Vikan

Tölublað

Vikan - 17.04.1986, Blaðsíða 22

Vikan - 17.04.1986, Blaðsíða 22
UMSJON: HILMAR KARLSSON GÖMLU, GÓDU KÚREKARNIR ★ RUSTLERS Rl IAPSODV. Lciksljúri: 1 iugh Wilson. Aðalhlutvcrk: T'0111 Bcrcngcr, Marilu I lcnncr og Andy Griffilli. Syningartimi: 85 min. Það má segja að Rustlers Rhapsody sé óður til gömu, góðu kúrekamyndanna þegar hetjan var hvítklædd og snyrtileg og hafði gítarinn alltaf til taks. Sérstaklega duttu mér í hug Roy Rogers myndirnar sem allir heilbrigðir strákar sóttu stíft að sjá á þrjúsýningum i Austurbæjarbíói, enda er Rex O'Herlihan (Tom Berenger) í Rustlers Rhapsody eins og spegilmynd af Roy Rogers og hesturinn hans. sem kallast Wildfire, er nákvæm eftirliking aí Trigger. hestinum hans Roy. Það fer ekki á milli mála að Rex er góði maðurinn. Atvinna hans er að hreinsa til í bæjum þar setn vondur land- eigandi ræður venjulega rikjum. Hann pantar mjólk á barnum og skýtur bófana aðeins í hendurnar. Og að sjálfsögðu falla knæpustelpurnar fyrir nonum. Þær eru venjulega góðar sálir sem aðeins vinna þessa óþrifalegu vinnu til að hjálpa aldr- aðri móður. Nú. svo er gitarinn til staðai við eldinn á kvöldin. Ekki svo vitlaus hugmynd að endur- vekja gömlu, góðu kúrekamyndimar. Það sem aftur á móti misheppnast gjörsamlega er grinið. Aðstandendur myndarinnar hafa ætlað að gera allsherjar grínmynd og fengið til liðs við sig Hugh Wilson, sem leikstýrði fyrstu Police Academy mynd- inni, og þar að auki fengið G.W. Bailey, sem stóð sig eftirminnilega i þeirri mynd. til að leika róna bæjarins. Árangurinn er gamanmynd sem í heild er mislukkuð. Að vísu eru einstaka atriði fyndin en þau eru of fá. Það er nefnilega tneð mynd eins og Rustlcrs Rhapsody, sem byggð er á fáránleikaatriðum, að ef gríriið mistekst þá á hún sér ekki viðreisnar von þrátt fyrir góðan vilja leikara sem annarra. 22 VIKAN 16. TBL. BÍLALEIKUR ★★ SHAKER’S RUN. I cikstjnri: Brucc Robinson. Aðallcikarar: Cliff Robcrtson, Lisa Harrtm og Lcif Garrctt. Sýningartínú: 94 mín. Shaker's Run er riýsjálensk kviktnynd sem fetar dyggilega í spor bandarískra bilahasarmynda. Samt má segja að hún skeri sig nokkuð úr öðrum álika. Myndin cr skemmtilega gerð og kvikmynduð og landslagið er mjög frábrugðið amerisku landslagi. Clifl' Robertson og LeifGarrett. banda- riskir leikarar. leika tvo félaga sem hafa það að atvinnu að sýna hættuatriði á bíl. Sliaker. en svo nefnist bílstjórinn sem Robertson leikur. hafði áður fyrr verið mjög frægur bilstjóri en eftir að hann varð vini sínum að bana hætti hann kappakstri. Til þeirra leitar ungur læknir. sem Lisa I larrow leikur. og \ ill fá þá leigða í Ijög- urra tíma keyrslu. Þeir taka boðinu pen- inganna vegna þótt þeir fái ekki að vita um tilganginn sent er að lauma banvænum veirum úr landi. Áður en þeir félagar vita af eru þeii komnir með nýsjálenska herinn á bakið og hefst nú geysilegur eltingaleikur um þvert ogendilangt Nýja-Sjáland. Shaker's Run er heilmikil spennumynd og sum bílaatriðin eru virkilega vel gerð og ógnvekjandi. Að sjálfsögðu er Clifl Robertson þckktastur leikaranna. Hann leikur Shaker, lifsleiðan kappakstursbil- stjóra sem þrátt fyrir allt fær enn nokkuð út úr þvi að keyra eins og brjálæðingur um þjóðvegina. Cliff Robertson er leikari sem aldrei bregst. Svo er einnig nú. Hann er eini leikarinn sem gefur persónunni einhvern karakter. í heild er Shaker’s Run hin ágætasta afþreying þótt fyrirfram hefði mátt búast við heilsteyptari mynd. BRAGDDAUFUR STRÍDSKOKKTEILL ★ STRÍDID UM STÖRA-BRETLAND. ladkstjóri: