Vikan

Tölublað

Vikan - 17.04.1986, Blaðsíða 7

Vikan - 17.04.1986, Blaðsíða 7
gos af orku, ást, hatri, angist og sælu. .Á þessa tónleika mætti, ásamt Islendinga-deildinni í Berlín, Monika nokkur Döring. Hún er ein valdamesta mann- eskjan í tónlistarlífi borgarinnar og sér um staðinn Metropol. Þar leika öll helstu rokkgoðin þegar þau mæta til Berlínar og þar voru einmitt aðrir tónleikar Kukls í þetta sinn. Þetta var í þriðja skiptið sem Kukl kom til Berlínar og var i raun afrakstur fyrri ferðanna. Tónleikarnir í Metropol voru þeir stærstu í ferðinni. Þar lék Kuklið ásamt hinum ótrúlegu Einstúrzende Neubauten (þýð. Hrynjandi ný- byggingar) en þeir eru taldir ein sérkennilegasta hljómsveit sem hefur komið fram. Þeir eru frá Berlín og hófu feril sinn sem perform- ance listamenn og spila á steðja, loftbora, gorma, innkaupagrindur og allt sem getur af sér skarkala. E.N. voru að koma úr Evróputúr og voru þetta loka- tónleikarnir. Þegar við hittum Moniku kvöldið áður var hún í skýjunum því aldrei hafði selst jafnmikið af miðum fyrirfram og fyrir þessa tónleika. Ég á ekki orð til að lýsa því hvað Kuklið var gott þetta kvöld. Það var yndislegt að sjá hvernig þau hrifu þessa þrjú þúsund Berlínarbúa með sér. Eftir tón- leikana var ég ekki í vafa um að þau stæðu jafnfætis hvaða rokk- hljómsveit sem er. Otrúlegur hljómurinn samantvinnaður af þéttum rytmum Sigtryggs og B'igga, innblásnum skrækjum úr gítarnum hans Gulla og hljóm- borði Melaxar og söngdúettinn Björk og Einar Örn kallaðist á sem fulltrúar hins frummann- lega, allt þetta.. . Já, eins og ég segi, orð fá þessu ekki lýst. Þegar Kuklið var búið að kveikja í fólkinu komu E.N. á sviðið. Þeir hafa mjög skrýtna sviðsfram- komu, eru meira og minna á fjór- um fótum eða krjúpandi milli þess sem þeir ganga berserks- gang á tækjunum. Söngvarinn Blixa Baargeld stóð þó allan tímann og hélt dauðahaldi í hljóðnemann. E.N. eru afskap- lega bölsýnir ungir menn og minnti leikur þeirra mig á helvít- ismyndir miðalda og svo að sjálf- sögðu á þýsku kvikmyndina Metropolis. Samanlagt Kukl og E.N. gerðu þetta að besta rokk- konsert sem ég hef farið á. Reyndar var hávaðinn í þeim þýsku alveg ótrúlegur. Þegar ég og Björk stóðum góðan spöl frá sviðinu þá fann hún allt í einu hvernig hljóðbylgjurnar kitluðu litlu manneskjuna í maganum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.