Vikan

Eksemplar

Vikan - 17.04.1986, Side 7

Vikan - 17.04.1986, Side 7
gos af orku, ást, hatri, angist og sælu. .Á þessa tónleika mætti, ásamt Islendinga-deildinni í Berlín, Monika nokkur Döring. Hún er ein valdamesta mann- eskjan í tónlistarlífi borgarinnar og sér um staðinn Metropol. Þar leika öll helstu rokkgoðin þegar þau mæta til Berlínar og þar voru einmitt aðrir tónleikar Kukls í þetta sinn. Þetta var í þriðja skiptið sem Kukl kom til Berlínar og var i raun afrakstur fyrri ferðanna. Tónleikarnir í Metropol voru þeir stærstu í ferðinni. Þar lék Kuklið ásamt hinum ótrúlegu Einstúrzende Neubauten (þýð. Hrynjandi ný- byggingar) en þeir eru taldir ein sérkennilegasta hljómsveit sem hefur komið fram. Þeir eru frá Berlín og hófu feril sinn sem perform- ance listamenn og spila á steðja, loftbora, gorma, innkaupagrindur og allt sem getur af sér skarkala. E.N. voru að koma úr Evróputúr og voru þetta loka- tónleikarnir. Þegar við hittum Moniku kvöldið áður var hún í skýjunum því aldrei hafði selst jafnmikið af miðum fyrirfram og fyrir þessa tónleika. Ég á ekki orð til að lýsa því hvað Kuklið var gott þetta kvöld. Það var yndislegt að sjá hvernig þau hrifu þessa þrjú þúsund Berlínarbúa með sér. Eftir tón- leikana var ég ekki í vafa um að þau stæðu jafnfætis hvaða rokk- hljómsveit sem er. Otrúlegur hljómurinn samantvinnaður af þéttum rytmum Sigtryggs og B'igga, innblásnum skrækjum úr gítarnum hans Gulla og hljóm- borði Melaxar og söngdúettinn Björk og Einar Örn kallaðist á sem fulltrúar hins frummann- lega, allt þetta.. . Já, eins og ég segi, orð fá þessu ekki lýst. Þegar Kuklið var búið að kveikja í fólkinu komu E.N. á sviðið. Þeir hafa mjög skrýtna sviðsfram- komu, eru meira og minna á fjór- um fótum eða krjúpandi milli þess sem þeir ganga berserks- gang á tækjunum. Söngvarinn Blixa Baargeld stóð þó allan tímann og hélt dauðahaldi í hljóðnemann. E.N. eru afskap- lega bölsýnir ungir menn og minnti leikur þeirra mig á helvít- ismyndir miðalda og svo að sjálf- sögðu á þýsku kvikmyndina Metropolis. Samanlagt Kukl og E.N. gerðu þetta að besta rokk- konsert sem ég hef farið á. Reyndar var hávaðinn í þeim þýsku alveg ótrúlegur. Þegar ég og Björk stóðum góðan spöl frá sviðinu þá fann hún allt í einu hvernig hljóðbylgjurnar kitluðu litlu manneskjuna í maganum

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.