Vikan - 17.04.1986, Blaðsíða 60
z
REYKJAVIK
TOKYO
I
Þær eru komnar langt að, þess-
ar verndarbrúður, alla leið frá
Perú þar sem þær eiga sér
merkilega sögu samkvæmt
aldagamalli hefð inka. Brúðurn-
ar eru jurtalitaðar, unnar í
höndunum og fást í þrem gerð-
um í versluninni Tínu Mínu.
Verð frá 535 til 895 krónur.
LOS ANGE
Dagatöl eru bráðnauðsynleg og
þau geta líka verið mjög falleg
ávegg.
Það er ýmislegt hægt að finna
/ 1 í versluninni IKEA, þar á meðal
þessa hanka sem klemmurnar
eru síðan festar á. Hankarnir eru
til hvítir og rauðir, 6 stykki í
pakka kosta 275 krónur. Hönk-
unum er rennt á spýtu sem fest
hefur verið á vegg. Spýturnar
fást ólitaðar og hvítar í nokkrum
lengdum. Klemmurnar fást í rit-
fangaverslunum.
Það eru ekki lengur bara ungl-
ingarnir sem hafa plaköt uppi á
vegg. Vönduð og falleg
gallerí-plaköt fást nú I miklu
úrvali. Pastel er nýleg verslun á
Laugavegi 33. Þar fást margar
gerðir gallerí-plakata, einnig er
þar innrömmun. Þar er hægt að
fá tré- og állista í fallegum litum.
Smellu-myndarammar fást í
fjölmörgum verslunum. Ramm-
arnir fást í ýmsum stærðum,
með venjulegu gleri og möttu.
Þó að matta glerið geti verið
skemmtilegt skal hafa það I
huga að það getur breytt litum
í myndum. Hér hefur verið rað-
að saman nokkrum teikningum
eftir lítinn krakka. Þar á meðal
er mynd af konu með barn í
maganum. Undir myndunum
er litaður pappír úr Pennanum.
Það væri líka hægt að hafa litla
Ijósmynd af unga listamannin-
um með.
Minnistöflur eru algengar og
eru þá oftast striga- eða kork-
töflur. Hér höfum við mjög
fallega krómaða minnistöflu
með segulstálsbólum (pinn-
um). Taflan er 36x56 cm að
stærð, fæst í A5, nýlegri verslun
á Laugavegi 33b, og kostar
3.300 krónur. 6