Vikan


Vikan - 16.07.1987, Page 5

Vikan - 16.07.1987, Page 5
INÆSTU VIKU 30 Það er sjaldan sem borgarstjórinn í Reykjavík fer veltu en það gerðist í miðbæ höfuðborgarinnar nýlega. 46 A-ha er að sjálfsögðu í poppþætt- inum og plakat af piltunum að auki í miðopnu I tilefni af komu þeirra hingaðtil lands. 52 Tvær stuttar smásögur eftir Hebu Herbertsdóttur og spjall við höf- undinn. 58 Hundarómantík í vesturbænum er athyglisverð, svo og afleiðingarnar. 60 Hótel Djúpavík á Ströndum er heimsótt og rættvið hótelstýruna sem flutti af mölinni I kyrrðina. 32 Sverrir Stormsker Ijóðskáld og tón- listarmaður er um margt óvenjuleg- ureinstaklingur. Hannermaður myrkursins - úr myrkrinu kemur Ijósið.Hann er I Vikuyiðtalinu. 44 Prúðbúnir og skrautklæddir krakk- ar 17. júní eru í Barna-Vikunni. DR. ÓLAFUR MIXA er heimilislæknir í Reykjavík og var einn þeirra sem tóku á móti nokkur hundr- uð „kollegum" frá Norðurlöndunum nýlega. Ólafur var í framhaldsnámi í heimilislækningum í Kanada og þar starfaði hann meðal annars sem heilsu- gæslulæknir indíána í Alberta. Hann var um skeið formaður Rauða kross íslands og hefur víðar verið virkur í félagsmálum. Hann verður viðmælandi okkar í næsta Vikuviðtali. STUÐMENN á útitónleikum í Reykjavík. ERLING, strákurinn með rauðu húfuna sem Valdís Ijósmyndari hitti í Kaupmannahöfn snemma í vor, varð aftur á vegi hennar í sumar. Hann segir að Guð hafi farið í verkfall. Frásögn af Erlingi með rauðu húfuna verður í næstu Viku. SALTAR GÖTUR, smásaga eftir Óskar Hilmarsson, ungan nýliða á ritbrautinni. UPPHAF LEYNILÖGREGLUSAGNA, afar fróðleg grein um föður leynilögreglusagna og hvernig þessar afþreyingarbókmenntir spruttu upp. BENETTON-systkinin byrjuðu smátt en þau hafa byggt upp stórveldi í mörgum heimsálfum. Grein um uppgang þeirra og veldi verður í næstu Viku. 29. TBL VIKAN 5

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.