En/io Castclari. Aðallcikarar: Frcdcrik StalTord, \ an Johnson og Fransisco Rabal. Sýningartími: 110 mín. Ef einhverjum er trúandi til að rugla staðreyndum úr mannkynssögunni í kvik- myndum þá eru það Ítalir sem eru þjóða fremstir í að gera lélcgar eftirlíkingar af frægum myndum. Stríðið um Stóra-Bret- land erein slikra. í byrjun myndarinnar erum við stödd einhvers staðar í Frakklandi. Breskur herflokkur er á leið heim. Nokkrir þraut- þjálfaðir þýskir hermenn drepa breska hermenn, klæðast fötum þeirra og lauma sér inn í raðir breskra hermanna. Liðs- foringi nokkur, sem leikinn er af Frederik StafTord. fær grun um að ekki sé allt með felldu. Þjóðverjunum tekst að laumast inn í landið og þar er strax tekið til \ ið njósnir og upplýsingaöflun. Þetta á allt saman að gerast rétt fyrir hinar miklu flugárásir á England. Liðsforinginn okkar á kærustu sem starfar í rtughernum og nær í gegnum hana sambandi við yfirhershöfðingja flug- hersins og varar hann við njósnurunum. Svo einkennilega vill til að hershöfðinginn er einnig hrifinn af stúlku liðsforingjans svo hann lætur sér fátt um finnast. Það sem liðsforinginn veit ekki er að hemiaður einn. sem hafði orðið vinur hans á heim- leiðinni. er þýskur foringi... Það verður nú að segjast eins og er að Stríðið um Stóra-Bretland er frekar ómerkileg mynd hvernig sem á hana er litið. Staðreyndum er hagrætt svo passi \ið rómantiskan söguþráð mvndarinnar og ekki er frumleikanum fyrir að fara. l>essi mynd hefur verið gerð í hundruðum útgáfa áður. Ef eitthvað aðgreinir hana frá öðrum álíka er það einna helst að þýsku hennennirnir eru sýndir á mann- legri hátt en maður á að venjast i þessari gerð af myndum. Stríðið um Stóra-Bret- land er eingöngu fyrir þá sem hafa gaman af stríðsmyndum. JOHN WAYNE í LONDON ★★ BRANNIGAN. Lcikstjóri: Douglas I lickox. Aðallcikarar: John Wayne, Richard Attcn- borough og Judy Gccson. Sýningartínii: 111 mín. Brannigan er ein síðasta ef ekki síðasta myndin sem John Wayne lék í. Um leið er hún nokkru öðruvísi en þær myndir sem hann er þekktastur fyrir. Hér er hann ekki í kúrekafötum og það sem meira er. myndin gerist i London, á stað sem fyrir- fram hefði mátt halda að væri ekki réttur fyrir John Wayne. Wayne leikur hér Chicagolöggu, Brannigan, sem send er til London til að ná í þekktan glæpamann. Þar hittir hann fyrir yfimiann Scotland Yard sem leikinn er af Richard Attenborough. Það er ekki að sökum að spyrja. um leið og Brannigan birtist hverfur stórglæponinn af sjónar- sviðinu og virðist sem honum hafi verið rænt. Brannigan. sem er lögga í ekta Chicagostíl. telur að hér séu brögð í tafli og hefur eigin rannsókn í trássi við lögregl- una. í fyrstu fara ræningjamir nokkuð illa með lögregluna en Brannigan er fljótur að koma reglu á hlutina og að sjálfsögðu stendur hann að lokum með pálmann i höndunum og er búinn að afla sér virðing- ar heldri mannanna hjá Scotland Yard. Söguþráðurinn í Brannigan er ekki merkilegur. Aftur á móti er John Wayne það sterkur og sjarmerandi persónuleiki að gaman má hafa af. Það verður þó að viðurkennast að hann er eins og illa gerður hlutur innan um kúluhattana i London og hann er sífellt fjasandi um að ekki fáist almennilegir hamborgarar. Ekki er laust \ið að þótt hann sé að leika þá liti hann niður á allt sem er ekki amerískt. Branni- gan er skemmtileg sakamálamynd með öllu sem tilheyrir. bílaeltingaleik. skot- hasar og smárómantík. mynd sem ein- göngu er ætluð til að skemmta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.