranir fyrir vatni handa Reykvík- ingum. Vatnsskortur hafði plagað bæjarbúa um langt skeið enda voru vatnsból fá og brunnarnir ekki ýkja heilsusamlegir. Reykjavíkur- bær átti þá ekki Elliðaárnar og leist stjórnendum bæjarins illa á að leggja út í kostnað við kaup á þeim, sem þó virtist augljósasti kosturinn við að bæta úr vatnsleys- inu. Eftir fjölmennan borgarafund, þar sem úrbóta var krafist, varð það úr að reynt skyldi að bora eftir vatni í Vatnsmýrinni og var feng- inn danskur maður til að taka verkið að sér. Hét sá Hansen og kom hingað til lands með bor til verksins. Boranirnar gengu illa enda kom í ljós að ekki hafði verið fenginn réttur bor til verksins, með tilliti til jarðlaga. Þó hélt Hansen áfram og lét sig hvergi. Síðasta dag mars- mánaðar 1905 var borinn hans kominn niður á 118-120 feta dýpi og bólaði lítið á vatni. Aftur á móti tók Hansen eftir því að borinn hafði bersýnilega komið niður á einhvern glóandi málm því gullleit skán var á honum. Var talið að lag þessa málms væri um það bil tveggja þumlunga þykkt. Það var íslenskur maður sem hafði grafið eftir gulli í Ameríku sem kvað upp úr með það að hér væri um gull að ræða. Sá hét H. Hanson og ku hafa komið við í sjálfri paradís gullgrafaranna, Klondyke, í leit sinni að eðalmálm- inum. Aðferð hans til þess að sann- reyna hvort málmkornin, sem bor- maðurinn færði honum, væru í raun og veru úr skíragulli var sú að fyrst sló hann eitt málmkornið út í örþunna himnu og lagði hana því næst yfir hárbeitta rakhnífsegg. Þegar það kom á daginn að þynnan lagðist niður með egginni báðum megin en brotnaði ekki - þá sagði Hanson að ótvírætt væri hér um gull að ræða. Svona færu þeir nefnilega að vestur í Klondyke. Eftir að Erlendur Magnússon, gullsmiður í Reykjavík, hafði og lýst því yfir að málmkornin væru bersýnilega gull þótti Jóni Ólafs- syni ritstjóra ekki þurfa frekari vitnanna við og birti frásögn sína í blaðinu Reykjavík. Og það er óhætt að segja að það hafi orðið uppi fótur og fit í bænum. Gull í Vatnsmýrinni! Menn sáu fyrir sér glæsta framtíð bæjarins, hann myndi slá Klondyke alger- lega við og Reykvíkingar yrðu forríkir! Það var ekki um annað talað í bænum næstu daga og ótal skýjaborgir munu hafa risið með örskotshraða upp úr Vatns- mýrinni. Þegar í stað hófst mikið brask með lóðir í bænum og hækk- uðu þær mjög í verði sem þóttu líklegar til þess að þar leyndist gull undir. Sumir hófu líka gull- gröft upp á sitt eindæmi og puðuðu við hann lengi vel en við lítinn árangur. Það fóru líka fljótlega að renna tvær grímur á ýmsa sem áður höfðu verið óðir og uppvægir. Fleiri sýnishorn úr Vatnsmýr- inni voru rannsökuð af þeim sem vit áttu að hafa á og niðurstöðurn- ar urðu margvíslegar. Sumir kváð- ust hafa fundið merki gulls í málmögnunum, aðrir kváðu efnið vera brennisteinskís eða kopar. Þrátt fyrir þetta voru margir enn fullvissir um að gull væri að finna í mýrinni og ekki voru liðnir marg- ir dagar frá gullfundinum þegar hér hafði verið stofnað félagið Málmur og var forvígismaður þess Sturla Jónsson kaupmaður. Bæjarstjórn- in ákvað að ganga til móts við félagið - enda þótt kominn væri upp kvittur um að Hanson gull- grafari hefði með prettum