Vikan


Vikan - 16.07.1987, Page 6

Vikan - 16.07.1987, Page 6
 Ég hef alltaf átt erfítt með að sætta mig við að hvert sumar virðast íslenskar listir taka sér þriggja mánaða leyfi frá mannfólkinu. Frá júní- byrjun til ágústloka eru sárafáar menningar- uppákomur, rétt eins og listamenn séu allir í prívat tjaldútilegu með listagyðjunni og aðrir fái ekki að vera með. Ég hlýt því að fagna með tvöfaldri gleði þegar eitthvað gerist um hásumar eins og nú þegar nýtt íslenskt leikverk er svið- sett og sýnt öllum sem sjá vilja. í Hlaðvarpanum standa nú yfir sýningar á leik- verki Messíönu Tómasdóttur við tónlist Patricks Kosk, Sjö spegilmyndir, sem frumsýnt var 7. júlí. Sýningum lýkur hérlendis 19. júlí en þá verður farið í leikför um Norðurlönd með há- punkt á leiklistarhátíð í Tampere í Finnlandi um miðjan ágúst. Leikarar eru tveir; Þór Tulin- ius og Asa Hlín Svavarsdóttir. Texti: Freyr Þormóðsson Myndir: Þorvarður Árnason 6 VIKAN 29. TBL

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.