Vikan


Vikan - 16.07.1987, Page 8

Vikan - 16.07.1987, Page 8
ari plánetu. Hjartastöðin hefur orðið eftir agnarsmá, jákvæðar, skapandi tilfinningar manna og hið góða hefur ekki þróast í sam- ræmi við hugvitið. Við vitum hvert stefnir að öllu óbreyttu. Að nota háþróaða hugsun okk- ar og greind til þess að úthugsa drápstæki, það er lyginni líkast. Það er hreint lífsspurs- mál fyrir áframhaldandi mannlíf á þessari plánetu að manneskjurnar komi hjartastöðv- um sínum í lag, BLM.: En hvað vakir fyrir þér með Sjö spegilmyndum? Ég veit að listamaður á auð- vitað aldrei að þurfa að svara slíku: MESSIANA: Það sem vakir fyrir mér er það sama og hlýtur að vaka fyrir mörgurn öðrum listamönnum, að tjá það sem ég trúi á í lífinu, meðvitað og ómeðvitað, og um leið að leita svara við grundvallar-tilvistarspurn- ingum. Ég er í þessu verki að reyna að fást við hluti sem hafa lengi legið mér á hjarta og ég hef áður nálgast eftir öðrum leiðum. En hins vegar varð tónlist Patricks Kosk hin raunverulega kveikja að verkinu. það sem kom mér til að skrifa nákvæmlega þetta hand- rit. Það var reyndar kvikmyndahandrit í byrjun en þróaðist yfir í þetta sem það er vegna þess að leikhúsið er nú einu sinni minn miðill. Tónlist Patricks er svo gjörsamlega óháð tíma og rúmi, hún er svo kosmísk, að mig langaði að segja með hennar hjálp dæmisögu um þroskaferil manns. Ég hef reynt að vinna með leikurunum, flautuleikaranum, Ijósahönnuði og að sjálf- sögðu með tónskáldinu sem skapandi og virkum listamönnum í vinnslu verksins. Sam- an höfum við leitað að réttum lausnum innan ákveðins ramma sem tilfinningin leiðbeinir manni með. Það sem við höfum haft að leiðar- ljósi er hvort hlutirnir gangi upp, virki, án þess að grunnhugmynd verksins sé ógnað. Síðan verður verkið að fá að þróast og lifa sínu eigin lífi. Leikarinn er skapandi listamað- ur en fráleitt ekki bara túlkandi, hann vinnur með allar sínar tilfinningar, hugsun og lík- ama. Persónurnar verða þeirra eigin, á meðan þær eru trúar verkinu. Eg er spegillinn sem horfi á þau. Dansarnir voru heldur ekki samd- ir fyrirfram, þeir brjótast út úr verkinu af nauðsyn. Ég vinn ekki eftir formúlum heldur innlifun. Ég læt hlutina fæðast, síðan getur maður túlkað og krufið. Ég geng upphaflega út frá ritúalinu, helgi- leiknum, sem formi en hvað uppbygginguna varðar hefur þetta þróast í þá átt að tónlistin og tónlistarflutningurinn rnynda einhvers konar ramma um söguna en flautuleikarinn er ritúalmeistarinn og skapar í raun og veru þennan ramma um leið og hann er ramminn sjálfur. Hann á það síðan til að skjótast út undan sér í verkið eða út fyrir sjálfan sig en verkið fyllir smátt og smátt út i rammann og sameinast honum að lokum, sögupersónurnar verða hluti af tónlistarheiminum. Ahorfendur í sýningu Ég hef reynt að vinna markvisst með sam- band áhorfenda og verksins, þess vegna valdi ég ritúalformið. Þaðan er leikhúsið upphaf- lega sprottið, þar hefur munurinn milli flytj- enda og áhorfenda verið sáralítill og leystist trúlega oft upp. Slíkt gerist þó ekki í þessari sýningu, nema hvað áhorfendur sitja inni í

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.