skafið gullögnina af brjóstnálinni sinni og flestir fylltust því hæfilegri varúð í garð sagnanna um gullæð- ina undir Öskjuhlíð. Bæjarstjórnin kaus nefnd hinn 6. apríl til þess að hafa umsjón með rannsókninni á gullgreftrinum og eiga samvinnu við Málm-félagið. í upphafi var ætlunin að láta rann- saka jafnharðan allt það sem kæmi upp úr borholu Hansens í Vatns- mýrinni en í ljós kom að slíkt var ógjörningur. Borinn kom fljótlega niður á mjög hart jarðlag sem hann vann lítt á og þótti því sýnt að fá yrði til landsins kröftugri bor. Loks var ákveðið að stofna hlutafélag um námugröft á íslandi og skyldi hver hlutur hljóða upp á fimmtíu krónur. Reykvíkingar áttu for- kaupsrétt að hlutabréfunum en heimilt var að selja útlendingum bréf ef ekki fengist nægilegt fjár- magn hér innanlands. Þá var lagt til að hinu nýja hlutafélagi skyldi leigt námasvæðið til fimmtíu ára og takmarkaðist það að austan við Hafnarfjarðarveg norður að Vatns- mýri en að vestan við Vatns- mýrina og Skildinganes. Hlutafé- lagið átti að borga fimm hundruð krónur á ári fyrir námaleyfið og skyldi féð renna í bæjarsjóð. Eftir að námugröftur hæfist skyldi leig- an haldast óbreytt þar til hreinn ágóði félagsins næmi 5% eða meira. Ágóði á bilinu 5-25% skyldi renna að einum fimmta í bæjarsjóð en gróði á bilinu 25-50% að einum þriðja. Ef gróðinn færi yfir 50% skyldi bæjarsjóður fá helming á móti hlutafélaginu. Þá var sam- þykkt að prófboranir skyldu ekki standa i meira en tvö ár og raun- verulegur námugröftur skyldi heíj- ast innan tveggja ára þaðan í frá. Hlutafélagið Málmur var svo stofnað hinn 22. september 1905 og var hlutaféð 100 þúsund krónur en í lögum þess kveðið á um að auka mætti það í 250 þúsund. Um hluta- fjáraukninguna urðu nokkrar deil- ur þar sem mönnum þótti augljóst að stærstu hluthafarnir gætu á skömmum tíma sölsað undir sig félagið ef líkur væru á stórkostleg- um gróða. Niðurstaða fékkst ekki úr þessum deilum en þær munu hafa orðið til þess að Alþingi setti árið 1907 lög um námugröft á ís- landi. Og hvað sem því líður mun hlutafjársöfnun hafa gengið allvel en stjórnarmenn keypt stærstu hlutina. 1 stjórn félagsins voru merkismenn á sinni tíð: Sturla Jónsson kaupmaður, Klemens Jónsson landritari, Sigurður Briem póstmeistari, Björn Ólafsson augn- læknir og Ásgeir Sigurðsson kons- úll. Stofnendur félagsins voru hinir bjartsýnustu framan af og ýmsir urðu til þess að auka þeim trú á að gull væri sjálfsagt yfrið nóg í Vatnsmýrinni. Annar Islendingur var kominn vestan úr Ameríku, Arnór Árnason, sem starfað hafði um langt skeið sem málmhreinsun- armaður í Chicago. Hann þóttist þess fullviss að gnægð málma væri að finna á íslandi og þar á meðal gull. Benti hann á að Island væri á sömu breiddargráðu og þau lönd í heimi hér þar sem mest væri af gulli. Þegar Arnór tók að rann- saka málmsýni úr Vatnsmýrinni fann hann í þeim gull, silfur, kopar, ál og brennistein, hvorki meira né minna! I blöðum var haft eftir sig- urvissum málmhreinsunarmannin- um að í hverri smálest af því sand- lagi, sem borinn var kominn niður á, væri gull að verðmæti 144 krónur og 50 aurar. Ekki voru allir jafnsannfærðir. Sumir fullyrtu að flestallir málm- arnir, sem Arnór taldi sig hafa fundið, væru í rauninni úr dína- míttúpum þeim sem notaðar voru til að sprengja gegnum jarðlögin undir mýrinni. Arnór lét sig ekki og í blaðagrein sagði hann kátur og reifur: „Veruleg gullöld íslands er að- eins að byrja.