Vikan - 17.04.1986, Blaðsíða 39
HALLÓ KRAKKAR!
Við sendum ykkur bréf í
Barna-Viku fyrir stuttu og
nú birtum við svarbréf frá
Snæfríði Ingadóttur á Akur-
eyri. Hún sendi okkur líka
smásögu, myndir og ljóð og
við þökkum henni kærlega
fyrir þetta skemmtilega efni,
sem við birtum hér á síðunni.
Við vonum að margir krakkar
fylgi á eftir Snæfríði og láti frá
sérheyra. gestu kveðjur,
p.S. Barna-Vikan
Utanáskriftin er:
VIKAN - bréf til Barna Viku
Pósthólf 5380
125 Reykjavík.
Halló! Halló!
Ég sendi hérna smá í blaðið.
Bless, bless,
Snæfríður Ingadóttir, 12 ára.
ÁST
Læða ein í garði gekk
þá kom högni og hana fékk
henni fannst voða lekk
svo sæl og glöð var hún.
Brátt þau stofnuðu saman bú
og þetta urðu sæmdarhjú
svo settu þau upp hringa
og eignuðust kettlinga.
höf. Snæja.
MALLORKA
Á Mallorkaströnd
í sundbol með rönd
þar þamba ég gos
og set upp smá bros
í hvítum sandi ég ligg
og sólbruna þigg
í sjóinn ég fer
næstum alveg ber.
höf. Snæja.
Einu sinni var ég á gangi í
frumskógi Afríku. Þá heyri ég
allt í einu trumbuslátt. Ég geng
á hljóðið og kem að litlu þorpi.
Þar eru svertingjar að dansa
kringum stórt bál. Einn svert-
inginn gengur þá til mín og fer
hann með mig inn í lítinn kofa.
Þar klæðir hann mig úr öllum
fötunum en setur mig í hvíta
mittisskýlu. Svo kemur hann
með eitthvað sem líkist potti.
Hann er fullur af vatni. Svert-
inginn bendir mér að fara ofan
í pottinn. Ég hélt náttúrlega
að ég ætti að fara í bað. Ég fer
ofan í pottinn, ó ó ó! Vatnið
er ískalt. Ég reyni að gera
svertingjanum það skiljanlegt.
Hann skildi þetta auðsjálega
því hann kemur með mikið af
sprekum og setur undir pottinn
og kveikir í þeim. Mér var bara
farið að líða vel í pottinum
vatnið var nú orðið mátulega
heitt en svo fer það að hitna
alltaf meira og meira. Það var
að verða óþolandi þarna. Ég
reyni að gera svertingjanum
það skiljanlegt. En hann tekur
bara ananassneiðar banana og
tómata og hendir því út í pott-
inn. Ég var nú farin að gruna
margt. Kannski ætluðu þeir að
sjóða mig í mannasúpu. Ég
varð að strjúka úr þessu þorpi
en hvernig? Þá heyrist öskur
og ég sé Tarsan koma svífandi
á kaðli. Hann tekur mig í fang
sér og við svífum inn í skóg-
inn. Svertingjarnir hrópa og
öskra en þeir ná okkur ekki.
Svo fór ég í kaffi til Tarsans
og Jane. Þau fylgdu mér svo í
bæinn. Að ending vil ég ráð-
leggja þeim sem ætla til Afríku
að fara aldrei ofan í potta hjá
svertingjum, þó að þeir séu
vingjarnlegir.
Endir.
16. TBL. VIKAN 39