Vikan - 17.04.1986, Blaðsíða 58
Höfuðbúnaðurinn verður
líka að fara vel. Hér
VIKAN HEIMSÆKIR BRÚÐARKJÓLALEIGU KATRÍNAR
J a „bruoinni tilvonandi
og ekki er annad ad sjá
EFTIR JÚHÖNNU S. SIGÞÚRSDÓTTUR - en allirgeti verið áncegðir
LJÚSMYNDIR TÓKRAGNAR TH. meðútkomuna.
Þessi virðulegi kjóll
uppfyllir öll pau skilyrði
sem kirkjubrúðkaup
krefst og rúmlega pað.
,,Eiiginlega er þetta
uppábaldskjóllinn
minn,“ sagði Katrín um
leið og hún sjndi Viku-
mönnum hann.
Knýr rómantíkin helst
dyra hjá fólki í ágúst-
mánuði? Það fullyrðir
hún Katrín Óskarsdóttir
í Breiðholtinu að
minnsta kosti. Og Katr-
ín ætti að vita svolítið
um þessi mál því hún rekur
nefnilega brúðarkjólaleigu.
Það gaf heldur betur á að líta
þegar Vikumenn heimsóttu
Katrínu í Grjótaselið á dögunum.
Þarna héngu brúðarkjólarnir í
hrönnum, skreyttir blúndum,
pífum og slóðum í ríkum mæli.
Sumir höfðu farið margsinnis inn
kirkjugólfið, aðrir voru að stíga
sín bernskuspor í leigunm. Enn
aðrir voru alveg splunkunýir og
biðu þess eins að komast upp að
altarinu.
Katrín byrjaði með leiguna
fyrir réttu ári. 1 upphafi hafði
hún ætlað að vinna úti. Hún
reyndi en það gekk ekki. Heimil-
iið er nefnilega stórt og þá er
erfitt að vera burtu frá því heilu
og hálfu dagana. „Svo ég fór að
leigja út brúðarkjóla," sagði
Katrín. „Það hvatti mig líka til
dáða að eina leigan af þessu tagi,
sem ég vissi um, var að leggja
upp laupana. Og þá vantaði
svona þjói.iustu
En geta allir notfært sér svona
leigu? Hvað ef verðandi brúður
er pöddulítil og vel yfir 100 kíló?
Fær hún kjól við sitt hæfi?
„Hann er hérna,“ svaraði
Katrín að bragði og sveiflaði
drellfínum blúndukjól út úr ein-
um skápnum. Það var ekki að sjá
neitt tjaldsnið á flíkinni þeirri.
„Samt er hann alveg einn og
hálfur yfir brjóstið,“ sagði Katr-
ín. „Kjólarnir hjá mér eru allir
þannig úr garði gerðir að hægt
er að breyta þeim með lítilli fyrir-
höfn, til dæmis að síkka þá eða
stytta. Ég get því hjálpað konum
af öllum stærðum og gerðum, ef
svo má að orði komast.“
Yfirleitt koma verðandi brúðir
tímanlega til að velja kjóla og
ganga frá ieigunni. I einstaka
tilvikum hafa þær komið með
viku fyrirvara. En það hefur
aldrei hent að kona hafi geyst
inn og beðið um kjól til að gifta
sig í samdægurs. Þrátt fyrir það
hefur Katrín stundum mátt láta
hendur standa fram úr ermum til
að uppfylla þarfir viðskiptavin-
anna:
„Ég man sérstaklega eftir einu
tilviki. Þá kom til mín kona af
Vestfjörðum, alveg í öngum sín-
að gifta sig í. Svo óheppilega vildi
til að ég átti ekkert á hana í
augnablikinu. Það varð úr að ég
myndi bara sauma brúðarkjól í
hvelli og senda hann vestur.
Þetta var gert og fékk konan
kjólinn í hendurnar í tæka tíð
fyrir brúðkaupið. En hún hafði
hvorki séð efni né snið að honum
áður en hún fékk hann og það
er nokkuð óvenjulegt við svona
tækifæri. Engu að síður var hún
sallaánægð. En nú ætla ég að
koma mér upp myndalista til að
senda út á land. Viðskiptavinirn-
ir geta þá einfaldlega pantað eftir
honum í stað þess að þurfa að
kosta ferð til Reykjavíkur."
Það tíðkaðist lengi við kirkju-
brúðkaup að brúðguminn sæi
brúðina ekki fyrr en hún brunaði
inn kirkjugólfið í fullum skrúða.
Þetta hefur breyst nokkuð í
seinni tíð. „Brúðgumarnir til-
vonandi koma stundum með
konuefnunum til að velja kjóla
þótt algengara sé að þær komi
einar,“ sagði Katrín. „Karlarnir
eru sumir hverjir ansi stífir á
meiningunni. Þeir vilja ekki
þetta og ekki hitt. í einstaka til-
vikum ræður karlinn alveg
hvaða kjóll er tekinn. En það er
58 VIKAN 16. TBL,