“ En áhuginn fór nú samt sem áður þverrandi. Eftir að Hansen bormaður hafði sannreynt að hvað sem gulli liði væri ekki nægilegt vatn undir Vatnsmýrinni tók hann bor sinn og hélt heim á leið og Málmur hf. átti engan bor. Það var heldur ekki sérlega mikill myndarbragur á tilraunum félags- ins til þess að útvega nýjan bor til landsins. Árið 1906 leið án þess að nokkuð gerðist í málinu en for- svarsmenn Málms kváðust þó enn sannfærðir um gullið. Einn stjórn- armanna í félaginu hélt utan til að kaupa hentugan bor en tókst ekki. Þá fór vélstjóri á vegum félags'ins til útlanda í sömu erindagjörðum og sagði við heimkomuna að bor- inn væri á leiðinni með skipinu Ceres. En Ceres kom og fór án þess að borinn væri um borð og voru nú margir farnir að henda gaman að félaginu og brölti þess. Árni Óla segir frá því að þetta mál hafi orðið til þess að nýtt máltæki skaut upp kollinum og náði töluverðri út- breiðslu: „Við sjáum nú til þegar Ceres kemur!“ Loks kom þó borinn og einmitt með Ceres. Þetta var í maí 1907 en boranir gátu ekki hafist fyrr en upp úr miðjum júlí. Skemmst er frá því að segja að þær urðu gullfíknum Reykvíkingum mikil vonbrigði. í nóvember hafði borinn brotið sér leið niður á 114 feta dýpi og þar fannst svolítið af sinki sem þótti góðs viti og skömmu síðar fannst ofurlítið gull nokkru neðar. Á 133-136 feta dýpi kom borinn niður á vott bæði gulls og silfurs, að því er fróðir menn töldu, en engin leið var að skera úr um hvort magnið nálgaðist það að hægt yrði að hefja vinnslu. Borunum var loks hætt þegar borinn kom niður á mjög hart jarðlag á 220 feta dýpi. Fyrir- hugað var að rannsaka frekar hvort það borgaði sig að vinna þá málma sem fundist höfðu en þá var fjármagn Málms á þrotum og af einhverjum ástæðum tókst aldrei að safna því sem á vantaði. „Gyllta félagið“ - semisvo var nefnt eftir að mestur ljóminn fór af gullleitinni - dó því drottni sín- um þegjandi og hljóðalaust og borinn rykféll í rólegheitum við Hafnarfj arðarveg. Ekki gátu allir sætt sig við þessi málalok og árið 1924 var stofnað nýtt félag um gullgröft í Vatnsmýr- inni. Það hlaut nafnið Málmleit og fékk hingað til lands mikinn og góðan bor til þess að ganga nú úr skugga um það í eitt skipti fyrir öll hvort gullið væri þarna. Borinn snerist af krafti allt sumarið 1924 og fór mun lengra niður í jörðina en hinn gamli bor hafði gert en árangurinn varð enginn. Ekkert gull. Og Málmleit hf. fór fyrir lítið eins og Málmur á undan því. Bor- inn átti hins vegar eftir að koma að gagni þegar, nokkrum árum síðar, var farið aðjiora eftir heitu vatni inni í Laugardal og hitaveita sett á laggirnar að frumkvæði þeirra Jóns Þorlákssonar og Knuds Zimsen. Gullleitin var því ekki alveg gagnslaus þó hætt sé við að flestum hafi þótt minna til heita vatnsins koma en gullklumpanna sem menn bjuggust við að sækja sér í mýrina. Og þó. 16. TBL. VIKAN 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.