Vikan

Tölublað

Vikan - 17.04.1986, Blaðsíða 31

Vikan - 17.04.1986, Blaðsíða 31
EFTIR BRYNDÍSIKRISTJÁNSDÓTTUR MYND/R TÓKRAGNAR TH. Girðingin kringum Keflavíkurflugvöll virkar ekki ósvipað og Berlínarmúrinn. Við vitum reyndar að þar fyrir innan býr og starfar hópur af fólki; bandarísk- ir hermenn og fjölskyldur þeirra, en fæstir láta sig það nokkru varða nema til að mótmæla veru hersins á íslandi. Herinn er hér og ekki sjáanlegt að þar verði nein breyting á og því er ekki úr vegi að kynnast því örlítið hvernig lífi þetta sambýlisfólk okkar lifir. Hermennirnir starfa ýmist hjá sjóhernum eða flughernum, annaðhvort sem óbreyttir eða foringjar. Margþætt starfsemi er þarna í gangi og þar sem Varnarliðinu er ætlað að verja landið hefur það á að skipa fullkomnum tækjum ásamt töluverðum mannafla. Tvær ratsjárstöðvar fylgjast með flugumferð í kringum landið og ef ókunn vél sést á ratsjár- skerminum ber 57. orrustusveit Varnarliðsins ábyrgð á að bera kennsl á hana. Samkvæmt upplýsingum frá Friðþóri Eydal, upplýsingafulltrúa varnarliðsins, er flogið að meðal- tali um 140 sinnum á ári til móts við ókunnar vélar við ísland og í 95% tilfella síðasta árs var um sovéskar herflug- vélar að ræða. Sjóherinn notar síðan Orion skrúfuþotur til kafbátaleitar í grennd við landið. Þessar vélar ei'u ákaflega vel tækni- i væddar og í þeim eru fullkomnar ratsjár. Til að fmna kafbáta neðansjávar er litlum hljóðbaujum sleppt í sjóinn og á þær hlustar áhöfn vélanna, matar síðan upplýsingarnar í tölvu um borð sem kemur þeim áfram til tölvu á Vellinum. Þannig greinist jafnvel tegund kafbátar án þess að hann komi nokkurn tíma upp á yfirborðið. Til að vinna þessi störf og ótal önnur sem hernum fylgja eru á Vellinum um 5000 manns, hermenn og fjölskyldur þeirra, síðan eru þar um 2000 Islendingar við störf, þar af vinna um 1100 hjá Varnarliðinu. 70% hermannanna eru hér aðeins í eitt ár, en heppilegast þykir að fá hingað til starfa fjölskyldufólk því það dvelur yfirleitt lengur og meira jafn- vægi skapast í byggðinni. Swettfjölskyldan hefur verið hér í þrjú ár og lítur á Island sem heimkynni sitt. Við fylgjumst með þeim daglangt og fáum þannig örlitla innsýn í daglegt líf fólksins á Vellinum. Einnig heimsækjum við ung hjón sem nýkomin eru til íslands og kynnumst þeirra lífi. Fylgdar- maður okkar og hjálparhella var Friðþór Eydal. Richard Swett er liðsforingi (officer) í sjóhernum og starfar sem fjármálastjóri hjá kafbáta- leitarstöðinni. Hann kennir jafnframt á sálfræðikúrsum við útibú Maryland háskólans á Vellinum. „Mér fmnst sérstök fegurð við þennan hluta Islands þó hér sé berangurslegt. Við höfum fallegt útsýni yflr „Smok- ey Bay“ og fjöllin frá heimili okkar og finnst við ekki fara á mis við neitt. Það er mjög gott að vera á Islandi því lífið hér er einfalt og öruggt og minnir mig á lífið í Bandaríkjunum þegar ég var að vaxa upp, þá voru ekki þessir glæpir.“ Patricia Swett vinnur einnig fyrir kafbátaleitarstöðina og sér um að panta alls kyns varahluti og birgðir fyrir mennina. Til að örva fjölskyldur til að setjast hér að er alltaf tryggt að eigin- konurnar geti fengið atvinnu við sitt hæfi ef þær óska. „Allri fjölskyldunni líkar vel hér og það er ekkert í Bandaríkjunum sem við söknum. Það er margt hægt að gera hérna með börn- unum og eitt af því sem þeim finnst mjög gaman er að fara í frystihúsin í Keflavík til að kaupa fisk í matinn.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.