Vikan - 17.04.1986, Blaðsíða 62
Áður en byrjað er að mála er silkið
strekkt á blindramma eða þar til
gerðan ramma, spennuramma. Ágætt
er að nota „doppelband", límband
sem hefur lím báðum megin, og líma
silkið á rammann. Strekkið silkið vel
og festið teiknibólur á hornin. Ef
límið er ekki notað þarf að festa þétt
með teiknibólum. Það er ágætt að
gera litlar skissur að myndinni eða
mynstrinu sem á að mála. Teikningin
er síðan stækkuð upp í rétta stærð
með breiðum tússpenna og ramminn
með silkinu er lagður yfir. Passið að
fyrirmyndin og silkið snertist ekki.
Nú eigið þið að sjá myndina í gegn
og þá eru útlínurnar teiknaðar á
silkið með límkenndu efni sem stopp-
ar litinn af. Þetta efni er á litlum
plastbrúsum, skorið er ofan af stútn-
um og efninu sprautað varlega úr.
Línan verður að vera alveg heil því
annars rennur liturinn yfir á næsta
flöt. Þetta h'mkennda efni er til glært
og þvæst þá úr, einnig fæst gyllt og
silfurlitt og þeir litir halda sér (kost-
ar 78-110 krónur). Þetta þornar á
15-20 mínútum og verður að þorna
vel. Það er nauðsynlegt að hafa
plastbakka til að blanda litina og
þynna.
Eins og áður sagði eru litirnir
þynntir með vatni og til að fá mjög
ljósan lit, eins og í bakgrunninum á
ballettlöppunum, þarf aðeins örlítinn
lit á móti vatni. Þarna var líka allur
flöturinn bleyttur (notið pensil) áður
en liturinn var málaður á. Þá sjást
pensilförin síður. Litirnir eru mjög
drjúgir svo þið skuluð ekki blanda
of mikið í einu. Hristið upp í glasinu
í hvert skipti sem litur er tekinn úr
því. Notið góðan pensil, til dæmis
nr. 8. Ef stopplínan er ekki notuð
renna litirnir skemmtilega saman og
með Effekt salti eða grófu salti má
fá skemmtilega áferð. Saltinu er
stráð yfir nýmálaðan flöt og það
dregur í sig litinn. Sjá landslags-
myndina. Passið að saltið hreyfist
ekki á meðan liturinn þornar. Þegar
búið er að mála þarf silkið að þorna.
Þá er það straujað - það festir litinn
- og síðan er silkið þvegið vel. Það
þolir 60 gráða hita.
Silkislæður eru alltaf vinsælar,
ekki síst núna þegar klútar í hárið
eru í tísku. Það er líka hægt að mála
á heilu flíkurnar, til dæmis kjóla,
skyrtur og sloppa. Myndir til að hafa
uppi á vegg og lampaskermar úr
ámáluðu silki koma mjög vel út
þegar ljósið kemur í gegn.
EFTIR HÓLMFRÍÐI BENEDIKTSDÓTTUR
RA GNA R TH. TÓKM YNDIRNA R
ö
Þ
P